Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 17.–20. október 201422 Fréttir Jörgen már ákærður fyrir heimilisofbeldi J örgen Már Guðnason hefur ver- ið ákærður af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir lík- amsárás gegn fyrrverandi sam- býliskonu sinni, Olgu Genova. DV fjallaði ítrekað um Jörgen fyrr á árinu. Í viðtali við DV síðastliðinn júní lýsti Olga sambúð sinni með Jörgen og ofbeldi hans í sinn garð. Í því viðtali sagði Olga meðal annars frá því hvernig hann réðst á hana þegar hún var komin fimm mánuði á leið. Jörgen hefur einungis verið ákærður fyrir atvikið sem átti sér stað síðastliðinn nóvember en ekki annað ofbeldi sem Olga segist hafa orðið fyr- ir. Þrjú dómsmál standa nú yfir vegna mála sem Jörgen á hlut að máli; meið- yrðamál Olgu gegn honum, sakamál lögreglunnar gegn honum og stefna Jörgens gegn Olgu vegna samnings um Hrísateig 1. Samkvæmt ákæru var ofbeldið í garð Olgu hrottafengið og er hann meðal annars sakaður um að hafa dregið hana á hárinu eftir gólfi og hótað henni lífláti á lögfræðistofu. Gat ekki öskrað Ákæra lögreglunnar gegn Jörgen er í þremur liðum en alvarlegasta brot- ið er meint líkamsárás sem átti sér stað þann 23. nóvember árið 2013 við Hrísateig 1. Hann er sagður hafa „slegið Olgu nokkur högg á hægri kinn og hægri gagnauga, slegið hana þannig að hún lenti með hnakkann utan í vegg, tekið hana kverkataki og haldið um háls hennar, keyrt hana í gólfið og þar sem hún lá í gólfinu tek- ið um háls hennar og dregið hana eftir gólfinu, hert að hálsi hennar og er hún reyndi að kalla eftir hjálp tek- ið fyrir munn hennar og nef þannig að hún náði ekki andanum.“ Jörgen er einnig ákærður fyrir að hafa, síðar þetta kvöld, beitt Olgu meira harðræði. Afleiðing þess var að Olga hlaut húðblæðingar á enni og í kringum augu, mar á hægra augnloki, eymsl í andliti og hálsi. Hótaði lífláti á lögfræðistofu Annar liður í ákæru gegn Jörgen snýr að hótun hans á skrifstofu RG lög- manna í garð Olgu þar sem hann á að hafa hótaði því að myrða hana. Þriðji liður snýr að broti Jörgens á nálgunarbanni en hann er sakaður um að hafa nálgast hana á heimili hennar að Hrísateigi þann 17. maí á þessu ári, sem var um svipað leyti og viðtal hennar við DV var tekið. Olga segir að stuttu eftir þetta hafi hún vaknað við það um miðja nótt að múrsteinn flaug inn um svefnher- bergisrúðuna. Nálgunarbann Jörg- ens var staðfest af Hæstarétti síðast- liðinn mars. Í úrskurði Hæstaréttar kemur meðal annars fram að Jörgen hafi elt Olgu um Reykjavík tímunum saman sem og unnið skemmdir á bíl hennar. Krafist fangelsisvistar vegna ærumeiðinga Næstkomandi mánudag fer fram fyrirtaka í meiðyrðamáli Olgu gegn Jörgen en honum er stefnt vegna ýmissa ummæla sem og mynd- banda sem hann hefur birt á netinu. Má þar helst nefna bloggsíðu – sem stendur enn – og ber nafnið „Olga Genova warning“. Þar er Olga sök- uð meðal annars um að vera slæm móðir, að hún sé þekkt á Íslandi fyrir lauslæti, og hún sé aðeins á höttum eftir fé. Enn fremur er Jörgen stefnt fyrir myndbönd sem hann birti á bæði Youtube-síðu sinni sem og síðu fyrirtækis síns, Parketslípun park- etmenn. Sum þessara myndbanda hafa verið fjarlægð en enn má finna myndbönd á aðgangi Parketslípunar parketmenn sem fjalla um Olgu. Far- ið er fram á í stefnu gegn Jörgen að orð hans verði gerð dauð og ómerk sem og að hann verði dæmdur til refsingar. Farið er fram á tvær og hálfa milljón króna í miskabætur. Alvarleg lygasaga Í stefnu gegn Jörgen vegna meið- yrða eru rök færð fyrir því að hann verði dæmdur til refsingar – lesist fangelsisvist – fyrir ærumeiðingu. „Fyrrum sambúðarmaki stefnanda býr til alvarlega lygasögu um einka- líf stefnanda og dreifir víðs vegar á internetinu, endurtekur sífellt sömu ósönnu staðhæfingarnar og setur fram með þeim hætti að mestar líkur séu á því að færslur hans komi fram í leitarniðstöðum þegar stefnanda er flett upp, með því að setja inn sem flest stikkorð eða svokallað „tags“,“ segir í stefnunni. Stikkorðaval virð- ist hafa virkað því sé leitað að nafni Olgu í Google þá eru efstu niðurstöð- urnar níðsíður Jörgens. Brjálsemi í tilefni sambúðarslita Reynt er að rýna í hver tilgangur Jörg- ens sé með skrifum sínum í stefnu gegn honum. „Tilgangur þessarar ófrægingarherferðar á internetinu er almennum borgurum hulin ráð- gáta en virðist vera bæði liður í eða afleiðing þess