Jökull


Jökull - 01.12.1987, Page 107

Jökull - 01.12.1987, Page 107
Á mæliárinu 84/85 gekk Skeiðarárjökull all rösklega fram eins og sagt var frá fyrir tæpu ári síðan í Fréttabréfi nr. 11. Á síðastliðnum vetri gekk vesturhlutinn (Skeið- arárjökull W) fram og ýtti við jökulöldunum á aurunum suður af Súlutindum. Nú er þar allt að verða rólegt. Eystri hlutinn (Skeiðarárjökull E) hefur staðið í stað eða hopað lítið eitt við jöklamerkin. Suðurjaðar Múlajökuls í Hofsjökli hljóp fram á mæli- árinu um 318 m. Enn virðist vera gangur í honum. Síðu- jökull hefur hopað við bæði merkin, vestara og eystra, 34 og 33 m. Sólheimajökull skríður stöðugt fram, vesturtungan um 51 m, fram á Jökulhaus 15 m og jaðar Austurtungu hefur færst fram um 16 m. Þannig mætti lengi telja ýmis- legt um jöklabreytingar en það verður nánar rakið í Jökli. JÖKULHLAUP Hlaup úr Grímsvötnum hófst um 23. ágúst og stóð fram undir 10. september. Hinn 28. ágúst hljóp úr Grænalóni og kom vatnið bæði í Gígju og Súlu. í lok nóvember hljóp vatn í Skaftá úr eystri sigkatli. Er það tuttugasta hlaupið sem vitað er um síðan 1955. Sumir telja að einnig hafi hlaupið úr vestari sigkatlinum á árinu. Hlaupinu í nóvember fylgdi órói á skjálftamælum, sem gæti bent til eldsumbrota undir jöklinum. Hlaup kom í Syðri Emstruá og lón sást á Mýrdalsjökli nálægt þeim stað þar sem Kötlugos kom upp 1918. AF JÖKLI Nú hafa borist 8 allstórar vísindagreinar til birtingar í Jökli, þar af ein á íslensku. Allar þessar greinar eru nánast tilbúnar til setningar. Að auki er von á þremur til fjórum til viðbótar sem eru hjá höfundum til lokafrá- gangs eftir gagnrýni yfirlesara. Stjórn félagsins hefur ákveðið að takmarka stærð Jökuls við 96 síður að þessu sinni og er því ljóst að komið er efni í árganginn 1986 og trúlega talsvert í næsta árgang. Ritnefnd mun velja þær greinar sem settar verða í 1986-heftið sem væntanlega kemur út á þessu vori og vonir standa til að 1987-heftið komi út í lok ársins. Það er því ljóst að þeir sem ætla að koma efni að í heftið 1987 af Jökli verða að láta hendur standa fram úr ermum á næstunni. Þrátt fyrir að allmikið efni liggi nú fyrir hjá Jökli hefur ekkert félagsefni borist ritstjóra svo horfur eru á að tvö næstu tölublöð Jökuls verði nær eingöngu með vísinda- greinar á erlendum tungum nema félagsmenn hressist í rithöndinni næstu vikur. Forsíða næsta heftis verður væntanlega prýdd fallegri mynd af Sólheimajökli. Hafi félagsmenn í fórum sínum myndir, sem þeir telja að hæfa muni sem forsíðumynd næsta árgangs eru þeir hinir sömu beðnir að koma þeim á framfæri við ritnefnd eða ritstjóra. Sveinbjörn Björnsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.