Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Qupperneq 6
Vikublað 11.–13. nóvember 20146 Fréttir
Í
síðasta helgarblaði DV var við-
tal við rúmlega fertuga móður í
Reykjavík sem býr við fátækt. Hún
hefur ekki getað keypt mat og því
fengið matargjafir frá hjálparstofnun-
um. Hún veiktist alvarlega í haust og
hefur kostnaður við læknisþjónustu
aukið á erfiðleikana. Tugir lesenda
DV hafa í kjölfarið haft samband og
viljað leggja sitt að mörkum til að
létta undir með fjölskyldunni sem sér
nú fram á örlítið bjartari tíma, næstu
vikurnar að minnsta kosti.
Konan á ellefu ára son og tvö börn
um tvítugt sem flutt eru að heiman.
Hún er með meltingarsjúkdóm og
hefur verið öryrki í 20 ár. Í viðtalinu
kom fram að mun erfiðara sé fyrir
hana að sjá fyrir heimilinu núna en
áður þegar eldri börnin hennar voru
ung. „Þá gat ég í það minnsta sett
mat á borðið. Það fékkst meira fyrir
tekjurnar,“ sagði hún.
Eins og áður segir veiktist móðirin
alvarlega í haust. Hún getur því ekki
lengur, heilsu sinnar vegna, stað-
ið í röð eftir mat. Ekki er leyfilegt að
senda aðra fyrir sig til hjálparstofn-
ana að sækja mat. Móðirin hefur því
aflað matar til heimilisins á síðu á
Facebook þar sem gefinn er matur.
Fólk hefur þá komið með matinn
heim til fjölskyldunnar. „Konurnar
sem standa að síðunni hafa bjargað
lífi mínu,“ sagði konan í viðtalinu við
DV. n
dagny@dv.is
Margir vilja hjálpa
Tugir lesenda höfðu samband við DV vegna greinar um fjölskyldu í neyð
Árétting
Vegna fréttar í síðasta helg-
arblaði DV, um mistök sem
urðu við útborgun launa hjá
Strætó bs. um síðustu mánaða-
mót, vill Guðrún Ágústa Guð-
mundsdóttir, verkefnastjóri
stefnumótunar hjá Strætó,
koma því á framfæri að ekki
hafi verið um víðtæk mistök
að ræða. „Tölvupósturinn sem
vísað er til í fréttinni er tölvu-
póstur sem sendur var út á
laugardegi vegna þess að sam-
kvæmt upplýsingum sem þá
bárust vísuðu til þess að um al-
mennt vandamál væri að ræða
hjá okkar 320 starfsmönnum.
Þegar farið var að rýna í málið
kom hins vegar í ljós að um af-
mörkuð tilfelli var að ræða sem
að sjálfsögu voru strax leið-
rétt og fólk beðið velvirðingar
á mistökunum. Alls voru það
fimm starfsmenn sem höfðu
samband vegna launa sinna
og fjórir þeirra sem fengu leið-
réttingu,“ segir Guðrún Ágústa.
Vændiskaupa-
málin þingfest
Á föstudag stendur til að þing-
festa í Héraðsdómi Reykjavík-
ur öll vændiskaupamálin sem
embætti ríkissaksóknara greindi
frá í síðustu viku. Alls hafa fjörtíu
karlar verið
ákærðir fyrir
vændiskaup
en á vef rík-
issaksóknara
segir að þeir
geti átt yfir
höfði sér sekt
eða fangelsi
allt að einu
ári. Í frétt RÚV
um málið er haft eftir Guðmundi
Baldurssyni, yfirmanni rann-
sóknardeildar um skipulagða
brotastarfsemi hjá lögreglunni á
Suðurnesjum, að málið sé stórt í
sniðum. Það snúist um eina konu
sem talin er hafa stundað vændi
og karlarnir fjörtíu hafi allir átt
viðskipti við hana. Um tíma lék
grunur um að um mansal væri
að ræða og að kona frá Austur-
Evrópu hefði komið með ungar
stúlkur hingað til lands. Hún var
í haldi lögreglu um tíma vegna
rannsóknarhagsmuna en er nú
farin úr landi.
