Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 11.–13. nóvember 20142 Fréttir Lónandi fíkniefnasali Lögreglan á Suðurnesjum stóð nýlega fíkniefnasala að verki. Að sögn lögreglu lónaði salinn á reiðhjóli umhverfis kyrrstæða bifreið í Keflavík. Hann og öku- maður bifreiðarinnar tóku síðan tal saman og fór hjólamaðurinn í úlpuvasa sinn og rétti ökumanni eitthvað. Þegar lögreglumenn stöðvuðu þann fyrrnefnda var hann með kannabisefni í úlpu- vasanum. Hann var handtekinn. Ökumaðurinn var með tvo poka af kannabisefnum og viður- kenndi hann kaup sín á fíkniefn- um. Hann var einnig handtekinn. Karlmaður yfirheyrður Maðurinn sem grunaður er um að hafa brotið gegn fatlaðri konu á Sólheimum í Grímsnesi hef- ur nú verið yfirheyrður af lög- reglunni á Selfossi. Konan hefur auk þess verið yfirheyrð og talið er að rannsókn málsins ljúki síðar í þessum mánuði. Mbl.is greindi frá þessu á mánudag. Heimildir DV herma að maðurinn hafi gef- ið konunni áfengi og síðan brot- ið á henni kynferðislega. Starfs síns vegna hefur hann aðgang að bæði börnum og fötluðu fólki, en hann mun þó ekki vera starfs- maður Sólheima. Svikari á Selfossi Í dagbók síðastliðinnar viku hjá lögreglunni á Selfossi, sem birt var á mánudag, var sagt frá heldur sérkennilegum atburði. Ónefndur maður tapaði seðla- veski sínu fyrir utan Samkaup. Annar maður fann veskið og skilaði því samviskusamlega inn í verslunina. Stuttu síðar kom þriðji maðurinn inn í verslunina og sagðist hafa tapað veski sínu fyrir utan. Starfsfólk vissi ekki betur og afhenti manninum vesk- ið. Síðar kom í ljós að maðurinn átti ekki umrætt veski. „Lögreglan veit hver svikarinn er og málið er í rannsókn,“ segir í dagbók. „ALLt hefur verið sviKið“ Þ að sem ég ætla að tala um er læknaflóttinn, hvernig við erum að missa dýrmæta sér- fræðiþekkingu úr landi og hvernig Ísland er ekki leng- ur samkeppnishæft,“ sagði Kári Örn Hinriksson, blaðamaður og krabba- meinssjúklingur, í samtali við DV í gær, mánudag, stuttu áður en hann flutti ræðu sína á öðrum fundi Jæja- mótmælanna á Austurvelli. „Við þurfum að fá þessa lækna heim aftur, álagið er gífurlegt og launakjörin eru hlægileg miðað við annars staðar,“ segir Kári Örn enn fremur en hann hefur barist við krabbamein allt frá árinu 2006. „Þetta er allt að gerast á sama tíma og kostnaðarhlutur fársjúks fólks er að aukast. Sumir þurfa hrein- lega að neita sér um heilbrigðisþjón- ustu eða lyf vegna þess að það hefur hreinlega ekki efni á því,“ segir Kári Örn sem þekkir það vel á eigin skinni hvernig kostnaðarhlutfall sjúklinga hefur aukist á síðustu árum. Hann segir íslenskt heilbrigðiskerfi komið á ákveðna endastöð og við því þurfi að bregðast þegar í stað. Um 2500 manns mættu á mót- mælin, en þar var fókusinn settur á að standa sérstaklega vörð um heil- brigðiskerfið, sýna starfsfólki heil- brigðiskerfisins samstöðu og mót- mæla auknum kostnaði almennings í heilbrigðisþjónustu. „Almenningur greiðir nú um fimmtung allra heil- brigðisútgjalda úr eigin vasa og sem dæmi þá getur kostnaður krabba- meinssjúklinga numið hundruðum þúsunda króna á ári hverju,“ segir meðal annars á Facebook-síðu mót- mælanna. Vettvangur fyrir almenning Kári Örn segir íslensk stjórnvöld ekki átta sig á því í hvað stefnir. Öllu fögru hafi verið lofað fyrir kosningar en veruleikinn sem blasi við í dag sé allt annar. „Allt hefur þetta verið svikið. Það sést svart á hvítu í fjárlögum síð- ustu tveggja ára að heilbrigðiskerfið er ekki ofarlega á stefnu ríkisstjórnar- innar. Það birtist líka í þeim skætingi sem þeir sem gagnrýna stefnu ríkis- stjórnarinnar í heilbrigðis málunum fá.