Feykir


Feykir - 01.05.1991, Qupperneq 8

Feykir - 01.05.1991, Qupperneq 8
fr>KÍR - JE. Óháft frettablaö á Noröurlandi vestra 1. maí 1991, 16. tölublað 11. árgangur Auglvsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum Kirkjurnar báðar á Skagaströnd. Skagaströnd: Kirkjubyggingin komin vel á veg Nú er komið vel á veg að reisa nýja kirkju á Skagaströnd. Ilenni var valinn staður framan við gömlu kirkjuna en þaðan er fallegt útsýni yfir þorpið og höfnina. Lcifur Breiðfjörð myndlistar- maður er að gera steindan glugga í kórenda kirkjunnar en þessi gluggi verður jafnframt altaristafla. Leifur lýkur sínu verki nú í maí. Þá er búið að setja kínverskar steinskífur á gólf kirkjunnar og gengið hefur verið frá lofti og ljós eru komin upp. Utihurðir eru komnar og nú er verið að smíða innihurðir og skilrúm. Að sögn Lárusar Ægis Guðmundssonar formanns bvggingarnefndar hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvenœr kirkjan verður vígð. en stefnt er að því að Ijúka kirkjubyggingunni á þessuári. Alltfer það þóeftir því hvernig gengur að fjármagna lokaáfanga fram- kvæmdanna. Það var sr. Pétur Þ. Ingjaldsson fyrrum sóknarprestur á Skagaströnd. sem tók fyrstu skóflustungu að kirkjunni áður en hann lét af prestsstörfum á Skagaströnd, en meginhluti framkvæmda hefur verið gerður tvö eða þrjú undanfarin ár. Riöa gerir enn vart viö sig í Skagafirði Riða hefur verið staðfest og niðurskurður farið fram á enn einum bænum í vestanverðum Skagafirði. Nú þegar sauð- burður er að byrja fannst riða í einni kind á Vindheimum í l.ýtingsstaðahreppi. Fjárstofn- inum seni taldi 160 kindur var fargað fvrir helgina. Allir ættu að geta gert sér í hugalund hversu ógeðfellt það er að þurfa að farga fjárstofni á þessum árstíma. en það hafa samt margir bændur þurft að sætta sig við el'tir að hert var á baráttunni gegn riðunni. Stutt er síðan síðasta riðutilfelli kont upp í Skagafirði. Það var í vetur á Syðra-Skörðugili, í hinum velræktaða fjárstofni Einars E. Gíslasonar. BÍLALEIGA SAUÐARKROKS FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR TOYOTA Hl - LUX DOUBLE CAB 1991 LEYSIR FLUTNINGSVANDAMÁLIN GÓÐIR BÍLAR Á GÓÐUM KJÖRUM SÍMAR 36050 - 35011 H.S ( Stefán ) Útboö gatna á Hvammstanga: Heimamenn nokkuð frá lægsta tilboði Borgarfell hf á Akureyri átti lægsta tilboð í gatnagerðarátak sem á dagskrá er á Hvamms- tanga í suniar. Tilboð Akurevr- inganna hljóðaði upp á 9,371 niilljón eða tæpri milljón undir kostnaðaráætlun, sem er 10,283 milljónir. Magni Asmunds- son frá llafnarfirði var aðeins nndir lienni. á 10 milljónum og Ijögur þúsund krónum betur. Fimm tilboð bárust í verkið. Heimamenn í Höfða- verki hf voru tueð þriðja lægsta tilboðið 11.229 millj.. og þá Olafur H. Stefánsson og Karl Guðmundsson frá Mýrum í Hrútafirði með 13.272 millj. Það \erður útkljáð á hreppsnefndarfundi i næstu viku liver hlýtur verkið. A sínum tímá voru menn ekki einhuga um að bjóða verkið út. sumir vildu semja við heimamenn. Bjarni Einars- son sveitarstjóri segir að auðvitað liafi menn vonað að heimamenn kæniu með hag- stæðasta tilboðið og hægt vrði að ganga til samninga við þá. en að sínu mati væri ol mikill munur ntilli þeirra tilboðs og þess