F
jallað var um Hilmar Kol-
beins, mann með fötlun,
sem hefur átt erfitt með að
láta enda ná saman, í DV fyr-
ir viku. Hilmar er aðeins með
eitt nýra og hefur undanfarið notið
heimahjúkrunar á vegum Reykja-
víkurborgar þrisvar sinnum á dag,
meðal annars við að tæma þvag-
poka sem tengdur er við þvagrás. Í
lok síðasta mánaðar var Hilmari til-
kynnt munnlega að vegna óviðun-
andi aðstæðna á heimili hans
myndi hann ekki njóta heimahjúkr-
unarinnar frá Reykjavíkurborg
áfram. Hann hafði ekki getað greitt
rafmagnsreikning sinn og var íbúð
hans því rafmagnslaus. Þá hafði
hann ekki getað keypt þær hjúkr-
unarvörur sem þarf til heimahjúkr-
unar. Rafmagnsreikningurinn hefur
nú verið greiddur, en þrátt fyrir það
fær hann ekki heimahjúkrun.
Tólf þúsund krónur á dag
Fyrstu dagana fór hann á milli
Læknavaktarinnar og Bráðamót-
töku og lét tæma þvagpokann
en hefur undanfarna daga notið
heimahjúkrunar á vegum einka-
fyrirtækis. Sú aðstoð kostar 12.000
krónur á dag, eða um 360.000 krón-
ur á mánuði, komi ekkert óvænt
upp á. Einu tekjur Hilmars eru ör-
orkubætur. Þess má geta að notend-
ur heimahjúkrunar á vegum Reykja-
víkurborgar greiða ekki fyrir hana.
Nú hefur Hilmari borist reiking-
ur frá hjúkrunarfyrirtækinu upp á
160.000 krónur sem ljóst er að hann
mun ekki geta greitt. Það fyrirtæki
mun því ekki veita honum hjúkrun
lengur en til hádegis næsta fimmtu-
dag.
„Ég veit ekkert hvað tekur við þá
og ég kvíði helginni. Ætli ég fari ekki
á Læknavaktina og Bráðamóttök-
una þó að það séu ekki réttu stað-
irnir til að sinna þessu. Ég veit bara
ekki hvert annað ég á að fara,“ seg-
ir hann. Einu sinni á dag kemur fé-
lagsliði á vegum Reykjavíkurborgar
heim til Hilmars og tæmir þvagpok-
ann en eftir klukkan 16.00 og um
helgar þarf hann að leita annað.
Sefur í fötunum
Hilmar hefur einnig notið aðstoð-
ar frá Reykjavíkurborg við þrifnað,
að klæða sig og við aðrar athafnir
daglegs lífs. Núna síðustu daga hef-
ur hann þó ekki fengið þá aðstoð.
„Ég hef spurst fyrir um þetta hjá Fé-
lagsþjónustunni sem hefur bent á
Heimahjúkrun sem hefur svo bent
aftur á Félagsþjónustuna. Ég verð að
sofa í fötunum. Ég hef ekki efni á því
að borga einkaaðila fyrir að hjálpa
mér við að klæðast.“
Hilmar nýtur nú aðstoðar lög-
manns við lausn málsins. „Ég vona
að ég fái áfram heimahjúkrun frá
Reykjavíkurborg eða þjónustu-
samning þannig að ég geti keypt
heimahjúkrun af einkafyrirtækinu.
Fólkið þar vill sinna mér áfram ef
það getur treyst því að fá greiðslu.
Heimahjúkrunin er lífsnauðsynleg
fyrir mig. Ég hef velt því fyrir mér að
flytja burt frá Íslandi og koma ekki
aftur til baka því mér finnst staðan
vægast sagt óþægileg.“ n
Rafmagnið er komið á –
fær samt ekki þjónustu
n Hilmar kvíðir helginni n Getur ekki greitt fyrir heimahjúkrun frá einkafyrirtæki
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagny@dv.is Greiddi rafmagns-
reikninginn
Eftir að hafa lesið umfjöllun DV ákvað
Lena Huld Sigurðardóttir að greiða
rafmagnsreikning Hilmars. Hún þekkir
Hilmar ekki og segir betra að gefa en
að gera það ekki. „Mér finnst ömurlegt
hvernig komið er fyrir hópi fólks á Íslandi
í dag. Það er mikið af fólki sem hefur það
miklu verra en ég,“ segir Lena sem er án
atvinnu. „Aldraðir og fólk með skerta
starfsorku þyrfti að hafa miklu hærri
tekjur. Ég get ekki bjargað heiminum en
ég get byrjað einhvers staðar,“ segir hún.
„Ég verð að sofa í
fötunum. Ég hef
ekki efni á því að borga
einkaaðila fyrir að hjálpa
mér við að klæðast.
Ókunnug borgaði
Lena Huld greiddi rafmagns-
reikninginn fyrir Hilmar.
Hugo Boss söluaðilar:
Reykjavík:
Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100
Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100
Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665
Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s:471-1886
Úra- o skartgripaversl n
Heide Glæsibæ - s: 581 36 5