Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2014, Blaðsíða 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 17.–20. október 2014
Króknaður kóngur í KSÍ-ríki
Þ
egar ljóst varð að ég myndi
ekki ná miða á stórleik Ís-
lands og Hollands á dögun-
um kom smá vonarglæta í
tilveruna. Samstarfsmaður
minn minnti mig nefnilega á að
ég væri blaðamaður og ætti því
möguleika á að fá pressupassa á
leikinn. Jackpot! Sæti á besta stað
í stúkunni, kaffi, kleinur og kruðerí
eins og ég gæti í mig látið og eina
sem ég þyrfti að gera væri að skrifa
nokkur orð um leikinn fyrir DV.is.
Ég var til í að fórna mér í slíka sjálf-
boðavinnu á mánudagskvöldi fyrir
slík fríðindi.
Á leikdag fékk ég staðfestingu á
því að mín biði miði á leik-
inn í afgreiðslunni á
skrifstofu KSÍ þang-
að sem ég sótti hann.
Ég hafði aldrei verið
blaðamaður á lands-
leik. Ég vissi ekki
einu sinni hvar blaða-
mannastúkan er –
aldrei pælt í því. Mér var
sagt að þrátt fyrir að blaða-
menn þurfi að hafa með sér far-
tölvur og aðrar rándýrar græjur, sitji
þeir úti undir berum himni eins og
aðrir miðaeigendur. Ókei, lifum það
af. Mér var ráðlagt að klæða mig vel.
Ég pakkaði mér inn til pólfarar. Fór
í ullarföðurlandið, þykka peysu,
ullarsokka, setti á mig húfu, trefil og
vettlinga. Í töskunni var ég með far-
tölvuna mína, skrifblokk og penna.
Farsímann í brjóstvasanum. Fær í
flestan sjó.
Ég hafði miklar áhyggjur af því
fyrirfram að fokdýra raðgreiðslu-
tölvan mín myndi fara illa í bruna-
gaddinum á Laugardalsvelli og þær
áhyggjur dvínuðu ekkert meðan ég
hjólaði á völlinn. Það var kalt. Ég
arkaði inn í blaðamannaherbergið,
ég hafði fundið það. Þar var röð af
stólum, borð og á veggnum hékk
lykilorðið að þráðlausa netinu sem
við gætum notað. Í næsta herbergi
pikkuðu fulltrúar erlendra
fjölmiðla á lyklaborð sín.
Mér til mikillar hamingju
kom ég auga á veitinga-
borðið. Drekkhlað-
ið samlokum, snúð-
um, kökum, tertum og
kleinum. Og kaffi, ó, hið
ljúfa kaffi. Ég gúffaði í mig
kleinu og skolaði henni
niður með einum rjúkandi
heitum bolla og hugsaði: „Olræt.
Blaðamaðurinn, er kóngur í KSÍ-
ríki. Ég gæti vel vanist þessu.“
Það fór vel um mig þegar flaut-
að var til leiks. Þetta frost var ekkert
að bíta á mig, vakúmpakkaðan í öll
mín fínustu útivistarföt. Ég ákvað
að hripa niður helstu atvikin og rífa
svo upp tölvuna þegar til tíðinda
drægi. Í prufukeyrslunni fyrir leik
komst ég fljótt að því að þráðlausa
netið sem virkaði í blaðamanna-
bönkernum dreif ekki út fyrir dyrn-
ar í stúkuna. Einn kollegi gaukaði
því að mér að ég þyrfti líklega að
logga mig á annað þráðlaust net
þarna úti. Það reyndist rétt. En
vissu útlendingarnir það?
Með laskað netsamband reif ég
upp tölvuna strax á 9. mínútu. Ís-
land hafði skorað og það varð að
segja frá því. Ótrúleg tíðindi. Ég á
Macbook Air-tölvu og fyrir þá sem
ekki vita þá er hún að mestu úr áli.
Málmi sem kólnar hratt í skilyrð-
um eins og í Laugardal á mánu-
dagskvöld. Eins og staur sem þú
gætir hafa freistast til að sleikja
sem krakki og til að athuga hvort
þú festist við. Ég reif mig úr hönsk-
unum og hóf að pikka. Eftir 10
mínútna baráttu við tæknina kom
ég fréttinni út. Þá var ég hættur að
geta beygt puttana. Ég var freðinn
inn að beini. Ég var eins og níræð-
ur kall með gigt og það var tap-
aður leikur að ætla sér að nota
fingrasetninguna í frostinu. Ég var
kominn í tveggja putta pikkið.
