Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 17.–20. október 20142 Fréttir Byggir stærsta kúabú landsins Umhverfis- og skipulagsnefnd jákvæð gagnvart stækkun S elbakki, dótturfélag eins stærsta útgerðarfélags landsins, Skinn- eyjar-Þinganess, áformar að stækka kúabú sitt að Flatey á Mýrum um rúmlega helming, sam- kvæmt heimildum DV. Nú eru um 110 mjólkandi kýr á búinu og er áætl- að að til að byrja með verði þeim fjölgað í 250. Ekki hefur enn verið gefið út byggingarleyfi en þau mál munu vera í ferli. Umhverfis- og skipulagsnefnd Hornafjarðar fjallaði um stækkun kúabúsins á fundi sín- um 12. febrúar síðastliðinn og kem- ur fram í fundargerð að nefndin hafi verið jákvæð gagnvart erindinu. Stærsta kúabúið á Íslandi í dag er í Þverholtum á Mýrum í Borgarbyggð, en þar eru á milli 160 og 170 mjólkandi kýr. Því er ljóst að eftir stækkunina verður kúabúið á Flatey á Mýrum það stærsta á Íslandi. Skinney-Þinganes er í eigu ættingja Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar- flokksins og utanríkis- og forsætisráð- herra, og á hann hlut í fyrirtækinu. Í fyrrnefndri fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar Hornafjarðar kemur fram að Ásgrímur Ingólfsson, formaður nefndarinnar, hafi vikið af fundi á meðan stækkun búsins var rædd en hann er tengist eigendum Skinneyjar-Þinganess. Í gegnum tíðina hefur staða Framsóknar verið sterk í pólitíkinni á Höfn Hornafirði og hefur flokkurinn haft meirihluta undanfarin tólf ár og var með hreinan meirihluta síð- asta kjörtímabil. Eftir sveitarstjórn- arkosningar í vor mynduðu D-listi Sjálfstæðisflokks og E-listi Þriðja framboðsins meirihluta. Framsókn er nú með tvo bæjar fulltrúa af sjö í bæjarfélaginu. Kúabúið að Flatey var í eigu Lífsvals en Landsbankinn yfirtók meirihluta rekstursins 2008. Í fyrrahaust keypti Selbakki, dótturfélag Skinneyjar- Þinganess, reksturinn af bankanum. Jörðin er um 2.500 hektarar. Kaupverð var ekki gefið upp en þegar jörðin var auglýst var ásett verð 480 milljónir. n dagny@dv.is Einn eigenda Halldór Ásgrímsson er einn eigenda útgerðarfyrirtækisins Skinneyjar- Þinganess. Mynd bragi josEfsson Göngin lokuð um helgina Boðuð malbikun í Hvalfjarðar göngum kemur til framkvæmda um næstu helgi og þá verða göngin lokuð frá því kl. 20 föstudagskvöldið 17. október til kl. 6 að morgni mánudags 20. október. „Þetta er fyrsta malbikunin í göngunum frá því voru opnuð 1998 og reyndar hefur slitlagið enst margfalt betur og lengur en nokkur maður þorði að vona þá. Útilokað er að fræsa og malbika nema loka fyrir umferð á meðan og vinna síðan í beit dag og nótt þar til verki lýkur,“ segir á vef Spalar. Stefnt er að því að ljúka öll- um áformuðum verkefnum áður en klukkan slær sex að morgni mánudags 20. október, en ef það tekst ekki verður að loka göngunum aðfaranótt þriðjudags 21. október og jafnvel aðfaranótt miðvikudags 22. október. Reykjanesbær tapaði 21 milljón á víkingasafninu n Safninu lánað fé í fyrra n Bergrisi reistur fyrir þrjár milljónir R eykjanesbær tapaði rúm- lega 21 milljón króna á fé- laginu Íslendingi ehf. sem heldur utan um rekstur og eignarhald á víkinga- safninu Víkingaheimum í bænum. Þetta kemur fram í ársreikningi fé- lagsins sem samþykktur var í sum- ar. Félagið er þekktast fyrir að halda utan um eignarhald á víkingaskip- inu Íslendingi sem Gunnar Marel Eggertsson smíðaði og siglt var til Bandaríkjanna árið 2000 til þess minnast ferða Leifs Eiríkssonar vestur um haf. Skipið er nú til sýn- is á safninu. Reykjanesbær tók félagið yfir árið 2011 með því að breyta rúmlega 100 milljóna króna kröfu á hendur því í hlutafé. Fyrir hafði Reykjanesbær átt 23 prósent í félaginu á móti einkaað- ilum eins og Gunnar Marel Eggerts- syni, GLB Holding, Lykilráðgjöf ehf., Samherja og Olís. Allt í einu stóð bæjarfélagið uppi sem eini eigandi félagsins og hafði breytt 100 milljóna kröfu sinni í hlutafé. Auk Reykjanes- bæjar að verkefninu þá fékk Ís- lendingur einnig 120 milljóna króna styrk til sex ára árið 2005 og rötuðu þeir fjármunir inn í reksturinn. 