lægsta. En vitaskuld yrði hann að beygja sig undir vilja meirihluta hreppsnefndar. Fiskiðjan/Skagfirðingur: Verulegur hagnaður á vinnslu en tap á útgerð Verulegur hagnaður varð a rekstri Fiskiðjunnar/Skagfirðings á síðasta ári. Rekstrarafgangur varð 31,5 milljónir. Hagnaður Fiskiðjunnar varð 43 milljónir tæpar, en tap Skagfirðings tæpar 11 milljónir. Að sögn Einars Svanssonar framkvæmdastjóra fyrir- tækjanna beggja er ástæða fyrir tapi útgerðarinnar þeir annmarkar sem sóknarmarks- kerfið á síðasta ári setti henni. ,,Ég á von á því að þetta komi betur út á þessu ári með aflamarkinu, svo framarlega sem viðhaldsþáttur og annar rekstrarkostnaður verði á svipuðu róli. Það kemur okkur líka til góða að við höfðum bætt við okkur kvóta frá síðasta ári. Annars ræðst þetta mikið af því hvað ný stjórnvöld gera í sjávarút- vegsmálunum”. sagði Einar. Miklilax fær100frá Byggðastofnun Byggðastofnun hefur sam- þykkt lánveitingu til Miklalax í Fljótuni upp á 100 milljónir. Benedikt Guðmundsson full- trúi Byggðasjóðs í stjórn Miklalax segir að samkvæmt rekstraráætlun eigi þessi lánveiting að duga fyrirtækinu til að standa undir þeini framkvæmdum sem ákveðnar liafa verið og unnið er að. Miklilax hafði áður farið fram á um 140 milljónir frá Byggðastofnun. en skuldir laxeldisfyrirtækisins við stofn- unina slaga nú þónokkuð í hálfan milljarð króna. Þær framkvæmdir sem unnið er að hjá Miklalaxi tengjast strandeldisstöðinni við Hraunakrók. Bygging 500 fermetra aðstöðuhúss er í fokheldu ástandi. en stefnt að því að taka það í notkun í haust. Einnig er unnið að lagningu vatnsæðar frá bor- holunum á Lambanesreykjum. þar sem verulegt magn af heitu vatni fékkst við boranir á síðasta hausti. Þegar sá varmi hefur verið blandaður vatninu í kerjum matfiskeldis- stöðvarinnar. á varmabúskapur stöðvarinnar að verða kominn í eðlilegt horf. og er þess vænst að vaxtarhraði fisksins verði viðunandi. en það hefur einmitt verið akkílesarhæll Miklalaxstöðvarinnar til þessa. Samvinnurekstur í A.-Hún.: Ðati hjá vélsmiðju og hóteli Á síðasta ári var Vélsmiðja Húnvetninga gerð að sérstöku hlutafélagi og kom rekstur þessa nýja félags vel út og skilaði hagnaði og söniu sögu er að segja af rekstri Hótel Blönduóss, sem að meirihluta er í eigu samvinnufélaganna. Þetta kom fram á aðal- fundum samvinnufélaganna. sem haldnir voru í síðustu viku. Kaupfélag Húnvetninga skilaði 5,4 millj. kr í hagnað en var rekið með 18 millj. kr. halla árið 1989. Afkoma Sölufélagsins varð einnig betri og varð hagnaður 12,8 millj. kr. á móti 8.4 millj. kr. árið 1989. A aðalfundi Kaupfélagsins gengu Jóhann Guðmunds- son í Holti og Eðvarð Hallgrimsson á Skagaströnd úr stjórn en þeir höfðu setið í stjórn í 9 ár og eigi heimilt að endurkjósa þá oftar sam- kvæmt lögum félagsins. í þeirra stað voru Lárus Ægir Guðmundsson Skagaströnd og Páll Þórðarson Sauðanesi kjörnir í stjórnina. Þá kom fram á fundinum að Guð- mundur Theódórsson hafði sagt sig úr stjóm Kaupfélagsins á síðasta ári og var Lilja Árnadóttir Blönduósi kjörin í hans stað. Engar brevtingar urðu á fulltrúum í stjórn Sölufélagsins. jy,jó GÆÐAFRAMKÖLLUN BÓKABÚÐ BKmiARS

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.