Pólfararhjúpurinn hafði verið
rofinn. Kuldinn hafði læst í mig
klónum og læðst inn að kjarna. Það
var ekki aftur snúið. Ég fékk mér
meira kaffi. Skammgóður vermir.
Tölvan var eins og hraðfrysti-
hólf svo ég ákvað að pakka
henni aftur inn og sitja
með hana í kjöltunni til
að halda á henni hita.
Þegar líða tók á hálf-
leikinn kom skjálftinn.
Ég saug sultardropana
upp í nös og fylgdist
hugfanginn og stoltur
með framgöngu strák-
anna okkar gegn hollensku
stórstjörnunum. Það glamraði í
tönnunum á mér.
Annað mark! Hvílíkt og annað
eins! Hugsaði ég og blótaði for-
réttindaógæfu minni eilítið því ég
yrði að endurtaka kuldaferlið með
tölvuna. Kaffi og kleinur stóðu í
kokinu á kollegum mínum allt í
kring. Þetta var ótrúleg staða. Ég
brosti út að eyrum. Ég hafði raun-
ar byrjað að brosa á 9. mínútu eft-
ir fyrra markið. Ég gat bara ekki
hætt. Brosið var frosið á andlitinu
á mér. Ég gæti þó notað hálfleikinn
til að hlýja mér í blaðamannabönk-
ernum. Fengið mér meira kaffi. Ég
rifjaði upp öll helstu trikk Bear
Grylls til varnar ofkælingu. Notaði
þau. Takk Discovery Channel. Ég
leit í kringum mig og furðaði mig
á því af hverju enginn annar væri
að krókna. Þarna sátu menn sem
sáu um beinar textalýsingar frá
leiknum á sínum miðlum.
Ekki voru þeir að pikka
í hönskum. Eða hvað?
Er ég svona mikill
aumingi?
Ég fékk mér enn
meira kaffi. Klukk-
an var að ganga níu
og ég er ekki vanur að
drekka kaffi á kvöldin.
Ég var hættur að greina
hvort kjálkinn á mér væri að nötra
sökum kulda eða koffíns. Að hugsa
sér, ég hefði getað setið heima í
hlýju með bjór og horft á leikinn á
RÚV og ekki þurft að hafa áhyggjur
af því að verða fyrsti blaðamaðurinn
til að verða úti í stúkunni á Laugar-
dalsvelli. Engum virtist vera kalt
nema mér. Hvað er að mér?
Síðari hálfleikur var tíðinda-
laus og tölvan fékk frið til leiksloka.
Hugleiðingar og helstu atvik hrip-
aði ég hjá mér með penna, íklædd-
ur hönskum. Blekið var við það
að frjósa í hylkinu. Ég hafði pakk-
að tölvutöskunni inn í teppi sem
blaðamenn fá skaffað og vafði
því aðeins um mig líka. Ég leit í
kringum mig, var ég virkilega eini
auminginn sem var að nýta mér
teppin?
Ég þiðnaði fljótt þegar leik var
lokið. Klakabunkinn brotnaði utan
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
Sunnudagur 19. október
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
07.00 Morgunstundin okkar
07.01 Smælki (1:26)
07.04 Kalli og Lóla (19:26)
07.15 Tillý og vinir (29:52)
07.26 Kioka (46:52)
07.33 Pósturinn Páll (5:13)
07.48 Ólivía (31:52)
07.59 Sebbi (31:31)
08.10 Kúlugúbbarnir (7:26)
08.34 Tré-Fú Tom (24:26)
08.56 Um hvað snýst þetta
allt? (37:52)
09.00 Disneystundin (41:52)
09.01 Finnbogi og Felix (11:13)
09.24 Sígildar teiknimyndir
09.30 Nýi skólinn keisarans
09.53 Millý spyr (62:78)
10.00 Chaplin (10:50)
10.06 Undraveröld Gúnda
10.20 Fisk í dag e (1:8)
10.30 Óskalög þjóðarinnar e
(1:8) (1944-1953)
11.25 Hraðfréttir e
11.45 Nautnir norðursins 888
e (7:8) (Noregur - fyrri hluti)
12.15 Djöflaeyjan (3:27) 888 e
12.45 Villta Arabía e (2:3)
(Wild Arabia)
13.35 Litir ljóssins 888 e
14.20 Gasland e
16.05 Sitthvað skrítið í náttúr-
unni e (Nature's Weirdest
Events)
17.00 Vísindahorn Ævars e
17.10 Táknmálsfréttir (49)
17.20 Stella og Steinn (18:42)
17.32 Sebbi (3:40)
17.44 Ævintýri Berta og Árna
17.49 Hrúturinn Hreinn (2:10)
17.56 Skrípin (24:52)
18.00 Stundin okkar (3:28)
18.25 Basl er búskapur (1:10)
(Bonderøven)
19.00 Fréttir
19.20 Veðurfréttir
19.25 Íþróttir
19.40 Landinn (6) 888
20.10 Vesturfarar (9:10)
20.50 Hraunið (4:4)
Æsispennandi íslensk
sjónvarpssería og sjálfstætt
framhald þáttaraðarinnar
Hamarsins. Umdeildur
útrásarvíkingur finnst
látinn og í fyrstu lítur út
fyrir að um sjálfsvíg sé að
ræða. Aðalhlutverk: Björn
Hlynur Haraldsson, Atli
Rafn Sigurðarson, Heiða
Rún Sigurðardóttir, Jóhann
G. Jóhannsson, Jón Páll Eyj-
ólfsson, María Ellingsen o.fl.
