Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2014, Side 32
32 Menning Vikublað 11.–13. nóvember 2014
rannsóknarréttarins
Ástin á tímum
Arngrímur Vídalín rýnir í Don Carlo í Íslensku óperunni.
D
rungi ríkir yfir Spáni. Fil
ippo II hefur tekið við völd
um eftir föður sinn og tek
ið sér til brúðar Elisabettu,
dóttur Frakklandskon
ungs, til að innsigla frið milli land
anna tveggja eftir langan ófrið.
Elisabetta hafði upphaflega verið
heitmey sonar hans, Dons Carlos,
og nú þegar hún er orðin stjúpmóð
ir hans getur Carlo vart á heilum
sér tekið fyrir sorg. Illu verra er þó
það að konungurinn er valdalaus í
raun. Skuggi rannsóknarréttarins
fylgir konunginum hvert sem hann
fer; táknmynd hans, ógnandi eins
og Damóklesarsverð, hangir skökk
yfir sviðinu: sjálfur krossinn, stærri
en allt. Sviðið er baðað í rauðu. Átök
eru yfirvofandi.
Stórfengleg umgörð
Öll umgjörð sýningarinnar er stór
fengleg. Páll Ragnarsson beitir lýs
ingu á hógværan hátt sem dregur
ekki athygli að sjálfri sér, heldur að
stemningu hverrar senu með heit
um og köldum litum eftir því hvort
átök eða ró ríkir á sviðinu, en undir
strikar allan tímann þunga leik
myndarinnar.
Leikmyndin er raunar aðeins
þung á yfirborðinu, því með lauflétt
um handtökum er henni gjörbreytt
á milli sena á fáeinum sekúndum.
Ég ætla að ganga svo langt að segja
að hún sé tilkomumikið meistara
verk, og ég efa að margir verði til
að þræta fyrir það. Hún fellur svo
listavel inn í Eldborgarsal Hörpu
að staður og stund gleymast þegar
á upphafssekúndunum, og áhorf
andinn er færður undir öruggri leið
sögn Guðmundar Óla Gunnarsson
ar inn í drungalegan heim verksins.
Og þar heldur hann honum uns yfir
lýkur.
Í eigin heimi
Ef ekki væru stundarbil milli þátta
og hlé í miðri sýningu er því hætt
við að áhorfandinn kæmi út teljandi
sig búa í öðrum heimi. Spánn 16.
aldar er formlegt sögusvið verksins
en búningar, leikmynd og umgjörð
önnur sem Þórunn Sigríður Þor
grímsdóttir hefur vanda og vegsemd
af er skemmtilega tímalaus, svo að
kenndin verður öll annarsheimsleg
jafnframt því að hver persóna hefur
sinn eigin stíl. Þetta er með öðrum
orðum engin nútímauppfærsla og
ekkert gufupönk heldur; Don Carlo
Þórhildar Þorleifsdóttur hefur ekki
áhuga á „raunverulegum“ eða ytri
hugmyndum um tímaskeið, heldur
býr sér til stað í eigin heimi.
Og þetta er stórfenglega vel
heppnað, að því undanskildu að
heimur verksins er rofinn með því
að persónugerð Carlos er af ein
hverjum sökum sótt í raunverulega
fyrirmynd persónunnar, fremur en í
þá persónugerð sem Schiller bjó til í
leikriti sínu Don Carlos, Infant von
Spanien sem Verdi sjálfur studdist
við. Carlo óperunnar er nefnilega
hetja, en sá Carlo sem birtist á sviði
Eldborgar er óstabíll, eigingjarn
og barnalega ósjálfbjarga, nánast
á barmi geðrofs að rýni virtist. Svo
sannfærandi var Jóhann Friðgeir í
túlkun sinni að um stund hélt rýn
ir að hann væri kannski eitthvað
stressaður. Vandinn við þessa fram
setningu á Carlo er að hún gerir alla
framvindu óperunnar ótrúverð
uga, eða hvernig gæti hinn klóki
Posa lagt óbilandi traust sitt á svona
taugahrúgu án þess að vera haldinn
alvarlegum dómgreindarbresti,
og hvers vegna í ósköpunum ætti
Elisabetta að vera stolt af honum,
þessum jólasveini? Mér þætti það
ekki einu sinni fyndið sem meðvitað
háð þar sem Carlo vissulega bregst
eins og í öllum harmleikjum, bara
af allt öðrum og göfugri hvötum en
gefið er í skyn hér. Það er ekki af því
Carlo er ekki traustsins verður eða
hann sé einhver bjáni.
