Feykir


Feykir - 16.01.1991, Síða 4

Feykir - 16.01.1991, Síða 4
4 FEYKIR 2/1991 Harðræði í heyflutningum í ársbyrjun 1937 Lúðvík Kemp og tveir ungir fylgdarmenn frá lllugastöðum þurftu að hírast uppi á fjöllum næturlangt í dimmviðri og frosti Lúðvík Kemp svaf ekkert alla nóttina, treysti ekki hinum tveim til að halda sér vakandi. Hann hölvaði mikið um nóttina sökum tóbakslevsis. Ferðin stendur l’étri Stefánssyni í fersku minni. Hann var aðeins 12 ára og þurfti að hýrast næturlangt í blindbyl ogfrosti uppi á fjöllum. fellið fjall þarna á milli og Á þessum árstíma erekki óalgengt að menn lendi í hrakningum á hálendinu, og yfirleitt er þar á ferð ævintýrafólk í skemmti- ferðum. Það er auðveldara um að tala en í að komast, segir máltækið, og víst er að það veit enginn nema þeir sem reynt hafa, hvernig lífs- reynsla það er að lenda í verstu vetrarveðrum á fjöllum uppi. Sagt er að vetrarveður í byggð séu hreinn harnaleikur miðað við það sem gerist þegar Kári og vetur konungur slá í púkk á fjöllum uppi. Lúðvík Kemp á Illuga- stöðum í Laxárdal og hjálparpiltar hans fengu að kynnast þessu í ársbyrjun 1937. Áttu þeir þá í hinu mesta harðræði uppi á fjöllum á Skaga. Skemmtiferð var þetta þó ekki, það var nefni- lega verið að flvtja hey vestan úr slægjunum í Hallárdal. Lúðvík og heimilsfólk á Illugastöðum áttu slægjur í svokölluðum Kvíslum, sem voru skammt fyrir vestan Þverá efsta bæinn í Hallár- dal. Yfirleitt varsætt færis að ílytja heyið úr Kvíslunum. þegar gott sleðafæri gerði að vetrinum og var á að giska þriggja stunda lestargangurá milli hvora leið. Um áramótin 1936-'37 var sleðafæri einstaklega gott. Sonum Lúðvíks, Stefáni og Friðgeiri, þá liðlega tvítugir, fýsti þó á dansleik eins og títt er um unga menn, og í fögru veðri að kvöldi annarsjanúar lögðu þeir land undir fót á ball vestur í Húnavatnssýslu. „Við tókum það loforð af pabba að fara ekki í heyflutningana fyrr en við kæmum heim. því fáliðaðvar heima”, sagði Friðgeir Kemp nú bóndi í Efri-Lækjardal í A.-Hún. Sjö sleða lest En L.úðvík Kemp. þá 48 ára að aldri. var ekkert að bíða eftir því aðsynirnir kæmu af ballinu. Snemma morguns þann þriðja fór hann vestur í Kvíslar og í för með honum voru Bæringur Hjartarson um tvítugt og hálfbróðir Lúðvíks, Pétur Stefánsson 12 ára. Þar vestur frá átti Lúðvík 400 hesta lieys og höfðu þeir með sér sjö sleða og beittu jafnmörgum hest- um fyrir. Gaddur var yfir öllu ogekkert til að átta sigá. Þegar vestur kom leysti Pétur hevið. Bæringur setti í reipin en Lúðvík batt. Bleytuhríð var allan daginn og voru mennirnir orðnir holdvotir er verkinu var lokið. Þegar búið var að binda á sleðana var komið rökkur og iðulaus stórhríð. en ekki hvasst og var þá lagt af stað heimleiðis. Héldu þeir áfram í klukkustund en staðnæmdust þá vegna þess að myrkt var orðið og hríðin svo svört að ekki sást handa skil. Útbúið skýli úr böggum Pétur Stefánsson. scm þarna var aðeins 12 ára og er nú starfsmaður álversins í Straums- vík. búsettur í Kópavogi, segir svo l'rá þegar hingað cr kontið sögunni: ..Við vorum þarna á bersvæði þar sem Hallár- dalur og Engidalur mætast. Ofærð var orðin mikil. umbrotafæri á hestunum og ekki um annað að ræða en láta fyrir berast. Teknir