Leikstjóri: Reynir Lyngdal.
Atriði í þáttunum eru ekki
við hæfi ungra barna.
21.45 Downton Abbey 8,8 (1:8)
Breskur myndaflokkur
sem gerist upp úr fyrri
heimsstyrjöld og segir frá
Crawley-fjölskyldunni og
þjónustufólki hennar.
22.55 Vafasöm fjármögnun 5,7
(Elles) Franskur spennu-
tryllir frá 2011. Juliette
Binoche leikur blaðakonu
sem fær það verkefni að
fjalla um skipulagt vændi
háskólanema. Rannsóknin
hefur djúp áhrif á hana og
mörkin milli eigin einkalífs
og viðfangsefnisins verða
óskýr. Leikstjóri: Malgorzata
Szumowska. Atriði í
myndinni eru ekki við hæfi
barna.
00.30 Afturgöngurnar (3:8) (Les
revenants) Atriði í þáttun-
um eru ekki við hæfi barna.
01.20 Útvarpsfréttir
10:10 Þýski handboltinn
11:35 Spænski boltinn 14/15
13:15 Spænski boltinn 14/15
14:55 Undankeppni EM 2016
16:35 Euro 2016 - Markaþáttur
17:25 Moto GP
18:25 Undankeppni EM 2016
(Ísland - Holland)
20:05 Pepsí deildin (FH - Stjarnan)
22:05 Þýsku mörkin
22:35 Meistaradeild Evrópu -
fréttaþáttur
23:05 UFC Unleashed 2014
23:50 NBA
09:00 Premier League
10:40 Premier League
12:20 Premier League
14:50 Premier League
(Stoke - Swansea)
17:00 Premier League
(Arsenal - Hull)
18:40 Premier League
(QPR - Liverpool)
20:20 Premier League
(Burnley - West Ham)
22:00 Premier League
(Stoke - Swansea)
23:40 Premier League
(Everton - Aston Villa)
07:30 My Cousin Vinny
09:30 You've Got Mail
11:30 The Jewel of the Nile
13:15 Fun With Dick and Jane
14:45 My Cousin Vinny
16:45 You've Got Mail
18:45 The Jewel of the Nile
20:30 Fun With Dick and Jane
22:00 Pacific Rim
00:10 Dredd
01:45 Game of Death
03:25 Pacific Rim
15:40 The Carrie Diaries
16:25 World Strictest
Parents (3:6)
17:25 Friends With Benefits (9:13)
17:45 Silicon Valley (8:8)
18:10 Guys With Kids (15:17)
18:35 Last Man Standing (11:18)
19:00 Man vs. Wild (2:13)
19:45 Bob's Burgers (14:23)
20:10 American Dad (3:20)
20:35 The Cleveland Show (16:22)
21:00 Eastbound & Down 4 (7:8)
21:30 The League (8:13)
21:55 Almost Human (8:13)
22:40 Graceland (7:13)
23:20 The Vampire Diaries (14:23)
00:00 Man vs. Wild (2:13)
00:45 Bob's Burgers (14:23)
01:10 American Dad (3:20)
01:35 The Cleveland Show (16:22)
02:00 Eastbound & Down 4 (7:8)
02:25 The League (8:13)
02:50 Almost Human (8:13)
17:20 Strákarnir
17:45 Friends (10:24)
18:05 Little Britain (7:8)
18:35 Modern Family (8:24)
19:00 Two and a Half Men (4:22)
19:25 Viltu vinna milljón? (4:19)
20:15 Suits (6:12)
21:00 The Mentalist (18:24)
21:40 The Tunnel (1:10)
22:30 Sisters (21:22)
23:20 Hunted
00:20 Viltu vinna milljón? (4:19)
01:05 Suits (6:12)
01:50 The Mentalist (18:24)
02:30 The Tunnel (1:10)
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:01 Strumparnir
07:25 Ævintýraferðin
07:35 Könnuðurinn Dóra
08:00 Algjör Sveppi
08:05 Doddi litli og Eyrnastór
08:15 Latibær
08:25 Elías
08:35 Tommi og Jenni
08:55 Grallararnir
09:15 Ben 10
09:40 Kalli kanína og félagar
09:50 Villingarnir
10:15 Ozzy & Drix
10:35 Lukku láki
11:00 Scooby-Doo!
