Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Blaðsíða 47
Lífsstíll 47Helgarblað 17.–20. október 2014 Þ etta er svona alhliða endur- hæfing og stuðningur. Við byggjum fólk upp andlega, líkamlega og félagslega, segir Erna Magnúsdóttir, stofn- andi Ljóssins og umsjónarmaður starfsemi þess, um sérstakan hóp innan Ljóssins sem nefnist skvísu- og gæjahópur, og er ætlaður fólki á aldrinum 20 til 40 ára sem greinst hefur með krabbamein. Þróast út í vinskap Erna segir skvísu- og gæjahópinn hafa orðið til í lok árs 2011 í kjölfar þess að fjöldi ungra kvenna, sérstak- lega mæðra, fór að nýta sér starfsem- ina. „Þá bjó ég til hóp í kringum þær og við hittumst alltaf einu sinni í viku. Fyrst með starfsmanni þar sem farið var yfir daginn og veginn. Þær töluðu um hvernig þeim liði, væntingar, vonir og allt annað í daglegu lífi. Svo þróaðist þetta út í að þær urðu svo miklar vinkonur að þær fóru að hitt- ast sjálfar og gera það alltaf núna einu sinni í mánuði á kvöldin í húsnæði Ljóssins, Það var reyndar einn strák- ur með þeim en hann er látinn,“ segir Erna. Þá hafa einstaklingar úr fyrsta hópnum sem myndaðist einnig hist á eigin vegum á kaffihúsum, veitingastöðum og gert ýmislegt fleira saman. „Svo bætist í þenn- an hóp eftir því sem fleiri koma inn, en flestir eru á aldrinum 23 til 40 ára,“ segir Erna. „Ég myndi kalla þetta jafningjastuðning af bestu sort. Þau eru svolítið að spegla sig hvert í öðru,“ bætir hún við. Allir eru jafningjar Erna segir mikla gleði og vináttu ein- kenna skvísu- og gæjahóp Ljóssins og þegar þau hittist sé gjarnan glatt á hjalla. „Yfirleitt eru þau að koma til að spjalla en einstöku sinnum kem- ur einhver inn með fyrirlestur. Þau hlæja saman og það er bara gleði í hópnum. Auðvitað taka þau upp alvarlegri mál líka og ræða þau.“ Að sögn Ernu skiptir það engu máli hvaða krabbamein fólk er að glíma við eða hve veikt það er, það eru allir jafningjar í Ljósinu. „Öll hafa þau sömu tilfinningar og þurfa að byggja sig upp,“ útskýrir hún. Að sögn Ernu hafa sem betur fer ekki margir úr hópnum fallið frá, en það séu þó alltaf einhverjir sem fari. Eins og gengur og gerist í lífinu. Listin hefur lækningamátt Hjá Ljósinu er öllum boðið upp á handverksvinnu og Erna segir marga úr hópnum taka þátt í henni. „Það er líka mikill jafningjastuðningur í handverkinu, fólk er að hjálpast að við að skapa og listin hefur lækn- ingamátt. Fólk hefur til dæmis gam- an af því að útbúa gjafir handa fjöl- skyldumeðlimum. Erna segir handverkið einnig góða leið fyrir einstaklinga til að þjálfa sig upp andlega, líkamlega og félagslega. „Þá hefur sköpunin svo mikið gildi og það skiptir svo miklu máli að sitja ekki bara heima, einn með sínar erfiðu hugsanir, heldur fara út á meðal fólks – spjalla, hlæja og hitta aðra. Hópurinn eflist sífellt Í skvísu- og gæjahópnum eru um 45 manns, en um 15 til 20 eru virkir og taka reglulega þátt í starf- seminni. Að sögn Ernu er þetta öflugur hópur sem er alltaf að efl- ast. „Við erum alltaf að byggja upp nýja hópa og nú hittumst við alltaf einu sinni í viku með fagaðila, ný- greindir einstaklingar.“ Erna segir aðstöðu Ljóssins vera mjög heimilis- og notalega. „Þetta er fjölskylduhús og makar og börn eru velkomin. Það getur styrkt fjölskylduböndin að fjöl- skyldan taki öll þátt í endurhæf- ingunni með þeim veika.“ n Góður jafningjastuðningur n Skvísu- og gæjahópur Ljóssins er mjög öflugur n Mikill vinskapur hefur myndast Hvað er Ljósið? Ljósið er endurhæfingar- og stuðnings- miðstöð fyrir fólk, 18 ára og eldra, sem hefur fengið krabbamein og aðstand- endur þeirra. En aðstandendum, allt niður í 6 ára, er sinnt á sérstökum námskeiðum. Um 300 til 400 manns sækja starfið í hverjum mánuði. Markmið Ljóssins er að húsnæðið sé eins og fallegt heimili þar sem hægt er að koma í kaffihúsastemningu og spjalla við náungann um daginn og veginn. Til að auka virkni og þrek einstaklinga sem fengið hafa krabbamein býður Ljósið upp á fjölbreytta dagskrá sem aðstand- endum er velkomið að taka þátt í. Má þar nefna heilsutengd námskeið, námskeið fyrir nýgreindar konur, fræðslufundi fyrir karlmenn, jógahópa, gönguhópa, líkamsrækt, handverks- hópa, nudd og fleira. Á heimasíðu Ljóssins segir að þátttakendur komi að eigin frumkvæði og áhuga og raði saman dagskrá sem hentar hverju sinni. Þá sé í Ljósinu mikið unnið með lífsgæðin og lífsgleðina og lítið er talað um sjúkdóma og veikindi. Starfsemi Ljóssins er rekin alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00, auk þess sem sérskipulögð námskeið eru