Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Qupperneq 26
Vikublað 11.–13. nóvember 201426 Sport Hvað varð um hand- bolta utanhúss? n Handbolti á grasi vinsælli framan af n Tugþúsundir áhorfenda á fótboltavöllum H andbolti er tiltölulega ný íþrótt og var enn í mótun um miðja tuttugustu öld. Framan af var útihand- bolti mun vinsælli en inni- handboltinn sem við þekkjum öll. Útihandbolti var spilaður á grasi, í raun á fótboltavöllum með fót- boltamörkum. Ellefu manns voru í hvoru liði. Vinsælt 1936 Handbolti utanhúss var gríðarlega vinsæl íþrótt í Þýskalandi fyrir og eftir stríð. Útihandbolti karla var leikinn á sumarólympíuleikun- um 1936 sem haldnir voru í Berlín, þegar Hitler hafði náð valdatau- munum í Þýskalandi. Leikarnir voru ein stór áróðursveisla nasista- flokksins. Þjóðverjar unnu gull- verðlaun í útihandbolta og urðu leikmennirnir að þjóðhetjum í hinu brjálaða andrúmslofti Þriðja ríkis- ins. 50 þúsund áhorfendur Árið 1955 mættu 50 þúsund áhorf- endur á úrslitaleik HM í handbolta utanhúss þar sem Vestur-Þjóðverj- ar sigruðu Svisslendinga 21–13. En útihandboltinn hvarf smám saman með vaxandi vinsældum innihand- boltans. Innihandbolti þróaðist mikið upp úr stríði, sérstaklega á Norður- löndum þar sem hann hefur ávallt verið vinsæll. Handbolti varð aftur að ólympíuíþrótt árið 1972 þegar leikarnir voru haldnir í München en að þessu sinni var leikið inn- andyra og hefur sú hefð haldist. Árið 1976 var kvennahandbolti að ólympíugrein líka. Útihandbolti á Íslandi Íslendingar léku útihandbolta á árum áður. Fróðlegt er að skoða gamla ljósmyndir og fletta í dag- blöðum frá fyrri hluta nýliðinn- ar aldar. Valdimar Sveinbjörnsson íþróttakennari mun hafa flutt hand- knattleik til Íslands um 1920, þá ný- kominn heim frá námi við Íþrótta- kennaraskóla Danmerkur. Valdimar birti árið 1927 grein í tímaritinu Skinfaxa þar sem fór yfir reglur þessa nýja leiks:„Leikend- ur mega vera 22 flestir, 11 í hvoru liði og raða þeir sér upp á svip- aðan hátt og í knattspyrnu. Leik- ur hefst á þann hátt, að dómarinn kastar knettinum á miðjan völlinn milli framherja flokkanna. Leika þeir svo með knöttinn líkt og í knattspyrnu, að eins mega þeir ekki sparka, heldur einungis nota hend- urnar. Gangurinn í leiknum er svip- aður og í knattspyrnu. Samherjar kasta knettinum á milli sín og þok- ast um leið smátt og smátt að marki andstæðinganna; best þykir leikið, ef leikendur komast alla leið upp að markteigi og kasta knettin- um þar nokkrum sinnum á milli sín, þar til markmaður er orðinn ruglaður og getur ekki fylgst með hvaðan knötturinn muni koma, og gera þá mark.“ Kennsla frá Þriðja ríkinu Morgunblaðið birti þessa frétt 3. júlí 1937: „Bæjarbúum gefst kostur á að horfa á nýstárlega íþrótt á íþróttavellinum í dag kl. 4, en það er handknattleikur eins og hann er leikinn af karlmönn- um erlendis. Það eru sjóliðar af snekkju Hitlers ríkiskanslara, Aviso „Grille“, sem leika hand- knattleikinn, en þeir eru meistar- ar þýska herskipaflotans í þessari íþrótt. […] Handknattleikur hefir verið leikinn hjer í skólum og víð- ar undanfarin ár, en menn munu komast að raun um að þýsku sjóliðarnir leika handknattleik með nokkru öðru sniði, þar sem meira reynir á hreysti og þol hvers keppanda.“ n Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is Sjö núll! Eins og gefur að skilja voru stigatölur í útihandbolta nokkuð frá- brugðnar þeim tölum sem við þekkjum úr handbolta nútímans. Borgarskjalasafn geymir þessa mynd. Hún sýnir fyrsta handboltalið Fram í kvennaflokki. Myndin er tekin á Akranesi árið 1944 eftir 7–0 tap gegn Skagastúlkum. „Valdimar Svein- björnsson íþrótta- kennari mun hafa flutt handknattleik til Íslands um 1920. Húllumhæ Frá handboltaleik á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Önnur íþrótt Handbolti utanhúss, með 11 leikmönnum í hvoru liði, og mun stærri velli, er auðvitað mjög ólíkur handboltanum sem við þekkjum best. Leikmenn þurfa að beita brögðum sem enginn notar innanhúss. Framandlegt Handboltakona í ham í Jena í Austur-Þýska- landi árið 1953. Mynd: WiKiMedia CoMMonS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.