voru baggar af einum sleðanum og útbúið skýli úr þeim. Það var ekki breiðara en svo að ein baggabreidd varð að duga í þakið. Einn baggi var leystur og hey sett í botninn til að liggja á. og síðan einn baggi við sinn hvorn enda til að loka skýlinu. Veðrið var ofsalegt, frost mikið. og annað sem er mér mjög minnistætt, að þegar hestarnir voru bundnir. láðist að taka beislið út úr þeim, svo að kjaftamélin frusu við munnvikin. Af þessu fengu hestarnir slæm sár sem voru lengi að gróa”. sagði Pétur. Kalsöm nótt Misvinda var fyrrihluta nætur en um miðnættið hvessti af norðri með stórhríð og 12 stiga l'rosti. Öllum var kalt og leið illa. Pétur var að sofna annað slagið og lofaði Lúðvík honum að sofa góða stund. Bæringur var alltaf að smásofna um nóttina og var Lúðvík að reyna að halda honum vakandi með þ\í að kenna honum að yrkja. en bóndinn á Illugastöðum og vega vih n u verk stj ó ri n n ge rð i mikið af því eins og frægt er orðið. Sjálfur vakti Lúðvík alla nóttina og mun hafa bölvað mikið sökum tóbaks- leysis. En öll él birta upp um síðir. Þegar tók að birta af degi hresstust menn. Lúðvík hafði hugsað sér að leggja á stað heimleiðis um hádeais- bil. Veðuráttin nýtt sem ratvísir En nú víkur sögunni heim í 111ugastaði. Þeir Friðgeir og Stefán komu ekki heim af ballinu fyrr en seinni part dagsins og brá heldur í brún þegar þeir fréttu af ferðum þremenninganna vestur í Kvíslar. því komið var kolvitlaust veður. Eftir að hafa ráðfært sig við annað heimilisfólk og nágranna í Laxárdalnum þótti þeim bræðrum sann réttast að bíða átekta, og vonast var til að þeir Illugastaðamenn hefðu haft varann á og lagt af stað heimleiðis nokkru áður en veðrið versnaði til muna. En kvöldið leið og ekki birtist heyflutningalestin. Það var síðan snemma næsta morgun í þreifandi ntyrkri sem bræðurnir lögðu af stað vestureftir. Þá var enn slæmt veður. hríðarkóf af norð- vestri. ..Við sáum svo sem ósköp lítið hvert við fórum. en treystum á að áttin héldist og bundum okkur við það. Við héldum yfir Sanda sem kallað er. fórum yfir Sand- komum ofan í svokallaða Skínandaskál. Þar fundum við lestina, þeir voru þá byrjaðir að brjótast af stað um morguninn”, sagði Frið- geir. Þiðnunin ónotaleg Og Pétur Stefánsson heldur áfram: „Það höfðu víst fleiri úr dalnum farið af stað um nóttina að leita. Flestir bjuggust samt við að við værum dauðir tippi á fjöllun- um. Heimferðin gekk seint. því yfir Sandfellið var aðfara og aukheldur kominn mikill snjór og umbrotafæri fyrir hestana. Við vorum líka orðnir ansi þreyttir, höfðum lítið borðað síðan við fórum að heiman, því nesti var af skornum skammti. En heim í Illugastaði komum við síð- degis og hafði ferðin þá tekið einn og hálfan sólarhring. Það var ansi ónotalegt þegar kinnarnar og hend- urnar á mér voru að þiðna. Mig kól talsvert í andliti og á höndum, fékk kalsár. en Lúðvík og Bæringurekki. Og við sluppum býsna vel miðað við hvað við vorum ekki betur klæddir. Þaðáttuengir von á þessari gusu. Um kvöldið var líka komið besta veður”, sagði Pétur Stefáns- son í upprifjun frá þessu kalsama ferðalagi fyrir 53 árum. Það stendur honum enn í fersku minni, sem vonlegt er.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.