á kvöldin og laugardögum. Ljósið er staðsett á Lang- holtsvegi 43, 104 í Reykjavík, í gamla Landsbankahúsinu. HeimAsíðA: Ljosid.org „Öll hafa þau sömu tilfinningar og þurfa að byggja sig upp. sólrún Lilja ragnarsdóttir solrun@dv.is sólrún Lilja ragnarsdóttir solrun@dv.is stofnandi Ljóssins Erna segir um 300 til 400 manns nýta sér starfsemi Ljóssins í hverjum mánuði. gleðin einkennandi Erna segir yfirleitt mikla gleði skapast í skvísu- og gæjahóp Ljóssins, en fólk kemur aðallega saman til að spjalla og hafa gaman. Konur upplýstari en áður n Eini sérfræðingurinn á leið úr landi n Þriðjungur kvenna fer í tafarlausa brjóstauppbyggingu Þ egar kona greinist með brjóstakrabbamein eru tvær leiðir í boði til að fjarlægja meinið. Annars vegar fleyg- skurður þar sem aðeins er tekinn hluti af brjóstinu og hins vegar brjóstnám þar sem allt brjóstið er tek- ið. Er það metið hverju sinni hvor að- gerðin hentar betur og konan er höfð með í þeirri ákvarðanatöku. Þá er þessum aðgerðum stundum fylgt eftir með geislameðferð. Sé krabbameinið illkynja er hugsanlegt að aðgerðum sé fylgt eftir með brottnámi eitla og með andhormónameðferð eða krabba- meinslyfjameðferð sem hefur áhrif á allan líkamann. ekki alltaf hægt að fara tafarlaust Margar konur velja að fara í brjósta- uppbyggingu eftir að brjóst hefur verið fjarlægt. Slík uppbygging getur annaðhvort verið tafarlaus eða síð- búin. Tafarlaus uppbygging er gerð í sömu aðgerð og brjóstnámið sjálft en síðbúin uppbygging yfirleitt að minnsta kosti einu ári eftir brjóstnám. Um þriðjungur kvenna sem gang- ast undir brjóstnám hér á landi fer í tafarlausa uppbyggingu. Ýmsar frá- bendingar geta verið gegn tafarlausri uppbyggingu, eins og til dæmis slæmt almennt heilsufar, þá einkum hjarta-, æða- eða lungnasjúkdómar, reyk- ingar og ef þörf er á geislameðferð eft- ir brjóstnám. Á leið úr landi Nú er þó komin upp erfið staða á Landspítalanum því eini læknirinn sem sinnt hefur tafarlausum brjósta- uppbyggingaraðgerðum er á leið úr landi. Eftir brotthvarf hans verða að- eins eftir tveir skurðlæknar hér á landi sem sinna brjóstakrabbameinsað- gerðum og eru þeir báðir um sjötugt. Í samtali við Vísi.is í vikunni sagði Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlæknafélags Íslands, að hann vissi aðeins til þess að einn Íslending- ur væri í sérnámi í brjóstaskurðlækn- ingum erlendis. Hann vonast til að sá flytji heim að námi loknu, en það yrði þó í fyrsta lagi eftir fimm ár. Ef staðan helst óbreytt þangað til verður vænt- anlega ekki hægt að bjóða upp á tafar- lausar brjóstauppbyggingaraðgerðir á Landspítalanum. Heilbrigðar konur fara í brjóstnám Það eru þó ekki bara konur sem grein- ast með brjóstakrabbamein sem fara í brjóstnám, heldur fara æ fleiri heil- brigðar konur í fyrirbyggjandi brjóst- nám. Er þá um að ræða konur sem greinst hafa með stökkbreytingu í BRCA1- eða BRCA2-genum. Ef kona vill komast að því hvort hún beri umrætt gen þarf hún að fara í erfðarannsókn. Um þrjátíu heilbrigð- ar konur hér á landi hafa greinst með þessi stökkbreyttu gen frá árinu 2012 og um 40 prósent þeirra hafa valið að fara í brjóstnámsaðgerð. mikil fjölgun frá árum áður Er þetta mikil afjölgun frá árunum 2008 til 2012 og í samtali við RÚV í fyrravor sagði Kristján Skúli Ásgeirs- son brjóstaskurðlæknir að fjölgun- in væri svipuð og í nágrannalöndun- um. Þá sagði hann ástæðurnar fyrir fjölguninni vera margar. Til að mynda væru konur upplýstari um möguleika sína en áður og sæktust því meira eft- ir slíkum aðgerðum. Þá væru þær eflaust meðvitaðri um mögulega áhættuminnkun, en slíkar brjóst- námsaðgerðir geta dregið úr líkum á því að fá brjóstakrabbamein um allt að 97 prósentum. Kristján sagði það einnig skipta máli að aðgerðirnar væru öruggari en áður og uppbygging brjósta fullkomnari. Það vakti mikla athygli á síðasta ári þegar Angelina Jolie lét fjarlægja á sér bæði brjóstin í kjölfar þess að hún greindist með stökkbreytingu í BRCA1-geni, en móðir hennar lést einmitt úr brjóstakrabbameini. Sú mikla umfjöllun sem brjóstnám Jolie fékk á sínum tíma virðist hafa gert kon- ur enn meðvitaðri um brjóstakrabba- mein. Eflaust er því hægt að tengja fjölgun brjóstnámsaðgerða að ein- hverju leyti til hennar. n eini sérfræðingurinn á leið úr landi Eini brjóstakrabbameinslæknirinn sem fram- kvæmt hefur tafarlausar brjóstauppbyggingaraðgerðir á Landspítalanum er á leið úr landi. Brjóstnám Angelina Jolie sagði frá því að hún hún hefði látið fjarlægja bæði brjóst sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.