15 milljarða gat Líkt og DV greindi frá á þriðjudaginn var haldinn neyðarfundur í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar á mánudaginn þar sem rætt var um frumdrög að skýrslu sem endurskoðendafyrirtækið KPMG er að vinna um fjárhagsvanda sveitarfélagsins. Í DV sagði að eitt af atriðunum sem koma munu fram í skýrslunni sé að bæjarfélagið vanti 15 milljarða króna til að geta staðið við þær lögboðnu skuldbindingar sínar að koma skuldum niður fyrir 150 pró- sent af árlegum tekjum. skuldir við bæinn aukast Víkingasafnið er vitanlega ekki stærsta ástæðan fyrir bágri stöðu Reykjanes- bæjar en saga þess er ágætt lítið dæmi um óráðsíu í rekstri sveitarfélagsins síðastliðin ár. Sveitarfélög vilja auð- vitað reisa og reka menningarstofn- anir en í tilfelli víkingasafnsins þá stóð ekki til að fjárfesting bæjarins í því yrði svo mikil. Ójafnað tap félags- ins er nú rúmlega 88 milljónir króna og Reykjanesbær hefur þegar þurft að afskrifa 100 milljóna króna kröfu á fé- lagið og skuldir Íslendings við bæjar- félagið jukust um tæplega 23 milljónir króna á síðasta ári. Ekki tekin ákvörðun um framtíðina Í samtali við DV segir Kjartan Már Kjartansson, nýr bæjarstjóri Reykjanesbæjar, að ekki hafi verið tekin ákvörðun um neitt annað en að bærinn eigi og reki Víkingaheima áfram. „Það hefur svo sem ekki verið rætt í minni tíð að gera neitt annað. Söfn og menningarstofanir, eins og Víkingaheimar, eru í eðli sínu þannig að þær eru reknar með tapi. Þetta er þá frekar spurning um það hvort við ætlum að vera með svona víkinga- safn eða ekki. Það er búið að fjár- festa í húsinu fyrir hundruð milljóna eflaust og kaupa skipið á sínum tíma. Þannig að það er fullt af eignum. En við höfum ekkert farið í smáatriðum í gegnum þessa umræðu, ekki ennþá að minnsta kosti.“ „allt á uppleið“ Valgerður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Víkingaheima, seg- ir að rekstur safnsins sé á uppleið. „Þetta er allt á uppleið. Það eru fleiri gestir og meiri tekjur með hverjum mánuðinum sem líður. Það eru bjartir tímar framundan.“ Aðspurð um stóran bergrisa sem búið er að meitla í stein fyrir utan safnið segir Valgerður að til standi að hann verði 8 til 10 metrar. „Þetta er verkefni sem Jón Adolf listamaður er að vinna fyrir okkur. Við vinnum þetta hægt og hljótt. Hausinn liggur tilbúinn fyrir framan Víkingaheima og það er verið að raða honum í fulla stærð, 8 til 10 metra,“ segir Valgerður og bætir því við aðspurð að kostnaðurinn við ris- ann sé 2 til 3 milljónir króna. n „Það eru bjartir tímar framundan ingi freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Lán frá bænum Árni Sigfússon var bæjar- stjóri í Reykjanesbæ þar til fyrr á árinu. Tap á safninu Tap var á rekstri Víkingaheima í fyrra en Reykjanesbær tók rekstrarfélag þess Íslending yfir árið 2011. Þá skuldaði Íslendingur Reykjanesbær 100 milljónir sem bærinn breytti í hlutafé. Hér sjást safnið og stærðarinnar bergrisi sem búið er að meitla í stein. Mynd sigTryggur ari Æfa neyðarað- stæður og gefa kjötsúpu Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir landsæfingu sunnudaginn 19. október, klukkan 11–15, og býður þjóðinni jafnframt í mat. Alls verða 48 fjöldahjálparstöðvar opnaðar um allt land þar sem sjálfboðalið- ar Rauða krossins standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðar- ástand væri að ræða. Það er klúbbur matreiðslu- meistara sem leggur Rauða krossinum lið á landsæfingunni með því að reiða fram íslenska kjötsúpu. „Á síðustu vikum höfum við sem búum á þessari eyju í Norður- Atlantshafi verið rækilega minnt á kraft óútreiknanlegra náttúruafla. Hættan er ætíð til staðar fyrir alla sem hér eru staddir, þar sem neyð gæti orðið raunin á örskammri stundu. Skapist alvöru neyð er mikilvægt fyrir alla landsmenn, og gesti okkar einnig, að vita hvert á að sækja hjálp og hvar er hægt að komast í öruggt skjól. Rauði krossinn á Íslandi vonast til að sjá sem flesta á landsæfing- unni. Það er hagur okkar allra,“ segir í tilkynningu frá Rauða Krossinum. Á vef samtakanna má sjá allar þær fjöldahjálparstöðvar sem verða opnar á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.