Það hlýtur að teljast ansi róttæk
framsetning á persónu Carlos að
gera hann hálfvitfirrtan fyrir sak
ir sagnfræðilegs áreiðanleika, sér í
lagi þegar allt annað í uppfærslunni
hafnar sögulegum veruleika. Ég læt
þetta liggja á milli hluta. Sennilega
finnst einhverjum þetta snjallt.
Óþægilegur Carlo
Sem fyrr segir leikur Jóhann Frið
geir hlutverk sitt eins og því er lýst
hér á undan listilega vel; hann er all
ur iðandi og nevrótískur og óþægi
legur. Rýni fannst því ekkert eðli
legra en að hann væri forsmáður af
föður sínum og hornreka og einfari
í hirð hans. Hann grætur sáran sína
Elisabettu, sem stöðugt er nefnd
móðir hans við hann til að bæta
gráu ofan á svart, og hans einasta
huggun er fóstbróðir hans Posa sem
leikinn er af ungum söngvara, Oddi
Arnþóri Jónssyni, sem heillaði rýni
alveg upp úr skónum með söng sín
um, og þótt rödd hans liggi hátt fyrir
baritón smellpassar hann í hlutverk
hins sjarmerandi Posa. Þeir Jóhann
Friðgeir eru góðir saman. Eins góð
ur og Jóhann er á efra sviðinu og
sér í lagi á toppnótum fannst rýni
þó eitthvað standa í honum lægra
raddsviðið, röddin missti form sitt
og fókusinn minnkaði. Synd, því
annars stóð hann sig afar vel.
Helga Rós Indriðadóttir var flott
sem Elisabetta drottning, einkum í
viðureign sinni við Filippo konung
og í kjölfarið hina fláráðu Eboli, sem
rýnir þó hafði nokkra samúð með.
Hanna Dóra Sturludóttir skaraði
fram úr í hlutverki hennar, hún var
allt sem hlutverkið krafðist og meira
til: hún átti persónuna. Slæðu
sönginn „Nel giardin del bello“, sem
sennilega er mest krefjandi arían
í öllu verkinu, flutti hún með leik
andi kólóratúr af svo miklu öryggi
að persóna Eboli laukst öll upp fyr
ir áhorfendum þá þegar við fyrstu
kynni. Framúrskarandi. Og ekki
versnaði það eftir því sem á leið.
Tvímælalaust átti hún jafnbesta
performansinn af öllum söngvur
unum.
Kristinn Sigmundsson fer með
hlutverk Filippo konungs og ger
ir það eins og Kristinn Sigmunds
myndi gera. Hann syngur ekkert fyrr
en í öðru atriði fyrsta þáttar en hef
ur þó komið heilmikið við á sviði,
og það þarf ekki að spyrja að því
hver er konungur: það skín af hon
um valdið. Persóna konungs eykst
og verður mikilvægari því meir sem
líður á verkið. Þeir Oddur Arnþór
spila vel hvor af öðrum í dúett Posa
og Filippo en hátindur verksins að
hógværu mati rýnis er „Ella giamai
m'amo“, sem Filippo syngur þegar
hann hefur komist að raun um að
Elisabetta elskaði sig aldrei, heldur
soninn Carlo. Þessa aríu söng Krist
inn af óviðjafnanlegri tilfinningu
jafnframt því að hann fór örmagna
meðfram veggjum, hálfskríðandi
af sálarangist upp stiga á meðan
hann söng, nokkuð sem ég hef ekki
áður séð á óperusviði og hélt hreint
út sagt að væri ekki hægt, eða að
minnsta kosti enginn hægur leikur.
