Feykir


Feykir - 01.05.1991, Blaðsíða 3

Feykir - 01.05.1991, Blaðsíða 3
16/1991 FEYKIR 3 Taldar litlar líkur á ábatasamri skelvinnslu við Skagafjörð „Það eru tvö ár síðan við skoðuðum hörpudiskniiðin á Skagafirðinum, þá höfðu þau skánað litið frá því veiðum var liætt tveim árum áður. Þetta eru ekki .þessi sterku skel- fiskmið sem ná sér upp á stuttum tíma. Ég á ckki von á því að við munum gefa út stórar vciðihcimildir á þau í dag", segir Hrafnkell Eiríks- son fiskifræðingur hjá Haf- rannsóknarstofnun. Ástæðan fyrir því að Fevkir sló á þráðinn til Hrafnkels voru þær fregnir að sjávarútvegráðuneytið hyggist kanna veiðiheimildir fyrir hörpudísk á Skagafirði. en í því fælust möguleikar á sölu Skagaskeljarhússins sem fimm aðilar buðu í á dögunum. Ekki hefur verið gengið frá sölu á því enn og beinlínis ekki líkur á að af sölunni verði í þessari tilraun. Hrafnkell telur að veitt hafi verið ótæpilega af hörpudiski á Skagafirði. líklega hafi þeir leyft of mikla veiði og í ofanálag hafi verið gengið lengra í veiðunum en Skeifukeppni á Hvanneyri: Húnvetningar sigursælir Vestur-Húnvetningar komu niikið við sögu í skeifukeppni Bændaskólans á Hvanneyri sem fram fór á sumardaginn fyrsta. Ragnheiður Benedikts- dóttir frá Krossanesi á Vatnsnesi sigraði og hreppti Morgunblaðsskeifuna. í öðru sæti varð síðan stúlka úr Miðfirðinum, Guðný Helga Bjömsdóttir frá Bessastöðum. Tamningakeppnin á Hvann- eyri er frábrugðin Hóla- keppninni að því leyti að nemendur skólans fást við að temja algjörlega ótamin hross og þurfa því að leggja mikið undir á stuttum tíma. Á Hólum er hinsvegarskvlda að hrossin séu frumtamin og reynir því kennslan þar meira á hlýðniþjálfun og reiðmennsku. lagt var til. Það séu því litlar líkur á því að Skagaíjarðar- miðin geti staðið undir vinnslunni, nema þá kannski að tekin verði upp fullvinnsla afurðanna. Líklegra verði að teljast að Skagafjörðurinn nýtist með Húnaflóasvæðinu í framtíðinni. Baröstrend- ingur hlaut Hólaskeifuna Bjarni frá Reykhólum tekur við forláta hnakki úr hendi Eyjólfs Isólfssonar, sem Herbert Olason í Þýskalandi gaf. Hin árlega Skeifukeppni nemenda Bændaskólans á Hólum fór fram á sumardag- inn fyrsta. í keppninni tóku þátt að þessu sinni sjö nemendur. Keppnin er í því fólgin að nemendur sýna hross sem þeir eru með á Hólum og árangur þeirrar kennslu sem þau hafa hlotið við skólann. Urslit að þessu sinni urðu þau að Bjarni Jónsson frá Reykhólum í Barðastrandar- sýslu sigraði og hlaut hann Morgunblaðsskeifuna, veg- legan farandgrip sem gefinn var fyrir nokkrum árum og keppnin er kennd við. Segja má að Bjarni hafi sankað að sér verðlaunum því hann hlaut einnig Eiðfaxabikarinn sem veittur er fyrir best hirta hrossið sem nemendur eru með, þessu til viðbótar fékk Bjarni forláta hnakk til eignar frá Herbert Ólasyni kunnum hestaáhugamanni búsettum í Þýskalandi. Sigur- vegarinn keppti á hestinum Þjálfa sem er í eigu Benedikts Þorbjörnssonar. í öðru sæti varð Jón Kristófer Sigmars- son frá Blönduósi á Þokka. Jón fékk verðlaun félags tamningamanna fyrir bestu ásetu á hrossi í keppninni. Þriðja sætið hreppti sænsk stúlka, Sara Stjarna. Hún keppti á hryssunni Breyting í eigu skólabúsins á Hólum. Keppnin fór fram í reið- skemmunni á Hólum að viðstöddum íjölda áhorf- enda. ÖÞ. Verkalýðsfélögin á Norðurlandi vestra senda félögum sínum og launafólki um land allt bestu óskir og baráttukveðjur í tilefni 1. maí Verkakvennafélagið Aldan Sauöárkróki Verkamannafélagið Fram Sauöárkróki Iðnsveinafélag Skagafjarðar Sauöárkróki Verslunarmannafélag Skagafjarðar Sauðárkróki Verkalýðsfélag A-Húnvetninga Blönduósi Verkalýðsfélagið Vaka Siglufirði Verkalýðs- og sjómannafélag Skagastrandar ^ Verkalýðsfélagið Ársæll Hofsósi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.