Jökull - 01.12.1987, Page 108
Frá starfsemi Jarðfræðafélags Islands starfsárið
1986-1987
Aðalfundur Jarðfræðafélags íslands var haldinn að
Hótel Esju 25. maí s.l. Hér á eftir verður sagt frá því
helsta sem fram kom á fundinum og varðar starfsemi
félagsins s.l. starfsár.
Gefin voru úr 7 fréttabréf og 16 stjórnarfundir voru
haldnir. Félagið tók þátt í „opnu húsi“ Háskóla íslands í
okt. s.l. með því að útbúa veggspjald þar sem kynnt var
starfsemi félagsins og helstu markmið. Einnig var JÖK-
ULL kynntur, en félagið er aðili að útgáfu hans og á tvo
fulltrúa í útgáfunefnd, þá Jón Eiríksson og Leó Krist-
jánsson. 29. nov. s.l. var hálfs dags fyrirlestrahald á
vegum félagsins undir fyrirsögninni SKJÁLFTAR,
BROT OG BLEYTA. Alls voru haldin sex erindi. Þau
fluttu: Ágúst Guðmundsson, Freyr Þórarinsson, Frey-
steinn Sigurðsson, Davíð Egilson, Haukur Jóhannesson
og Páll Einarsson.
Þann 28. apríl hélt félagið heilsdags ráðstefnu um
ÍSALDARLOK Á ÍSLANDI. Flutt voru 11. erindi.
Höfundar erindanna voru: Árni Hjartarson; Bessi Aðal-
steinsson; Guðmundur Ómar Friðleifsson; Halldór G.
Pétursson; Haukur Jóhannesson; Haukur Tómasson;
Hreggviður Norðdahl og Christian Hjort; Hreggviður
Norðdahl og Porleifur Einarsson; Ingibjörg Kaldal og
Skúli Víkingsson; Sigfús Johnsen; Porleifur Einarsson.
Að erindunum loknum stýrði Guttormur Sigbjarnarson
pallborðsumræðum með þátttöku Árna Hjartarsonar,
Skúla Víkingssonar, Hreggviðs Norðdahl og Þorleifs
Einarssonar.
Á aðalfundi 25. maí flutti Páll Imsland erindi, sem
hann efndi: Eldvirknin á Hawaii og áhrif hennar á
byggðina.
Fyrirhuguð er á vegum Jarðfræðafélagsins kynnisferð
til Surtseyjar 10. júlí og verður Sveinn Jakobsson farar-
stjóri og leiðsögumaður.
Félagið á tvo fulltrúa í ÁHUGAHÓPI UM BYGG-
INGU NÁTTÚRUFRÆÐIHÚSS: Pað eru Gylfi Þór
Einarsson og Sigríður Friðriksdóttir. Félagið tók þátt í
að koma upp jarðfræðisýningu í anddyri Háskólabíós
eftir áramótin. Fékk sýningin góðar undirtektir hjá al-
menningi.
MINNISPENINGUR UM
SIGURÐ ÞÓRARINSSON
Alþjóðleg samtök í eldfjallafræði IAVCEI (Inter-
national Association of Volcanology and Chemmistry of
the Earth’s Interior) hafa ákveðið að stofna til sérstakrar
viðurkenningar fyrir framúrskarandi rannsóknir í eld-
fjallafræði. Pessi viðurkenning ber nafn Sigurðar Pórar-
inssonar og nefnist SIGURÐUR THORARINSSON
MEDAL.
Jarðfræðafélagið tók að sér að annast gerð minnispen-
ingsins og útvega fé til að standa straum af kostnaði.
Guðrún Larsen hefur haft umsjón með málinu af hálfu
Jarðfræðafélagsins. Reglur um minnispeninginn voru
birtar í 31. fréttabréfi Jarðfræðafélagsins. Jarðfræða-
félag íslands á fulltrúa í úthlutunarnefnd og er Sven P.
Sigurðsson fyrsti fulltrúi okkar þar. Fyrsta verðlauna-
veitingin verður í ágúst í sumar á 19. þingi IUGG (Int-
ernational Union of Geodesy and Geophysics) í Van-
couver. Á peninginn, sem er 6 cm í þvermál er grafin
mynd af Sigurði Þórarinssyni. Mótin voru grafin af fyrir-
tækinu SPORRONG í Svíþjóð, en ÍS-SPOR mun annast
sláttu. Steinþór Sigurðsson hannaði peninginn og hefur
Inga Backlund Þórarinsson verið með í ráðum.
SIGURÐARSJÓÐUR
Sigurður Pórarinsson hefði orðið 75 ára í janúar á þessu
ári. Á aðalfundinum, 25., maí s.l. var stofnaður sjóður í
minningu hans og heitir hann SIGURÐARSJÓÐUR.
Tilgangurinn með sjóðnum er að efla tengsl íslenskra
jarðvísindamanna við útlönd með því að bjóða erlend-
um vísindamönnum til fyrirlestrahalds á vegum félags-
ins. Stofnframlag sjóðsins er 12 þúsund dollarar. Sjóður-
inn er í vörslu Jarðfræafélagsins og er nýkjörin stjórn
hans skipuð þannig; Elsa G. Vilmundardóttir, formað-
ur, Sigurður Steinþórsson og Sveinn Jakobsson. Sam-
kvæmt reglugerð sjóðsins, er heimilt og skylt að efla
sjóðinn og var fyrsta framlagið afhent við stofnun hans,
en það kom frá Ingu Backlund Þórarinsson.
JÖKULL
No. 37,1987