Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Side 25
Neytendur 25Vikublað 11.–13. nóvember 2014 Einsleitt verð á iPhone 6 á Íslandi n Mikil eftirspurn eftir þessum dýru símum n Mesti verðmunurinn aðeins 3,8 prósent Þetta kostar iPhone 6 Hver er munurinn á 6 og 6 Plus? Þetta kostar iPhone 6 Plus iPhone 6 16 GB 64 GB 128 GB Síminn 119.900 kr. 134.900 kr. 149.900 kr. Vodafone 119.990 kr. 134.990 kr. X Nova 119.990 kr. 129.990 kr. X Elko 118.995 kr. 133.995 kr. X iSiminn.is 119.900 kr. 134.900 kr. 149.900 kr. Epli 119.990 kr. 134.990 kr. 149.990 kr. iStore 119.900 kr. 134.900 kr. 149.900 kr. Macland 119.990 kr. 134.990 kr. 149.990 kr. Öll verð fengin af vefsíðum fyrirtækja þann 6. nóvember 2014. iPhone 6 Plus 16 GB 64 GB 128 GB Síminn 134.900 kr. 149.900 kr. 164.900 kr. Vodafone 134.990 kr. 149.990 kr. X Nova 129.990 kr. 149.990 kr. X Elko 133.995 kr. 148.995 kr. X iSiminn.is 134.900 kr. 149.900 kr. 164.900 kr. Epli 134.990 kr. 149.990 kr. 164.990 kr. iStore 134.900 kr. 149.900 kr. 164.900 kr. Macland 134.990 kr. 149.990 kr. 164.990 kr. Öll verð fengin af vefsíðum fyrirtækja þann 6. nóvember 2014. Lítið að marka uppgefna endingu Apple Rafhlöður orðnar betri í iPhone 6 en langt í frá þær bestu Apple steig fram á dögunum með djarfar fullyrðingar um að rafhlöðuending í iPho- ne 6- og 6 Plus-símunum hefði verið bætt umtalsvert. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þó að rafhlöðurnar séu nú betri en á eldri símum fyrirtækisins þá fer því fjarri að þær endist jafn lengi og Apple fullyrðir. Hin virta neytendasíða Consumer Reports prófaði símana og þar kom iPhone 6 Plus ágætlega út og náðust 17 klukkustundir af taltíma á einni hleðslu. Minni útgáfan, iPhone 6, entist í 10 tíma. Þetta er umtalsvert minna en Apple hafði lofað en uppgefinn endingartími fyrir iPhone 6 Plus var 24 tímar og 14 tímar fyrir iPhone 6 við bestu aðstæður. En þrátt fyrir þessi vonbrigði þá koma iPhone 6-símarnir, þá sérstaklega 6 Plus, talsvert betur út en forverinn, iPhone 5S, í sama prófi sem náði aðeins átta tímum. Apple á þó langt í land með að ná ná keppinautunum LG G3 og Samsung Galaxy S5 í rafhlöðuendingu sem skila 19 og 20 tímum af taltíma á einni hleðslu. Consumer Reports bendir á að stærsta byrðin á rafhlöðu snjallsíma geti verið 3g- og 4g-samband við dreifistöðvar símafyrirtækjanna. Snjallsímar þurfa að vera í stanslausu sambandi við stöðvarnar og símarnir eyði meiri orku í að ná sambandi þegar skilyrði eru slæm. Fjarlægð, veður eða hindranir geta þar haft áhrif. Til að bæta þetta upp nota símarnir meira afl til að ná sambandi. Prófanir Consumer Reports sýndu að við kjörskilyrði (fimm punkta samband) hafi náðst 24 tíma nýting á síma frá Samsung og LG en þegar merkið var slæmt (0–1 punktur) hafi nýtingin hrapað niður í tæpa 6 tíma. Þola meira en margur heldur iPhone 6 Plus ekki jafnviðkvæmur og talið var Netheimar loguðu eftir að myndband, sem sýndi mann beygja iPhone 6 Plus með handafli, birtist á Youtube. Símarnir voru þá nýkynntir og kynningareintök komin í umferð. Neytendasíðan Consumer Reports lagðist hins vegar í vísindalega rann- sókn sem sýndi að flestir þessara stóru snjallsíma