Jökull - 01.12.1987, Blaðsíða 109
STJÓRN JARÐFRÆÐIFÉLAGS ÍSLANDS
S.l. starfsár var stjórnin þannig skipuð: Elsa G. Vil-
mundardóttir, formaður; Guðrún Larsen, ritari; Pórólf-
ur Hafstað, gjaldkeri; Gylfi Þór Einarsson, varaformað-
ur og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, meðstjórnandi. Á
síðasta aðalfundi gekk Guðrún Larsen úr stjórn, en
Margrét Hallsdóttir var kjörin í hennar stað.
12. júní 1987
Elsa G. Vilmundardóttir.
STOFNSKRÁ OG REGLUR UM SIGURÐAR-
SJÓÐ
1. grein.
Sjóðurinn nefnist Sigurðarsjóður og er stofnaður í minn-
ingu dr. Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings.
2. grein.
Sjóðurinn er í vörslu Jarðfræðafélags íslands.
3. grein.
Tilgangur sjóðsins er að efla tengsl íslenskra jarðvísinda-
manna við útlönd með því að bjóða erlendum fræði-
mönnum til fyrirlestrahalds á vegum Jarðfræðafélags
Islands.
4. grein.
Sjóðnum skal skipuð stjórn, sem ákveður hvaða fyrirles-
ara skuli boðið hverju sinni eins og nánar er kveðið á um
í þessum reglum. Formaður Jarðfræðafélags fslands er
formaður stjórnar, en auk hans eiga tveir félagar sæti í
stjórninni. Þeir skulu kosnir á aðalfundi Jarðfræðafé-
lagsins til tveggja ára í senn.
5. grein
Höfuðstól sjóðsins má ekki skerða. Stjórn sjóðsins skal
ávaxta hann með sem hagkvæmustum hætti á hverjum
tíma. Hún skal kappkosta að leita eftir framlögum til
eflingar höfuðstólnum.
6. grein.
Tekjur af höfuðstól skulu notaðar til að bjóða erlendum
jarðvísindamanni til að halda FYRIRLESTUR í
MINNINGU SIGURÐAR ÞÓRARINSSONAR á veg-
um Jarðfræðafélags Islands. Ef tekjur eins árs nægja
ekki, getur stjórn sjóðsins leitað samvinnu við jarðfræð-
istofnanir. Að öðrum kosti verði tekjur látnar safnast
uns upphæðin nægir.
7. grein.
Stjórn sjóðsins skal hverju sinni velja fyrirlesara, sem
flytur erindi um grundvallarrannsóknir í þeim greinum
jarðvísinda, sem Sigurður Þórarinsson lagði einkum
stund á svo sem jarðeldafræðum, jöklafræðum og ísald-
arjarðfræði.
8. grein.
Sjóðsstjórn skal halda fundagerðarbók um ákvarðanir
sínar og um hvaðeina, er varðar rekstur sjóðsins. Meiri-
hluti ræður ákvörðunum. reikningsár sjóðsins. Meiri-
hluti ræður ákvörðunum. Reikningsár sjóðsins skal vera
almanaksárið og skal reikningsuppgjöri lokið eigi síðar
en í apríl ár hvert.
9. grein.
Ef Jarðfræðafélag íslands verður leyst upp, skal sjóður-
inn afhentur Háskóla Islands, sem mun annast hann í
anda þessara reglna.
10. grein.
Leita skal staðfestingar Forseta Islands á skipulagsskrá
þessari.
107