sem kalla mætti eins konar brjálsemi stefnda í tilefni sambúðarslita aðila og eru öll því marki brennd að eiga nákvæmlega ekkert erindi við almenning, en vera bæði móðgandi, niðurlægjandi, og einstaklega særandi fyrir stefnanda auk þess að ná þeim tilgangi sínum að vera til þess fallin að lækka stefn- anda í almenningsáliti,“ segir í stefnu og er þetta sagt vera helsta ástæða fyrir þungri refsingu. Þekkt vegna umfjöllunar Í meiðyrðastefnu gegn Jörgen eru enn fremur færð rök fyrir því að orð hans hafi verið sérlega slæm í ljósi stöðu Olgu. „Stefnandi er útlendingur sem er að reyna að koma undir sig fótun- um í nýju landi og byggja upp líf og orðspor. Taldi hún eðlilega að hún væri hér „ósýnileg“ og eðlilega óþekkt, en verður þess svo vör að mun fleiri þekkja hana vegna umfjöllunar stefn- anda,“ segir í stefnu. Ítrekað hefur ver- ið óskað eftir því að bæði Jörgen sem og hýsingaraðilar fjarlægi rógburðinn við litlar sem engar undirtektir. Deilur um fasteign Í janúarmánuði á þessu ári stefndi Jörgen Már Olgu vegna fasteignar- innar við Hrísateig 1, sem er alfarið í eigu Olgu sem og lögheimili hennar. Jörgen gerði þá dómkröfu að „viður- kennt verði með dómi efni samn- ings um fasteignina Hrísateig 1, 105 Reykjavík, sem stefnandi og stefndi gerðu með sér og undirrituðu þann 26. júlí 2013.“ Samningur þessi hljóð- aði upp á að Jörgen myndi hafa „ýmis réttindi varðandi fasteignina og sölu hennar“ ásamt því að Olga afsalaði hluta eignarinnar til Jörgens. Raunar er þetta í annað skiptið sem Jörgen fer fram á að samningurinn verði viður- kenndur. Í fyrra skiptið var málinu vísað frá vegna formagalla en kröfu- gerð þótti ekki nægilega skýr né af- mörkuð. Í greinargerð lögmanns Olgu í því máli er því haldið fram að Jörgen hafi þvingað Olgu til að skrifa „undir ýmsa gerninga án þess að hún skildi innhald þeirra eða réttaráhrif, þar á meðal þann samning sem hér um ræðir“. Gekk berserksgang Í greinargerð lögmanns Olgu er fjallað um framkomu Jörgens við leigu taka sem varð til þess að mál í tengslum við hann fóru fyrst í fjölmiðla. „Með- an stefnandi dvaldi í íbúð stefndu að Hrísateigi 1, í hennar óþökk, hirti hann leigutekjur af leigu tökum sem þar bjuggu, sem stefndu bar rétti- lega skv. samningi þar um. Stefnandi ráðstafaði þeim fjármunum til eigin þarfa, stakk þeim greiðslum beint í vasann […] Stefnandi gekk berserks- gang um fasteignina, hótaði leigj- endum og beitti suma þeirra líkam- legu ofbeldi, […] Þann 13. janúar s.l. tók hann t.a.m. útidyrahurðina af og henti henni út í garð þannig að óbærilegt var fyrir leigjendur að vera í íbúðinni vegna kulda en þann dag var mjög kalt í veðri,“ er aðeins brot af því sem haldið er fram greinargerð. n n Meiðyrðamál höfðað vegna níðsíðu n Var í sumar á Litla-Hrauni 21. mars 2014 Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Sat inni í sumar Jörgen beitti fyrri sambýliskonu sína, sem á líkt og Olga rætur að rekja til Rússlands, ítrekað ofbeldi árið 2010, og hlaut fyrir það refsidóm árið 2012. Ákæran á hendur honum vegna ofbeldisins var í þremur liðum og varðaði þrjú tilfelli. Fyrsta árásin átti sér stað laugardaginn 11. mars fyrir utan Thorvaldsen. Þar sló hann hana í magann með þeim afleiðingum að hún féll í götuna. Önnur árásin átti sér stað 1. maí 2010. Þá réðst hann á hana, sló hana í andlitið og reif í hár hennar og skellti henni í gólfið. Þriðja árásin átti sér stað fyrir utan Kaffi Loka í miðbæ Reykjavíkur þann 21. desember 2010, en þá sparkaði hann fast í rass hennar og sló hana í andlitið. Fyrir þetta var Jörgen dæmdur í sex mánaða fangelsisvist, en þrír mánuðir voru bundnir skilorði. Hann afplánaði mánuðina þrjá í sumar á Litla-Hrauni. Ákærður Jörgen Már Guðnason hefur verið ákærður fyrir heimilis- ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Heimilisofbeldi Olga lýsti í viðtali í DV síðastliðinn júní sambúð sinni með Jörgen. Hún segir sambúðina með honum hafa verið eins og að búa á eldfjalli. MynD SiGtryGGur Ari„Stefnandi gekk berserksgang um fasteignina, hótaði leigj- endum og beitti suma þeirra líkamlegu ofbeldi. „[…] keyrt hana í gólfið og þar sem hún lá í gólfinu tekið um háls hennar og dregið hana eftir gólfinu, hert að hálsi hennar og er hún reyndi að kalla eftir hjálp tekið fyrir munn hennar og nef þannig að hún náði ekki andanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.