eru ekki jafnviðkvæmir og margur gæti haldið. Álagspróf voru gerð með þar til gerðu tæki á sex tegundum af snjallsímum. Iphone 6, 6 Plus, LG G3, Sam- sung Galaxy Note 3 og HTC One (M8) auk þess sem iPhone 5 var prófaður. Með því var fundið út hversu mikið álag þarf til að beygla símana varanlega. Niðurstöðurnar voru nokkuð áhugaverðar, meðal annars kom í ljós að iPhone 6 skorar lægra en 6 Plus þrátt fyrir stærðarmun. Það þarf þó 90 pund, 40 kíló, af þrýstingi til að beygla iPhone 6 Plus. Consumer Reports segir að þrátt fyrir að þetta séu ekki sterkustu símarnir á markaðnum þá virðist sem svo að allt tal um alvarlegan hönnunargalla sé orðum aukið. Til samanburðar er bent á að Apple gerir sambærilegt próf til að mæla sveigjanleika iPhone 6 Plus sem miðar við rúmlega 25 kílóa álag. Próf Consumer Reports sýnir að síminn þolir töluvert meira en það. Prófanir Consumer Reports á hverjum síma fóru þannig fram að símunum var komið fyrir í svokölluðu Instron-álags- mælingartæki. Byrjað var á að setja 10 punda álag á hvern síma í 30 sekúndur og var það álag hækkað um 10 pund þar til símarnir tóku að afmyndast varanlega. Prófinu var lokið þegar skjárinn fór að losna frá hulstrinu. Samsung Galaxy Note 3 kom best út úr prófunum en hann þoldi 150 punda, 68 kg, álag. Allir á svipuðum slóðum Verð á nýju iPhone 6- og 6 Plus-símunum frá Apple er mjög svipað milli verslana hér á landi. Mestur er verðmunurinn á 64 GB-útgáfunni af iPhone 6, og 16 GB-útgáfunni af iPhone 6 Plus, eða 3,8% milli verslana. Söluaðilar segja álagningu lága. Mynd ReuteRs boðið væri upp á kaupauka með seldum iPhone 6 símum til 1. des- ember. Afhending undir væntingum Þær upplýsingar fengust hjá versl- unum að iPhone 6 sé vinsælli en 6 Plus en sá síðarnefndi sé frekar valinn af þeim sem þurfa stærri síma starfs síns vegna. Flestir fá sér þá 16 GB-útgáfuna af iPhone 6, en það kann að breytast þegar all- ar verslanir verða búnar að fá all- ar tegundir símanna. Eins og gefur að skilja þá annar Apple ekki eftir- spurn svona fyrst um sinn þar sem allir eru að sækjast eftir því að fá þessa eftirsóttu síma í verslanir sín- ar. Hjá Elko segja menn að vöruaf- hending hafi alls ekki verið í takt við væntingar. n tæknilegar upplýsingar iPhone 6 iPhone 6 Plus Hæð/Breidd/Þykkt í mm: 138,1/67/6,9 158,1/77,8/7,1 Þyngd: 129 gr. 172 gr. skjástærð: 4,7'' 5,5'' skjáupplausn: Retina HD 1334x750 pixla/326 ppi Retina HD 1920x1080 pixla/401 ppi Örgjörvi: Apple A8 1.4 GHz Dual Core Apple A8 1.4 GHz Dual Core Minni: 16, 64 eða 128 GB 16, 64 eða 128 GB Vinnsluminni: 1 GB 1 GB Myndavél (bak): 8 MP iSight, 3264x2448 pixla 8 MP iSight, 3264x2448 pixla með optical image stabilization Myndavél (framan): 1,2 MP 1280x960 pixla 1,2 MP 1280x960 pixla Myndbandsupptaka: 1080 pixla 60 fps,720p 240 fps 1080 pixla 60 fps, 720p 240 fps | Rafhlaða: Li-Po 1810 mAh allt að 14 klst taltími á 3G Li-Po 2915 mAh allt að 24 klst taltími á 3G eins og litríkt sælgæti Tide var braut- ryðjandi í að setja þessa þvottaefnispúða á markað en síðan hafa fleiri framleiðendur gert slíkt hið sama. Eins og sjá má er erfitt að sjá hvort þarna sé um að ræða sælgæti eða baneitrað