Jökull - 01.12.1987, Qupperneq 103
lítils háttar í snjóinn undan skíðunum. Eftir fast að
tveggja tíma göngu komum við að Hvannadalshnúk.
Var hann mikið sprunginn að norðanverðu og töldum
við greiðfærara að fara upp að sunnanverðu og reyndist
svo vera. Við settum á okkur brodda og hnýttum okkur
saman í línu. Innan klukkutíma stóðum við á hnúknum.
Birtist okkur þá mikil útsýn yfir Vatnajökul og nágrenni
hans að vestan og norðan, en allar lágsveitir skýjum
huldar. Allar mishæðir á jöklinum sáust mjög greini-
lega, allt frá Geirvörtum í vestri að Goðaborg í austri.
Lengst í vestri sáum við hvel Hofsjökul og Arnarfell hið
mikla, í norðri Dyngjufjöll, Herðubreið og Snæfell.
Þegar horft var sér nær, stóðu upp úr þokunni Þumall,
Miðfellstindur, Kristínartindar, Hrútfjallstindar og
Kirjan næst. Þegar við höfðum dvalið á tindinum um
hríð héldum við niður sömu leið, stigum á skíðin og
renndum okkur sem leið lá utan í Snæbreið að vestan,
yfir Tjaldskað og utan í Jökulbaki að austan, þar til við
komum að tjaldinu. Við höfðum reynt að halda jöfnum
halla alla leiðina, þótt það lengdi leiðina lítils háttar, en
ávinningurinn var minna erðiði og trúlega styttri tími.
Var nú langt liðið á daginn, eða klukkan að verða fimm.
Attum við að láta fyrir berast hér í nótt eða taka saman
föggur okkar og koma okkur niður af jökli? Skýjafar
hafði breyst nokkuð, þunnar slæður höfðu myndast í
háloftum. Hingað til hafði allt gengið eins og best gat,
svo ákveðið var að hætta ekki á neitt hvað veður snerti
og halda niður. Rennsli var mjög gott, púðursnjór upp
fyrir ökla. Til að byrja með fylgdum við slóðinni frá
deginum áður, en þegar við komum niður fyrir Mikinn,
sveigðum við út af henni til SA. Sums staðar lögðum við
lykkju á leið okkar til þess að missa ekki hæð. Einnig
kræktum við fyrir hvilftir, sem við töldum vera sprungur
og þá sérstaklega, þegar neðar dró, fyrir sprunguhausa.
Eftir að kom niður á Breiðamerkurjökul var leiðin
greiðfær, rennislétt, og haldið beint af augum. Síðustu
5-600 metrana gengum við skíðalausir vegna snjóleysis.
Þegar við höfðum jökulinn að baki voru liðnir um þrír
klukkutímar frá því að við yfirgáfum tjaldstaðinn vestan
Þuríðartinds. Mælt á korti er það um 26 km. Eftir að
hafa fengið okkur te og flatkökur sóttum við bílana, sem
við skildum eftir á melhól um 200 m frá jökulröndinni,
hlóðum í þá farangrinum og ókum að Breiðárskála.
Helgi og Steini brugðu skjótt við og fóru að sækja vatn til
matargerðar. Eftir drykklanga stund komu þeir aftur
með fulla brúsa af snjóblöndu. Ekki varð úr neinni
matargerð þetta kvöldið en gengið til náða kl 23.00.
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL
Eftir að snæddur hafði verið kjarngóður morgunverð-
ur, sem samnstóð af bragðmikilli saltvatnssúpu, tei, ef te
skyldi kalla, hangikjöti og flatkökum, var haldið af stað
heim á leið. Eki var rólega eftir þjóðvegi nr. 1 til vesturs
með tilheyrandi sjoppustoppum og komið til Reykjavík-
ur á níunda tímanum eftir 10 tíma ferð.
Ekki fer á milli mála, að þessi ferð var einvher sú besta
sem við félagarhöfum farið, hvað snertir veður og vellíð-
an, þótt sumir væru lítillega sólbrenndir, en ekki til
skaða að ég held.
Mynd 4 í ferðalok við Breiðárskála. Frá vinstri: Helgi,Þorsteinn, Leifur, Stefán, Halldór. (Ljósm. Leifur Jónsson)
101