Hápunktur í íslenskri óperusögu
Eins flott og persónusköpun Il
Grande Inquisitore var í meðför
um Guðjóns G. Óskarssonar, skakk
lappandi upp sviðið með hálfgerða
kryppu, verulega ógeðslegur og
óhugnanlegur með hálfpervertísk
gleraugu, þá fannst rýni Kristinn
engu að síður yfirgnæfa hann í dúett
þeirra þar sem í ljós kemur fyrir
fullt og allt hver raunverulega hefur
völdin í konungsríkinu. Inquisitor
inn á að pakka konunginum saman,
svo að segja, en þegar á hólminn var
komið virtist hann heldur lítt sann
færandi og presensinn meiri hinum
megin sviðsins. Rýnir er ekki með
þessu að snobba fyrir Kristni, held
ur að benda á hitt að Guðjón virtist
skorta rétta sannfæringu og radd
vigt í hlutverkið. Ekki það heldur að
Guðjón sé nokkur aukvisi í faginu;
hann söng vel og resóneraði fal
lega á djúpa á Einu. En rýni fannst
hann heldur sunginn út af sviðinu
en hitt, og fannst það miður. Þvílík
sena annars! Ég kann að meta þegar
fólk er ófeimið við að ganga alla leið
í dramatískri sviðsetningu eins og
þarna var gert.
Erla Björg Káradóttir og Örvar
Már Kristinsson voru ágæt í annars
litlum hlutverkum. Loks ber að
nefna Viðar Gunnarsson sem var
voldugur og flottur í hlutverki Carlo
V, og Hallveigu Rúnarsdóttur sem
söng rödd af himnum, en rýnir hef
ur alltaf verið mjög svag fyrir fallega
skærri sópranrödd hennar. Kór
inn hélt uppi frábærri stemningu
og rýnir fylgdist sérstaklega með
munkastrollunni hvenær sem hún
birtist í allri regalíunni.
Í heild verð ég að segja að fyrsta
uppfærsla á Don Carlo á Íslandi er
viss hápunktur í íslenskri óperu
sögu. Umfangsmesta verk Verdis
hefur nú verið sett á svið hér og
einskis annars að bíða en þess að
fleiri stórvirki verði frumflutt hér
á landi. Rýnir sat opinmynntur af
ánægju allan tímann meðan á sýn
ingu stóð og sæluhrollurinn hríslað
ist um hann allan, og þrátt fyrir fá
eina hnökra var sýningin sennilega
eitt það allra áhrifaríkasta og besta
sem rýnir hefur fengið að upplifa í
íslenskum tónleikasal. Öll var óper
an flutt af getu, metnaði og gleði.
Það er ekki síst gleðin sem stendur
upp úr að sýningu lokinni. Gleðin
yfir því að þetta er hægt hér, í dverg
ríkinu Íslandi. n
Don Carlo
Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir.
Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli
Gunnarsson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Búningar og leikmynd: Þórunn Sigríður
Þorgrímsdóttir
Aðalhlutverk: Jóhann Friðgeir Valdimars-
son, Helga Rós Indriðadóttir, Kristinn
Sigmundsson, Hanna Dóra Sturludóttir,
Oddur Arnþór Jónsson og fleiri
Arngrímur Vídalín
ritstjorn@dv.is
Ópera „ Í heild verð ég að
segja að fyrsta
uppfærsla á Don Carlo á
Íslandi er viss hápunktur í
íslenskri óperusögu.
„Þetta er með öðr-
um orðum engin
nútímauppfærsla og ekk-
ert gufupönk heldur.
Klassísk Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Helga Rós Indriðadóttir í hlutverkum sínum
Meistaraverk Táknmynd rannsókarréttarins hangir yfir sviðinu, ógnandi eins og Damóklesarsverð, í íeikmynd Þórunnar Sigríðar Þorgríms-
dóttur.