þvottaefni. Þvottaefni sem lítur út eins og nammi skapar hættu Ekki vitað til þess að börn hér á landi hafi gleypt umdeilda púða E ngin tilfelli voru skráð hjá Eitr- unarmiðstöð Landspítalans í fyrra um að börn hefðu gleypt svokallaða þvottaefnispúða sem líta út eins og sælgæti en eru baneitraðir. Rúmlega 17 þúsund til- felli, þar sem börn yngri en sex ára höfðu gleypt þessa poka, voru til- kynnt til heilbrigðisyfirvalda í Banda- ríkjunum á árunum 2012 og 2013. Samkvæmt upplýsingum frá Eitr- unarmiðstöðinni þá er skráning þessara mála þó ekki fullkomin hér þar sem tilfelli þar sem foreldrar eða forráðamenn fara með barn beint á slysadeild eða bráðamóttöku barna séu ekki skráð hjá Eitrunarmiðstöðv- arsímanum sem fólk getur hringt í til að fá ráðgjöf. Því sé ekki hægt að segja með fullri vissu að ekkert tilfelli hafi orðið. Þó hafi komið upp tilfelli þar sem fólk leitaði aðstoðar eftir að hafa komið að barni sem hélt á hefð- bundnu þvottaefni og grunur lék á að það hefði hugsanlega verið búið að fá sér af því. Mikið er fjallað um þessa þvotta- efnispúða í fjölmiðlum í Bandaríkj- unum eftir að skýrsla kom út sem sýndi að fjöldi tilfella þar sem börn neyti innihalds þessara púða jafngildi einu barni á dag. Um er að ræða upp- leysanlega glæra belgi sem settir eru í þvottavélina og innihalda nákvæm- lega það magn þvottaefnis í fljótandi formi sem þarf í eina þvottavél. Efnið er vanalega kennt við þvottaefn- isframleiðandann Tide sem neyddist til að gera breytingar á umbúðum sínum. Umbúðirnar voru gagnsæjar og litríkar en belgirnir litu út eins og hlaup eða annað sælgæti. Í dag eru umbúðirnar mattar en innihaldið það sama. Raunar er lygilega auðvelt að ruglast á belgjunum og sælgæti þegar menn spá í það. Eiturefnasérfræðingar og heil- brigðisyfirvöld í Bandaríkjunum vara við þessari tegund þvottaefnis þar sem aðeins taki börn nokkrar sek- úndur að ná þeim, opna og gleypa innihaldið eða fá það í augun. Eitt til- felli er þekkt þar í landi þar sem barn lést eftir að hafa gleypt þessa poka en tæplega 800 börn þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa innbyrt þá. Flest voru þau á öðru aldursári. Ekki er talið að algengi þessara púða sé mikið hér á landi, þó að vitað sé að þeir séu fáanlegir. Herdís Storgaard, hjá Miðstöð slysavarna barna, segir að þessir púð- ar hafi komið til tals í fyrra á vett- vangi evrópskrar sérfræðinefndar um slysavarnir barna sem hún á sæti í. Þar hafi komið fram miklar áhyggjur af þessum púðum og hefur hún eftir fulltrúa Bretlands í nefndinni að þar í landi hefðu orðið alvarleg slys þessu tengd. Púðarnir innihaldi efni sem séu víst skaðlegri en gengur og gerist í hefðbundnu þvottaefni í duftformi. Síðan þá hafi samtök þvottaefn- isframleiðenda í Evrópu í samstarfi við ESB sett af stað stórt átaksverkefni og kveðst Herdís hafa verið að undir- búa innleiðingu þess hér á landi. Hún hafi vegna þessa leitað eftir samstarfi við Eitrunarmiðstöð Landspítalans. Hjá Eitrunarmiðstöðinni fékkst staðfest að verið sé að skoða hvort og með hvaða hætti sé hægt að taka þátt í verkefninu á þessum síðustu og verstu.n mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.