11:20 iCarly (20:25)
11:45 Töfrahetjurnar (4:10)
12:00 Nágrannar
12:20 Nágrannar
12:40 Nágrannar
13:00 Nágrannar
13:20 Nágrannar
13:40 Stelpurnar (4:10)
14:05 Heilsugengið (2:8)
14:25 Meistaramánuður (3:4)
14:45 Veep (8:10)
15:15 Mike & Molly (16:23)
15:40 Louis Theroux: Extreme
Love - Dementia
16:45 60 mínútur (3:52)
17:30 Eyjan (8:16)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Sportpakkinn (60:100)
19:10 Ástríður (10:12)
19:35 Sjálfstætt fólk (4:20)
20:10 Neyðarlínan (5:7) Önnur
þáttaröðin með dagskrár-
gerðarkonunni Sigrúnu Ósk
Kristjánsdóttur sem fylgir
eftir sögum fólks sem hringt
hefur í Neyðarlínuna á ögur-
stundu. Raunveruleg símtöl
viðmælenda þar sem kallað
er eftir hjálp eru spiluð og
rætt við sjúkraflutninga-
menn, lækna, björgunar-
sveitarmenn, neyðarverði
og aðstandendur.
20:35 Rizzoli & Isles (13:16)
21:20 Homeland 8,5 (3:12)
Fjórða þáttaröð þessarra
mögnuðu spennuþátta
þar sem við höldum áfram
að fylgjast Með Carrie
Mathieson, starfsmanni
bandarísku leyniþjón-
ustunnar. Líf hennar er
alltaf jafn stormasamt og
flókið, föðurlandssvikarar
halda áfram að ógna öryggi
bandarískra þegna og hún
og Sal takast á við erfiðasta
verkefni þeirra til þessa.
22:10 The Knick 8,6 (10:10)
Glæný þáttaröð með Clive
Owen í aðalhlutverki. Hún
fjallar um lækna og hjúkr-
unarkonur á Knickerbocker
sjúkrahúsinu í New York í
upphafi tuttugustu aldar.
23:10 60 mínútur (4:52)
00:00 Eyjan (8:16)
00:50 Daily Show: Global Edition
01:15 Outlander (1:16) Magn-
aðir þættir sem fjalla um
hjúkrunarkonuna Claire
Beauchamp en hún vinnur
við að hjúkra særða her-
menn í seinni heimsstyrj-
öldinni. Á dularfullan er hún
allt í einu komin til ársins
1743 og er stödd í miðju
borgarastríði í Skotlandi.
02:20 Legends (5:10)
03:05 Boardwalk Empire (6:8)
04:00 What's Your Number
05:45 Fréttir
06:00 Pepsi MAX tónlist
10:45 The Talk
11:25 The Talk
12:05 The Talk
12:45 Dr.Phil
13:25 Dr.Phil
14:05 Survivor (2:15)
14:50 Kitchen Nightmares (4:10)
15:35 Growing Up Fisher (5:13)
16:00 The Royal Family (5:10)
16:25 Welcome to Sweden (5:10)
16:50 Parenthood (4:22)
17:35 Remedy (4:10)
18:20 Reckless (7:13)
19:05 Minute To Win It
Ísland (5:10)
20:05 Gordon Ramsay Ultima-
te Cookery Course (16:20)
Frábærir þættir þar sem
Gordon Ramsey snýr aftur
í heimaeldhúsið og kennir
áhorfendum einfaldar
aðferðir við heiðarlega
heimaeldamennsku.
20:30 Red Band Society (2:13)
Allir ungu sjúklingarnir í Red
Band Society hafa sögu að
segja og persónuleg vanda-
mál að yfirstíga. Vandaðir
og hugljúfir þættir fyrir alla
fjölskylduna.
