Jökull


Jökull - 01.12.1987, Blaðsíða 105

Jökull - 01.12.1987, Blaðsíða 105
an rafsoðin við. Að síðustu verður svo gengið frá verönd í kringum skálann. Bygging skála sem þessa er talsvert fyrirtæki, ekki síst fjármögnun og hefur verið leitað, með góðum árangri, til ýmissa aðila um framlög til verksins. Án þess að vilja kasta rýrð á neinn þykir okkur sem erum í forsvari fyrir þessari skálabyggingu þó vænst um hinn mikla áhuga sem félagsmenn um land allt hafa sýnt þessari fram- kvæmd með fjárstuðningi sínum, en eins og ykkur er kunnugt, gafst öllum kostur á að bæta við félagsgjaldið 1986 framlagi til skálabyggingar. Um tveir þriðju hlutar þeirra gíróseðla sem greiddir eru, hafa verið með fram- lagi og viljum við þakka kærlega fyrir þessar góðu undir- tektir. Skálabyggingunni miðar vel áfram. Unnið hefur verið flesta laugardaga síðan smíðar hófust í október. Búið er að gera skálann fokheldan og lokið er við að einangra. Næsti áfangi er að setja krossvið innan á út- veggi og loft áður en skilrúm og frekari innréttingar koma. FERÐIR Vorleiðangur Jörfi 1986. Haldið var frá Reykjavík að morgni 21. júní, komið í Jökulheima kl. 16:30, lagt á jökulinn kl. 23:30 og komið á Grímsfjall kl. 8:30 að morgni sunnudags. Unnið var í Grímsvötnum fram á þriðjudagskvöld, haldið til Kverk- fjalla kl. 01 aðfaranótt miðvikudags, gengið á hæsta tind í austanverðum Kverkfjöllum (1933 my.s), komið í skál- ann kl. 8:30 að morgni, farið í Hveradalinn og snúið til Grímsvatna um kl. 23 að kvöldi og komið aftur á Gríms- fjall snemmamorguns. Ofan af jökli var haldið að kvöldi fimmtudags, dvalist í Jökulheimum föstudag og haldið heim laugardag 27. júní. Einstök veðurblíða hélst alla ferðina, hæg suðvestlæg átt, hlýtt og sólríkt, að undan- tekinni þoku og rigningarúða á föstudag. Unnið var að eftirtöldum verkefnum: 1. Hæð íshellunnar undir Vatnshamri mældist í 1426 m y.s. Hvorki sást þar vatnsborð né við gosstöðvarnar frá 1983. Vatnsborð er því að nálgast þá hæð, þegar hlaupið getur úr Vötnunum. 2. Vetrarákoma á miðri íshellunni mældist 2140 mm vatns (4.42 m af snjó). Er það nokkuð undir meðal- tali áranna frá 1950, en það er 2450 mm. 3. íssjármælingar voru gerðar norðan og vestan Grímsvatna, á leið frá Tungnárjökli til Grímsfjalls og þaðan til Kverkfjalla, alls um 250 km. Hefur ekki áður unnist eins mikið við íssjármælingar í vorleið- angri JÖRFI. 4. Mæld var leysing á stikum á Tungnárjökli og þær boraðar niður eftir þörfum. 5. Sýni voru tekin til samsætumælinga (súrefnis og vetnis) með jöfnu millibili á leið frá Tungnárjökli til Grímsfjalls og á leið til Kverkfjalla. Einnig voru tekin sýni til geislamælinga á Grímsfjalli til að kanna hvort þar hefði fallið geislavirk úrkoma eftir slysið í Chernobyl. 6. Sett var upp nýtt loftnet í mastrið á Grímsfjalli og beinir það sendingum niður að Vatnsfelli. 7. Gerðar voru tilraunir með endurbættan búnað til upphitunar í skála á Grímsfjalli. 8. Settar voru upp stikur, nokkuð jafndreifðar, á ís- helluna í Grímsvötnum og staða þeirra landmæld. Stefnt er að því að landmæla þær aftur í haust svo að upplýsingar fáist um skrið íshellunnar inn á jarðhita- svæðið í Grímsvötnum. 9. Gerðar voru tilraunir með að finna segla, sem graf- ist hafa snjó, með segulmæli og málmleitartæki. Þessar tilraunir lofa góðu um að skilja megi segla eftir á jöklinum að hausti og finna þá aftur að vori og fylgjast þannig með hreyfingu jökuls og vetrar- ákomu. 10. Hópur frá Orkustofnun vann að MT- mælingum (jarðstraumsmælingum) vestan og norðan við Grímsvötn og sunnan við Kverkfjöll. 11. Hæð Kverkfjallaskála mældist um 1720 m y.s. með nákvæmum loftþyngdarmælingum, miðað við 1933 m hæð á hæsta tindi Kverkfjalla. 12. Skálinn á Grímsfjalli var tjargaður og Kverkfjalla- skálinn málaður. 13. Síðast en ekki síst var valið stæði fyrir nýjan skála á Grímsfjalli, grunnur tekinn, jafnaður og mældur. Farartæki voru Jökull I, snjóbíll Landsvirkjunnar (X- 6306), Gosi Erlings Ólafssonar og sex vélsleðar. Þátttak- endur voru 29. Með í ferðinni var brautryðjandinn, Sigurjón Rist, sem fyrir 35 árum vann að mælingum á þykkt Vatnajök- uls í fransk-íslenska leiðangrinum. Einnig var með okk- ur Gunnar Hjaltason, sem vann með Steinþóri Sigurðs- syni að jöklarannsóknum á Mýrdalsjökli sumarið 1943. Hann teiknaði margar myndir sem gaman verður að sjá fullgerðar. Ennfremur voru með nýliðar sem mikils er af vænst. Með þessum leiðangri hefur JÖRFI enn einu sinni sann- að gildi sitt, þar sem saman vann áhugasamt og félags- lynt fólk úr ýmsum starfsstéttum að viðamiklum verk- efnum, sem varla yrðu unnin án félagsins. Langjökull 1986 Dagana 8.-9. júlí dvöldust 5 félagar í skála félagsins, Kirkjubóli á Langjökli. Þeir báru fúavarnarefni á alla lista á þaki og veggjum, einnig þéttu þeir glugga á suð- urstafni. Seinni part dags þess 9. júlí var haldið til baka í Þverbrekknamúla og um hina nýju göngubrú á Fúlukvísl 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.