Jökull


Jökull - 01.12.1987, Síða 90

Jökull - 01.12.1987, Síða 90
Athugasemdir og viðaukar ABSTRACT Glacier variations were recorded at 37 locations, 14 tongues showed advance, 6 were stationary and 17 tongues retreated. In the end of the winter 1985/86 the snow pack was estimated to be very close to avarage in the western and northern parts of the country. In mountain and glacier areas in the south and the southeast the snow pack was estimated to be somewhat above normal. Múlajökull is surgeing. Sólheimsjökull is still in ad- vance. The advance of Skeiðarárjökull has come to an end. Tungnaárjökull and Breiðamerkurjökull have re- treated this year as usual. On the whole the glaciers in Iceland are retreating, but no mass balance figures are available. Haustið 1986 var staða jökuljaðra mæld á 37 stöðum. Á mælingaárinu (frá hausti til hausts) hafði jökuljaðar færst fram á 14 stöðum, haldist óbreyttur á 6 stöðum og hopað á 17 stöðum. Mesta framskrið á árinu er í Múlajökli. Jökullinn sýndi merki um byrjun á framhlaupi haustið 1985 og því er ekki fullkomlega lokið ennþá. Nú er framskriði Skeiðarárjökuls lokið. Það hófst á jöklinum austan Gígju árið 1984 og lauk snemma árs 1986 vestan Súlu (sjá Jöklamælingar í Jökli 34. og 35. árs). Sólheimajökull heldur áfram sem fyrr að skríða fram. En Tungnaár- jökull hjá Jökulheimum hopaði aftur á móti, hann held- ur þeim upptekna hætti ár eftir ár. Sömuleiðis hopar Breiðamerkurjökull á hverju ári, og alltaf rýrnar haftið á milli Stemmulóns og Jökulsárlóns. Ýmsan slíkan fróð- leik má finna í eftirfarandi athugasemdum. Veðráttunni norðvestanlands lýsir Indriði Aðalsteinsson, en suðaust- anlands Flosi Björnsson, fróðleiksmola um veður má finna einnig hjá fleiri mælingamönnum. SNÆFELLSJÖKULL Jökulháls. HallsteinnHaraldssontekurfram: Varlaer um að ræða eiginlegt hop, heldur hefur hjarnkögur frá síðasta áratug styttst sem þessu nemur, þ.e.a.s. 213 m. DRANGAJÖKULL Kaldalónsjökull: Indriði Aðalsteinsson tekur fram: „Haustið 1985 var mjög hlýtt og gott og vetur lagðist ekki að fyrr en með nóvemberbyrjun. Frostkaflar og hlákur skiptust síðan á út nóvember. Desember var kaldur og hlánaði vart. f janúar (1986) og febrúar voru látlausir umhleypingar, skiptust á lognmuggur, spilliblotar og hörkur. Allt rann í svellgjá, svo ekki var fært milli húsa nema á mannbroddum. Pessi svell tók að mestu í góðri hláku fyrstu viku aprílmánaðar og sluppu því tún við kal, sem annars var yfirvofandi. Apríl var góður og veturinn allur fremur snjóléttur. Maí yfirhöfuð kaldur og leiður og gréri hægt. Júní í meðallagi hlýr og hret ekki til skaða, kom gróður vel til fyrir miðjan mánuð. Júlí hlýr og sólríkur en þurrkar töfðu sprettu á harðlendum túnum. Farið var að slá um miðjan mánuðinn, spretta var þá orðin dágóð. Heyskapartíð var svo hin ágætasta, þurrk- ar nógir og hægviðrasamt. Strax í ágústbyrjun komu allgrimm næturfrost, en ber voru það seint á ferðinni að þau sakaði lítið. Mjög mikið var um bláber og aðalbláber nokkur. Krækiber lítil, lyngið virðist hafa oftekið sig í fyrra. Haustið til þessa, þ.e.a.s. til 11. nóvember 1986, mjög gott og engin hret, göngur því auðveldar og dilkar vænir. Skriðjökulstungan hefur hopað mikið síðan og lækk- að. Gamall jökull er nú mjög áberandi upp af Lóninu (Kaldalóni) enda veturinn frekar snjóléttur og sumarið ákaflega sólríkt og haustið hlýtt og gott. Fannir eru með minnsta móti í fjöllum og Skjaldfönn (sjá Jökul 2. ár 1952 bls. 30) er orðin þunn, hana mun þó vart taka alveg upp.“ Leirufjarðarjökull. í bréfi með mælingaskýrslunni segirSólberg Jónsson: „Á mælingadaginn27. september 1986 var nálægt 'A jökulsins auður. Fannir í fjöllum voru heldur minni en síðastliðið haust. Veturinn var mjög mildur og ríktu suðlægar og vest- lægar áttir. Vorið var kalt og norðaustanátt ríkjandi fram eftir júnímánuði. Hitastig sjávar var kalt fram eftir sumri og lofthiti var lágur. I heild var sumarið gott og september sérlega hlýr. Ekki snjóaði í fjöll fyrr en í október (1986).“ Reykjafjarðarjökull. í bréfi með mælingaskýrslunni segir Guðfinnur Jakobsson m.a. „Hinn 29. júní (1986) sást á norðvesturrönd skriðjökulsins fyrst greinilega í gegnum snjó síðasta vetrar. Aðfaranótt 5. júlí fór hiti niður fyrir frostmark, það sá á kartöflugrasi. Þann 6. julí gránaði í fjöll. Miklar stillur voru til sjávarins, sjór lá- dauður vikum saman, það var all óvenjulegt. Hafísinn 88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.