Feykir


Feykir - 15.05.1991, Síða 4

Feykir - 15.05.1991, Síða 4
4 FEYKIR 18/1991 „Það væri nær að þakka náðargjafirnar en að vera að grobba sig af þeim" Spjallað við Braga Þ. Sigurðsson vélsmið á Sauðárkróki Sumir eru fæddir smiðir, aðrir ekki. Bragi Þ. Sigurðsson 61 árs vélsmiður á Sauðárkróki er einn af þeim mönnum sem fékk smiðshæfileikana í vöggugjöf. En hann gerir samt ekki mikið úr því þó honum sé í lófa lagið að framkvæma hluti sem aðrir treysta sér ekki til. ,,Þeir sem fæðast með sérstökum eiginleikum eiga ekkert að vera að hæla sér af þeim. Það ræður enginn hvernig hann er úr garði gjörður og það væri nær að þakka fyrir náðargjafirnar en grobba sig af þeim”, segir hann. — En þrátt fyrir lítillæti Braga er fjarri lagi að hann hafí ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur hvað verkefnaval varðar. Nú eru t.d. fullsmíðuð inni á verkstæðinu hjá honum, stórviðarsög sú fyrsta sinnar gerðar er smíðuð hefur verið hér á landi, og rafmangstúrbúna 56 kílówatta, en heimilisraf- stöðvar hefur hann smíðað nokkrar um ævina. Bragi hóf smíði á stórviðar- söginni eftir áramótin í vetur og lauk henni seinni part apríl. Aðspurður hvað margar vinnustundir lægju í söginni, sagðist hann ekki vita það. ,,Eg vinn ekki í tímavinnu, en hef alveg frá því ég fór að vinna sem stráklingur unnið langan vinnudag, sjálfsagt 13-14 tíma á dag að jafnaði”. Skiptir bolnum í fjóra hluta Þær stórviðarsagir sem hingað til hafa verið smíðaðar hér á landi hafa veriðreimdregnar. Nýja sögin sem Bragi smíðaði er hinsvegar vökva- knúin. Tvær pressur drífa sögina fram og til baka. Viðurinn er festur á sleða sem einnig er vökvadrifinn, þannig að mannshöndin þarf ekki að koma nálægt viðnum fyrr en þriggja blaða sögin hefur skipt bolnum í fjóra hluta. Þar með er rekaviðurinn orðinn véltækur fyrir fínni sagir og hægt að vinna úr honum, planka eða borð. Líklega fer sögin austur á land í haust, en Bragi smíðaði hana eftir pöntun þaðan. Um verðið var hann ekki alveg viss. „Hún verður dýr, líklega ekki undir milljón”, sagði Bragi. — En er það nokkuð dýrt þegar notagildi þessa hlutar er skoðað. Það er vitað mál að girðingastaura- salan hefur dregist mikið saman og á orðið erfitt uppdráttar, og þá er helst fyrir bændur að gera planka eða borðvið úr rekanum. Þá er svona verkfæri gulls ígíldi. Smíöaöi hagla- byssu 12 ára Það var ekki fyrr en eftir að Bragi hóf smíði stórviðar- sagarinnar í vetur sem hann frétti af viðarsögum úti í heimi sem byggjast á sömu tækni. Ein er í Þýskalandi, önnur í Svíþjóð og á Fjóni í Danmörku er gufuknúin sög. Bragi segist varla muna lengra aftur en hann hafi verið að dunda sér eitthvað við smíðar. Sú saga gekk að 12 ára gamall hafi hann ráðist í það stórræði aðsmíða haglabyssu. „Jú það er alveg rétt. Pabbi var að vinna í miðstöðvum þennan veturog ég var að stelast í þetta meðan hann sá ekki til. Eg var nýbúinn að festa skeftið á hana, og hugmyndin var að prófa hana fram í girðingu daginn eftir, festa hana á girðinguna og vera með einhvern útbúnað við að hleypa af. En til þess kom ekki og kannski sem betur fer. Faðir minn fann byssuna Stórviðarsögin nýja, sú fyrsta sinnar gerðar ersmíðuð hefur verið hér á landi. Reyndar ersögin á hvolfi á gólfínu, armarnir með blöðunum þrem eiga að sjálfsögðu að vísa niður. Pressurnartvær hreyfa sögina hver á móti annarri. Aftan við eru stoðirnar sem sögin boltast við. Til hægri sést í endann á sleðanum sem einnig er vökvadrifínn og færir viðinn gegnum sögina. og var fljótur að koma í veg fyrir frekari fyrirætlanir”. Þeir verða aö þekkja mig fyrir austan Áður er minnst á smíði Braga á rafstöðvum og á tímabili gerði hann líka þónokkuð að því að framleiða vélar til framleiðslu einangrunarplasts. Meðal annars gerði hann eina slíka fyrir Færeyinga. Þá smíðaði hann nokkrar band- slípivélar fyrir trésmiðjur. „Blessaður góði við skulum nú ekki fara að telja allt upp sem ég hef smíðað. Fólk yrði gjörsamlega ruglað af þeirri beðju”. Þegar Bragi var spurður hvað honum hafi þótt skemmtilegast að fást við, sagði hann að líklega hefði vatnsvélasmíðin verið skemmti- legust. En erfiðasti tíminn á starfsævinni hafi líklega verið þegar vinna við niður- setningu véla í frystihúsin stóð sem hæst. Tíminn var þá oft knappur og vinnudagur- inn langur. „En ég ætla að biðja þig fyrir að fara ekki að hæla mér nein lifandi ósköp, gera mann að einhverjum guðs- engli, óþekkjanlegan; svo þeir þekki mann ekki þegar maður kemur austur”. — En þegar við töluðum við Braga á dögunum var skammt í að hann færi í sumardvölina í gömlu heimahagana austur í Borgarfirði. Þar er hann jafnan fram á haust, stundar þaðan færaveiðará trillu sem hann vitaskuld smíðaði sjálfur og var það önnur trillan sem hann smíðar fyrir sjálfan sig. Skakið ogútiveran í fallegum Borgarfirðinum, er eflaust góð tilbreyting fyrir hann frá löngum vinnudegi á verk- stæðinu að vetrinum. Góðir áskrifendur! Munið að greiða heimsenda gíróseðla hið allra fyrsta Feykir

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.