Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 17.–20. október 2014 Fólk Viðtal 33 faðir hennar býr. „Ég fann bara að ég þyrfti að fara þangað. Ég fann að ég myndi ekki hafa annað tækifæri til þess. Ég hef fundið ýmislegt á mér og drifið mig í að gera hluti fyrir vikið.“ Berglindi fannst gott að koma heim, en var engu að síður orðin mjög kvalin. Þegar hún kom aftur til borgarinnar eftir sveitaferðina var hún raun hálf meðvitundar- laus af verkjum. Hjúkrunarfræðing- ur frá heimahjúkrun Karitas spurði hana því hvort hún væri tilbúin til að fara í hvíldarinnlögn inn á líknar- deild. „Þarna var ég búin að fá nóg og samþykkti það strax. Ég spurði hana samt hvort það væru einhverjar líkur á því að ég kæmi út aftur, ef ég færi þangað inn. Svarið var að um helm- ingur af hennar skjólstæðingum kæmust heim aftur.“ Berglindi fannst gott að heyra það, en vildi fá hvíld. „Ég man eftir að hafa komið hing- að en svo ekki meira fyrr en þremur sólar hringum síðar. Ég var í lyfja- og verkjamóki.“ Var orðin sátt við að fara Hún var með sýkingu og byrjunar- einkenni lifrarbilunar sem ekkert var hægt að meðhöndla. „ Líkaminn var í raun bara að gefast upp og þarna var mér sagt að ég væri það veik að það gæti brugðið til beggja vona.“ Fjölskylda Berglindar var því kölluð saman og gerð grein fyrir alvarleika stöðunnar. Sjálf man hún hins vegar mjög lítið eftir þessum tíma. „Ég var orðin svo þreytt þegar læknirinn sagði við mig að það gæti brugðið til beggja vona, að mér var eiginlega alveg sama. Ég var bara búin að fá nóg. Ef ég færi þá væri það bara allt í lagi. Ég var búin að vera svo ógeðslega kvalin og líða illa svo lengi að mér var eiginlega bara létt. Ég hélt alltaf að ég yrði hrædd, en ég fann bara einhverja ró.“ Óttaðist að verða ósjálfbjarga En verkefnum Berglindar í þessu lífi var greinilega ekki lokið, því hún kom aftur til baka. Það er ljóst að hér er mikill baráttujaxl á ferð, en um leið og henni fór að líða betur varð hún æst í að komast heim, og heim fór hún. Hún fór þó fljótlega að finna aftur fyrir verkjum þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingarnir frá Karitas reyndu að verkjastilla hana. „Mamma og maðurinn minn voru auðvitað hjá mér en ég gat ekki látið þau hugsa um mig. Ég ákvað því að snúa aftur á líknardeildina og er búin að vera hér síðan.“ Berglind þarf í raun orðið hjálp við allar daglegar athafnir, bæði vegna þess hvernig sjúkdómurinn hefur þróast og af því líkaminn missir fljótt styrk við svo mikla rúmlegu. „Ég þarf hjálp tveggja bara við að standa upp. Þetta er það sem ég óttaðist alltaf mest, alveg frá því ég greindist fyrst með meinvörp, og vissi að svona myndi þetta fara. Þetta er tímapunkt- urinn sem ég óttaðist, að verða ósjálf- bjarga. Ég er komin á þann stað núna,“ segir Berglind sem sýnir ótrúlegan styrk á meðan hún ræðir hlutina jafn hreinskilnislega og raun ber vitni. Kvíðir ekki dauðanum En hvernig líður henni andlega á þessari stundu? „Ég er bara mjög ró- leg,“ segir Berglind yfirveguð. „Mér líður ekki illa, og það er mjög skrýtið að segja það. Þetta er allt í lagi. Ég er búin að vita það svo lengi að þetta myndi fara svona, en það er samt leiðinlegt að vera komin á þennan stað. Dauðinn er eitthvað sem ég kvíði ekki. Ég hugsa að mörgu leyti sé ég í raun heppin að hafa fengið tíma til að sætta mig við að hlutirnir hafi farið svona. Það eru margir sem veikjast skyndilega og fara kannski héðan ósáttir. Dauðinn er eitthvað sem allir ganga í gegnum og það get- ur ekki verið að hann sé vondur. Ég er ekki hrædd við að deyja,“ segir Berglind hægt en ákveðið af mikilli yfirvegun. Erfiðast finnst henni að vita hvað þetta tekur á fólkið hennar, hvað „Ég er ekki hrædd við að deyja“ „Það sem hefur verið erfiðast að temja sér er að hætta að lifa fyrir framtíðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.