Feykir


Feykir - 12.06.1991, Blaðsíða 5

Feykir - 12.06.1991, Blaðsíða 5
22/1991 FEYKIR 5 Vísitasíu biskups lauk í kaffisamsæti hjá Skagamönnum Skagaíjarðarprófastsdæmi leysti gestina út með gjöf, klukku á blágrýtisgrunni með mynd af Drangey á klukkuskífunni. Biskupshjónin Ebba Sigurðardóttir og Ólafur veita gjöfinni viðtöku úr hendi prófastshjónanna Hjálmars og Signýar. Vísitasíu biskups íslands herra Ólafs Skúlasonar lauk með messum í kirkjunum í Hvammi og í Ketu á Skaga sl. föstudag. Heimsókn biskups- hjónanna á Skagann endaði með kaffisamstæti í Skagaseli síðdegis þar sem borð svignuðu undan kræsilegum veitingum. Svo skemmtilega vildi einnig til að sóknarnefndarfor- maðurinn Jón Stefánsson á Gauksstöðum varð sextugur þennan dag. Fjöldi ávarpa voru flutt í Skagaseli. Lárus Björnsson oddviti í Neðra-Nesi flutti tölu og vék þar skemmtilega að reynslu Skagamanna af sóknarprestinum og prófast- inum sr. Hjálmari Jónssyni, sem hafi reynst hin mesta óveðurskráka til að byrja með, mátti varla messa þá brast hann á með stórhríð, en séra Hjálmar mun hafa sótt betur að veðravættum Skaga- manna eftir að hann varð prófastur. Prófasturinn vék aftur að móti að framgöngu biskups í vísitasíunni, sem var ekki einungis vaskleg í kirkjunum, heldur lét herra Ólafur sig ekki muna um að heimsækja vinnustaði. Mátti á máli Hjálmars skilja að ekki hafi miklu munað að undir iljar biskups sæist þegar aðstoða þurfti kind við lambsburð á Goðdalatúni. Biskupsjónin þökkuðu frá- bærar og glæsilegar móttökur hvar sem þau komu og taldi biskup maga sinn ekki þola frekari veisluhöld að sinni, en þær munu hafa losað 600 terturnar sem hann bragðaði. Þakklæti biskupshjónanna beindist ekki síst til prófasts- hjónanna Hjálmars og Signýjar, sem þau sögðu að hefðu aldeilis stjanað við sig. Signý þakkaði á móti og færði Skagamönnum öllum þakkir sínar og manns síns. I vísitasíunni sem stóð frá 26. maí til 7. júní heimsótti biskup söfnuði prófasts- dæmisins, 21 að tölu, prédikaði í 28 guðsþjónustum og helgi- stundum. Það var einungis Abæjarkirkja sem varð út- undan að þessu sinni, en vegurinn þangað var illfær. Að lokinni messu í Ketu. Lárus í Neðra-Nesi er flutti tölu í Skagaseli í kirkjudyrum. Frá Norræna félaginu á Sauðárkróki Nú stendur yfir farandsýn- ing í bókasafninu á Sauðár- króki um Samaland, sem kemur frá Mála- og upplýs- ingamiðstöðinni í Helsinki (Sprák- och informations- centret). Menning Sama og lífshættir eru aðalviðfangs- efnið á sýningunni. Megintil- gangur sýningarinnar er að auka fræðslu um Samaþjóðina og gefa skýrari mynd af þessum nágrönnum okkar. Sýningin á þannig brýnt erindi til okkar allra. Sýningin stendur yfir dagana 19. til 29. júní safnið er opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 15.00-19.00, fimmtu- daga frá kl. 20.00-22.00 og föstudaga frá kl. 14.00-18.00. Frá Ferðafélagi Skagfirðinga Sunnudaginn 23. júní verður farið til Ólafsfjarðar og í Svarfaðardal. Upplýsingar gefnar í síma 35260 og 985- 32112 (Lóli) á kvöldin. 17. JÚNÍ ►FATNAÐUR ► MATUR ►LEIKFÖNG GLEÐILEGÁI ÞJÓÐHÁ TÍÐ SKAGFIRÐINGABÚÐ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.