“ Leifur Eiríksson er einn skipu- leggjenda mótmælanna. „Við erum ekki að þykjast vera krafa fólksins. Við erum að búa til vettvang fyrir hana til að koma fram. Við erum að miðla þessari upplifun og koma fólki sem langar til að tjá sig á sameigin- legan stað til þess, enda á samfélag- ið að vera með í opinberri umræðu, því annars er hún hvorki opin né ber,“ segir Leifur í samtali við DV og bætir við að enginn einn leiðtogi sé í hópnum. „Við trúum á skipulag og við trú- um á samtakamátt fólks, þegar það kemur sér saman um að gera eitt- hvað gott, en ekki að neinn sé hæf- ari en annar til að stjórna,“ segir Leif- ur sem bætir við að fleiri mótmæli séu fyrirhuguð. „Við viljum endi- lega endurnýja fólkið, svo við séum alltaf að passa upp á að skoðanir sem flestra séu að koma fram, að það ríki jafnræði í því.“ Klúður, spilling og misskipting „Ég held að ég sé bara eins og mörg þúsund Íslendingar, einhvern veg- inn búinn að fá mig fullsaddan af holskeflu frétta af klúðri og spillingu og misskiptingu í samfélaginu,“ seg- ir Guðmundur Hörður Guðmunds- son, sem kom einnig að skipulagi mótmælanna: „Maður þarf að velja á milli þess að kúldrast einn með þetta, pósta á Facebook og nöldra á kaffi- stofunni, eða gera eitthvað í hlutun- um. Þetta er bara komið á það stig.“ Guðmundur Hörður segist finna mikinn meðbyr með mótmælun- um. „Við fundum það við síðustu mótmæli að það var greinilega orðin mikil óþreyja hjá fólki en ég held að þessu sé ekkert lokið,“ segir Guð- mundur og bætir við að viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og annarra stjórn- arliða hafi orðið til þess að hella olíu á mótmælaeldinn, en Sigmund- ur hefur meðal annars ráðlagt mót- mælendum að velja sér nýjar dag- setningar fyrir mótmælin. „Ég kann honum bestu þakkir fyrir að æsa fólk upp með reglulegu millibili. Hann er líklega bestur af okkur öllum í því að hvetja fólk til að koma á Austurvöll að mótmæla.“ Skuldaniðurfelling breyti litlu Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistar- maður hvatti þá sem komust ekki á mótmælin í gær, til þess að kveikja á kerti og setja út í glugga, til þess að sýna samstöðu. Tæplega fimm þús- und manns eru búnir að skrá sig í Facebook-hópinn Jæja sem stofnað- ur var eftir síðustu mótmæli. Guð- mundur Hörður segir þetta merki um þá vaxandi mótmælaöldu sem hann finnur fyrir í samfélaginu. Hann býst ekki við því að skulda- niðurfelling ríkisstjórnarinnar muni breyta miklu þar um. „Ég held að þessi skuldaniður- felling slái ósköp lítið á þessa undir- öldu sem er í gangi. Ég held til dæm- is að unga fólkið finni voða lítið fyfir skuldalækkun núna eða fólk sem er á leigumarkaði. Þetta snertir það fólk auðvitað ekki neitt nema á neikvæð- an hátt, þannig að þetta er bara rétt að byrja.“ Hann segir allt útlit fyrir að mótmælin muni verða fleiri á næstu vikum. Hann segir hópinn í kringum skipulagninguna vera sjálfsprott- inn en að öllum sé velkomið að taka þátt í skipulagningunni. „Það er um að gera fyrir þá sem vilja taka þátt í starfinu að hafa samband við okkur, hvort sem það er persónulega eða í gegnum Facebook.“ n Heilbrigðiskerfið komið á endastöð, segir krabbameinssjúkur maður sem flutti ræðu á Austurvelli Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „við erum ekki að þykjast vera krafa fólksins Ekki krafa heldur vettvangur „Við erum ekki að þykjast vera krafa fólksins. Við erum að búa til vettvang fyrir hana til að koma fram,“ segja skipuleggjendur. Myndir Sigtryggur Ari Fjöldi mótmælenda Fjölmargir lögðu leið sína á Austurvöll til að sýna samstöðu með heilbrigðiskerfinu sem margir telja að hruni komið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.