Feykir


Feykir - 12.06.1991, Blaðsíða 1

Feykir - 12.06.1991, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Hofsós: Borað eftir heitu vatni í sumar Borað verður eftir heitu vatni í nágrenni Hofsóss seint í sumar eða haust. Von er fljótlega á manni frá Orku- stofnun norður til að staðsetja tilraunaborholumar sem verða 8-10 talsins. Þetta er í annað skiptið sem borað er eftir heitu vatni við Hofsós. Fyrir um 15 árum var leitað á einum stað, í Artúnum sunnan þorpsins, en án árangurs. Að sögn Jóns Guðmunds- sonar sveitarstjóra eru mestar vonir bundnar við svokallaðan Reykjarhól í Grafarlandi, en til þessa er það eini kaldi Reykjarhóllinn í Skagafirði. Annars er reiknað með að holunum verði dreift talsvert á nágrenni Hofsóss. Borað verður um 50 metra niður en það er talið nægjanlegt til að sjá virkni holunnar. Kostnaður vegna borananna segir Jón á bilinu 2-2,5 milljónir. Það er jarðbor frá Ræktunarfélagi Flóa- og Skeiða sem vinnur verkið. Blönduvirkjun: Ðyrjað að hleypa í lónið í fyrradag í fyrradag var byrjað aðsafna vatni í lón Blönduvirkjunar. Farið verður hægt í að takmarka rennslið um loku- mannvirki Blöndustíflu til að byrja með og tekið þar tillit til lífrikis árinnar, en reiknað er með að gönguseiðin verði farin af klakstöðvunum og gengin niður í Blöndu um 20. júní. Aætlað er að lónið verði orðið fullt um miðjan ágúst, en þó mun vatnsforði á hálendinu vera talsvert minni nú en oft áður. Búast má því við að veiðimenn við Blöndu fari ekki að sjá neinn stórkostlegan litamun á ánni núna til að byrja með, hvað sem verður svo þegar kemur fram í júlí. Að sögn Sveins Þorgríms- sonar staðarverkfræðings eru framkvæmdir komnar á fullt þar efra. Frá því um hvítasunnu hefur verið unnið á vöktum allan sólarhringinn í jarðvegsframkvæmdunum, við gerð Gilsárstíflu og mannvirkjanna þar í kring. Búið er að opna úr frárennslisgöngunum niður í árfarveginn. Tappinn þar á milli var sprengdur úr 25. maí sl. Munninn er nú varinn með fyrirhleðslustíflu, þar sem gerð lokumannvirkis stendur yfir. Framkvæmdum við frárennslisskurðinn í árfarvegi Blöndu er að mestu lokið, en hann er 1250 metra langur. Ekki verður annað sagt en það setji svip á umhverfið listaverkið sem komið hefur verið fyrir á Sauðárhæðum í tilefni 30 ára veru Sjúkarahúss Skagafirðinga þar. Listaverkið heitir A fáki fráum og er eftir Sverri Olafsson. Ferðamála- og fjölmiðlafólk í heimsókn á Hvammstanga Forráðamenn ferðamála á Hvammstanga og í grennd buðu 15 manna hóp í heimsókn í héraðið sl. laugardag. Um var að ræða fólk frá fjölmiðlum, ferða- skrifstofum og upplýsinga- miðstöð ferðamála. Kynningar- deginum lauk með kvöldverðar- boði hreppsnefndar Hvamms- tanga á Vertshúsinu. Dagskráin hófst með heim- sókn í byggðasafnið á Reykjum rétt fyrir hádegið. Kom á óvart hve um glæsilegt og fjölbreytt safn er að ræða, en sannleikurinn er sá að tilvist safnsins á Reykjum er ekki á hvers manns vitorði þrátt fyrir að það standi skammt frá þjóðvegi 1. Er eflaust að hluta til þar að kenna stífum reglum vegagerðarinnar um merkingar. Frá Reykjum var haldið að Melstað og veitingar þegnar hjá prófastshjónunum, séra Guðna Þór og Herbjörtu, en Herbjört rekur ferðamanna- þjónustu og er að auki framarlega í fiokki þeirra sem láta sig ferðamál í héraðinu skipta. Þá bauð sr. Guðni fólki í kirkju og rakti sögu kirkjunnar og greindi frá kirkjum sóknar sinnar. Frá Melstað var haldið niður á Hvammstanga og litið inn í Gellerí Bardúsa, en opnun þessarar þjóðlegu handiðnaðarverslunar var ein- mitt kveikjan að kynningar- deginum. Þá var komið að skoðunarferð um Hvamms- tanga og nágrenni undir frábærri leiðsögn Karls Sigur- geirssonar, sem auk þess að greina frá því helsta á staðnum leiddi gestina í allan sannleika um fjölda sögustaða og náttúruperlna í héraðinu. Fallegir og sérstæðir staðir eru fieiri í Vestur-Hún. en marga grunar og því er mjög tímabær útgáfa ferðakorts um héraðið, en það er væntanlegt úr prentvélunum innan skamms. Síðdegis skoluðu síðan gestirnir af sér ferðarykið í nýlegri og glæsilegri sund- laug á Hvammstanga, áður en gengið var til kvöldverðar. Móttökur heimamanna voru allar til fyrirmyndar. Dagur- inn leið fijótt, og gestunum leið vel í félagsskap þeirra Karls Sigurgeirssonar og Gísla Einarssonar. —ICTen^if! ftjDI— Aðalgötu 26 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SlMI: 95-35519» BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Bílaviögerðir • Hjólbaröaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN & ^flKlbilaverhy SÆMUNDARGOTU - SÍMI 35141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.