Jökull - 01.12.1987, Page 107
Á mæliárinu 84/85 gekk Skeiðarárjökull all rösklega
fram eins og sagt var frá fyrir tæpu ári síðan í Fréttabréfi
nr. 11. Á síðastliðnum vetri gekk vesturhlutinn (Skeið-
arárjökull W) fram og ýtti við jökulöldunum á aurunum
suður af Súlutindum. Nú er þar allt að verða rólegt.
Eystri hlutinn (Skeiðarárjökull E) hefur staðið í stað eða
hopað lítið eitt við jöklamerkin.
Suðurjaðar Múlajökuls í Hofsjökli hljóp fram á mæli-
árinu um 318 m. Enn virðist vera gangur í honum. Síðu-
jökull hefur hopað við bæði merkin, vestara og eystra,
34 og 33 m.
Sólheimajökull skríður stöðugt fram, vesturtungan
um 51 m, fram á Jökulhaus 15 m og jaðar Austurtungu
hefur færst fram um 16 m. Þannig mætti lengi telja ýmis-
legt um jöklabreytingar en það verður nánar rakið í
Jökli.
JÖKULHLAUP
Hlaup úr Grímsvötnum hófst um 23. ágúst og stóð fram
undir 10. september. Hinn 28. ágúst hljóp úr Grænalóni
og kom vatnið bæði í Gígju og Súlu. í lok nóvember
hljóp vatn í Skaftá úr eystri sigkatli. Er það tuttugasta
hlaupið sem vitað er um síðan 1955. Sumir telja að einnig
hafi hlaupið úr vestari sigkatlinum á árinu. Hlaupinu í
nóvember fylgdi órói á skjálftamælum, sem gæti bent til
eldsumbrota undir jöklinum.
Hlaup kom í Syðri Emstruá og lón sást á Mýrdalsjökli
nálægt þeim stað þar sem Kötlugos kom upp 1918.
AF JÖKLI
Nú hafa borist 8 allstórar vísindagreinar til birtingar í
Jökli, þar af ein á íslensku. Allar þessar greinar eru
nánast tilbúnar til setningar. Að auki er von á þremur til
fjórum til viðbótar sem eru hjá höfundum til lokafrá-
gangs eftir gagnrýni yfirlesara. Stjórn félagsins hefur
ákveðið að takmarka stærð Jökuls við 96 síður að þessu
sinni og er því ljóst að komið er efni í árganginn 1986 og
trúlega talsvert í næsta árgang. Ritnefnd mun velja þær
greinar sem settar verða í 1986-heftið sem væntanlega
kemur út á þessu vori og vonir standa til að 1987-heftið
komi út í lok ársins. Það er því ljóst að þeir sem ætla að
koma efni að í heftið 1987 af Jökli verða að láta hendur
standa fram úr ermum á næstunni.
Þrátt fyrir að allmikið efni liggi nú fyrir hjá Jökli hefur
ekkert félagsefni borist ritstjóra svo horfur eru á að tvö
næstu tölublöð Jökuls verði nær eingöngu með vísinda-
greinar á erlendum tungum nema félagsmenn hressist í
rithöndinni næstu vikur.
Forsíða næsta heftis verður væntanlega prýdd fallegri
mynd af Sólheimajökli. Hafi félagsmenn í fórum sínum
myndir, sem þeir telja að hæfa muni sem forsíðumynd
næsta árgangs eru þeir hinir sömu beðnir að koma þeim
á framfæri við ritnefnd eða ritstjóra.
Sveinbjörn Björnsson