Jökull


Jökull - 01.12.1987, Blaðsíða 102

Jökull - 01.12.1987, Blaðsíða 102
Mynd 2. Þuríðartindur. (Ljósm. Leifur Jónsson) L-Snæherru var mjög sprunginn og einnig milli Esjunnar og Austurbjarga. Öræfajökull var nú búinn að taka ofan skýjahettuna og blasti hann við með öllum sínum bung- um og tindum. Þegar myndað hafði verið í allar áttir og hlustað á Halldór þylja nöfn allra hnúka, tinda og fjalla, var haldið niður sömu leið. Hvassviðrið hélst og hugðu menn nú gott til fararinnar til baka með vindinn í bakið. Þorsteinn tók forystuna til að byrja með og var fljótlega kominn drjúgan spöl á undan. Síðan skjögraði undirrit- aður af stað og var hraðinn í hámarki fyrir hann. Helgi tafðist við að ganga frá pulkunni sem hann dró, en brátt geystist hann yfir rifskaflana með hoppandi pulkuna aftan í sér. Halldór og Leifur hugðust sigla og tók þá nokkurn tíma að hagræða seglunum en þegar af stað var haldið reyndist hraðinn ívið of mikill. Er ekki að orð- lengja það að við runnum alla leið að uppgönguleiðinni sunnan skálhnúka og þegar að skálanum kom voru liðn- ar 40 mínútur frá því að við settum á okkur skíðin við Esjurætur. Allir voru harla glaðir yfir afreki dagsins og var það staðfest með írskri aðstoð Jamessons. Eftir að hafa snætt góðan kvöldverð og hlustað á nokkrar smelln- ar gamansögur hjá Halldóri, var gengið til náða. SUNNUDAGUR 23. APRÍL Snemma morguns var risið úr rekkju og var þá enn sama bjartviðrið og daginn áður en lygnara, aðeins and- vari af austri. Þegar gengið hafði verið frá farangrinum á pulkurnar voru skíðin smurð eftir nákvæma athugun á hitastigi og snjólagi. Halda skyldi nú í átt til Öræfajökuls með stefnu á Mikinn. Sprunguhaus mikill var SA af Máfabyggðum og gengum við sunnan hans. Göngufæri var mjög gott en þyngdist ögn um miðjan daginn, enda aðeins lítils háttar andvari af austri og glampandi sól- skin. Gerðust menn brátt heitir á göngunni og fækkuðu fötum. Kom til tals að koma við í Máfabyggðum, en því slegið á frest. Gott að eiga þær til góða fyrir aðra ferð. Þegar komið var vestur undir Mikinn breyttist snjólagið, slóðin dýpkaði og ganga þyngdist. Áætlað var að fara upp með Þuríðartindi að sunnan, en þar reyndist mjög sprungið og yfir lægð að sækja og því horfið frá því. Mikill lausasnjór var í brekkunum og göngufæri mjög þungt, en allt ósprungið þar til komið var upp undir brúnir norðan Þuríðartinds, en þar var 10-20 metra breið sprunga til norðurs, hálffull af snjó. Gengum við á austurbarmi hennar þar til hún hvarf, nokkuð norðan við Þuríðartind. Beygðum við þá til SV og héldum upp Jökulbakið þar til við vorum komnir um einn og hálfan kflómeter SV af Þuríðartindi, í um 1700 m hæð. Þar hættum við göngunni og tjölduðum. Höfðum við þá verið 10 tíma frá Esjufjallaskálanum. Enn var sama blíðviðrið en þokubólstrar grúfðu yfir Suðursveitinni og öðrum lágsveitum með ströndinni. MÁNUDAGUR 24. APRÍL Kyrr nótt, mesta frost 16°C. Risið „úr rekkju“ um 8-leytið og reynt að hafa samband við Gufunes radíó, en árangurslaust. Þó heyrðum við Gufunes endurtaka veð- urskeytin frá Hveravöllum. Enn var veður óbreytt. Við horfðum niður á Máfabyggðir og Esjufjöllin. Skýja- bólstrar voru yfir Breiðamerkurjökli og Veðurárdals- fjöllum, en Þverártindsegg stóð upp úr þokunni. Eftir að hafa snætt góðan morgunverð, framreiddan af Helga, tókum við saman nauðsynlegan útbúnað til ferðar á Hvannadalshnúk, svo sem ísaxir, brodda og kaðla, að ógleymdri næringu til dagsins. Klukkan 10.30 vorum við ferðbúnir. Göngufæri var mjög gott, markaði aðeins t. I . >. 1 Mynd 3. Á leið til Öræfajökuls, sunnan Mávabygða. (Ljósm. Leifur Jónsson) 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.