21:15 Law & Order: SVU (10:24)
22:00 Fargo 9,1 (4:10) Fargo eru
bandarískir sjónvarps-
þættir sem eru skrifaðir
af Noah Hawlay og eru
undir áhrifum samnefndrar
kvikmyndar Coen bræðra
frá árinu 1996 en þeir eru
jafnframt framleiðendur
þáttanna.
22:50 Hannibal 8,6 (4:13)
Önnur þáttaröðin um lífs-
nautnasegginn Hannibal
Lecter. Rithöfundurinn
Thomas Harris gerði hann
ódauðlegan í bókum
sínum og kvikmyndir sem
gerðar hafa verið, hafa
almennt fengið frábærar
viðtökur. Þótt erfitt sé að
feta í fótspor Anthony
Hopkins eru áhorfendur
og gagnrýnendu á einu
máli um að stórleikarinn
Mads Mikkelsen farist það
einstaklega vel úr hendi.
Heimili fjöldamorðingins,
mannætunnar og
geðlæknirisins Hannibals
Lecter er á SkjáEinum. Lög-
reglan er kölluð út þegar lík
finnst á engi. Beverly heldur
áfram að ráðfæra sig við
Will á laun um morðmál.
23:35 Ray Donovan 8,2 (7:12)
Vandaðir þættir um
harðhausinn Ray Donovan
sem reynir að beygja lög og
reglur sem stundum vilja
brotna. Spennan magnast
þegar öll Donovan
fjölskyldan kemur saman
í tilefni af afmæli Conors.
Eltihrellir Ashley snýr aftur.
00:25 Scandal (17:18)
01:10 The Tonight Show
01:55 Fargo (4:10)
02:45 Hannibal (4:13)
03:30 Pepsi MAX tónlist
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Helgarpistill
af puttunum á mér og ég gat á end-
anum skrifað frétt um úrslitin, en þó
nánast á hlaupum því ég elti kollega
mína áttavilltur, að svæðinu þar sem
viðtölin eru tekin og blaðamanna-
fundurinn fer fram. Ég er ekki íþrótta-
blaðamaður svo ég er ekki vanur því
að komast svo nálægt mönnum eins
og Robin Van Persie og Arjen Robben,
sem ég hef dáðst að gegnum sjón-
varpsskjáinn í tæpan áratug, að ég
geti fundið lyktina af rakspíranum
þeirra. Ég stóðst freistinguna að bola
yfir mig. Fylgdist bara með, smellti af
nokkrum myndum og skráði niður
komment.
Stúkan fyrir utan var
orðin tóm. Nokkrir starfs-
menn og harðir stuðn-
ingsmenn af yngstu
kynslóðinni stóðu fyr-
ir utan leikvanginn í
leit að áritunum og sel-
fies með íslensku átrún-
aðargoðunum, sem lyft
höfðu grettistaki og lagt
Golíat undir flóðljósunum á
Laugardalsvelli.
Þegar ég var kominn heim og
hélt áfram að vinna úr því efni sem
ég hafði sankað að mér eftir leikinn
sá ég ekki eftir neinu þó að klukkan
væri orðin margt og vinnudagurinn
orðinn langur. Ég hafði verið á staðn-
um, á besta stað, með kaffi og kleinur
að krókna úr kulda, þegar Ísland vann
sögulegan 2–0 sigur á bronsliðinu frá
HM í Brasilíu í sumar. Ekki það að ég
hafi ekki borið virðingu fyrir íþrótta-
blaðamanninum fyrir, en ég
fékk innsýn og fann til auk-
innar virðingar fyrir þeirra
störfum. Þetta leggja þeir
margoft á sig, í öllum veðr-
um. Margir þarna voru
eins og ég – knattspyrnu-
áhugamenn að skrifa um
leikinn sem þeir elska. Ör-
ugglega utan vinnutíma og
í sjálfboðavinnu – eða því sem
næst, eins og ég.
Þegar öllu var á botninn hvolft var
þetta mergjað kvöld og mögnuð upp-
lifun. Ég lá auðvitað andvaka eftir alla
kaffidrykkjuna en kýs að líta á hjart-
sláttartruflanirnar sem lítil gleðihopp
í hjartanu. Stundum er kalt en þá er
bara að finna ylinn í klakabeltinu.
Hann er þarna einhvers staðar. n
„Ég var hættur að
greina hvort kjálk-
inn á mér væri að nötra
sökum kulda eða koffíns.