Feykir


Feykir - 12.06.1991, Blaðsíða 3

Feykir - 12.06.1991, Blaðsíða 3
22/1991 FEYKIR 3 Opið hús í tilefni 30 ára afmæli sjúkrahússins Stjómendur Sjúkrahúss Skag- flrðinga stóðu fyriropnu húsi í sjúkrahúsinu, laugardaginn 8. júní s.l. Tilefni þess var 85 ára samfellt starf Sjúkrahúss Skagfirðinga. Þaðstarfaði við Aðalgötu í 55 ár og á Sauðárhæðum í s.l. 30 ár. Sýnd var saga sjúkrahússins í myndum og einnig tækja- búnaður til lækninga fyrr á árum, sem er all frumstæður og ókunnuglegur nútímafólki. Einnig voru sýnd tæki til lækninga nú til dags, svo og önnur aðstaða á öllum deildum sjúkrahússins. Sjúkrahúsið starfar nú í sex deildum. Það eru sjúkra- deild, hjúkrunardeild, stoð- deildir (þar undir skurðstofa, rannsóknarstofa, röntgenþjón- usta, sjúkraþjálfun o.fl. þættir), ellideild, hjúkrunarheimili, dvalardeiid, auk stjórnunar, launaskrifstofu og annara þjónustuþátta. Til að annast alla þessa þjónustu hefur sjúkrahúsið aflað sér góðs tækjakost, þó alltaf megi betur gera. Heimilaðar stöður við sjúkra- húsið eru 121. Við þetta tækifæri var útilistaverk eftir Sverri Ólafs- son myndhöggvara, sett upp. Ber það nafnið ,,Á fáki fráum”. Einnig innanhúss málverk eftir Sigurð Örlygs- son og myndverk, sem er viðurkenning vegna samnor- ræns samstarfs um að hætta að reykja. Margt manna kom þennan opna dag í Sjúkrahús Skagfirðinga. Búrhvelið veltist um í sjónum skammt frá Reykjarhólsfjöru. SAMVINNUBÓKIN Nú höiirn við hækkað vexti á Samvinnubókinni. Þeir eru nú 14% Ársávöxtun er því 14.49% HAGSTÆÐ ÁVÖXTUN í HEIMABYGGÐ INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA Stóran hval rak á fjöru við bæinn Reykjarhól í Fljótum í síðustu viku. Bóndinn á Reykjarhóli Jóhannes Runólfs- son varð hvalsins var þegar hann var að reka að landi um miðnætti á þriðjudagskvöld, þá virtist hann strandaður um 20 metra frá landi. Síðan hefur skrokkurinn færst nokkuð nær landi þannig að nú eru aðeins um 5-6 metrar út að þeim enda sem snýr að landi. Starfsmenn Hafrannsóknar- stofnunar komu norður sl. föstudag til að rannsaka hvalinn, m.a. tóku þeir úr honum eina tönn en með henni er hægt að komast að hver aldur dýrsins er. Hjá Gísla Víkingssyni (starfsm. Hafrannst.) fengust þær upplýsingar að þarna væri um Búrhvalstarf að ræða, lengd dýrsins væri um 16 metrar og áætlaður þungi um 45 tonn. Skrokkurinn er nokkuð heillegur að sjá og taldi Gísli að dýrið hefði ekki verið búið að velkjast lengi í sjónum áður en það rak á land og er þarna líklega komið það sem trillukarlar í Fljótum töldu sig hafa orðið vara við í sjónum út af svokölluðum Almenningum fyrir nokkrum dögum. Ekkert hefur enn verið rætt um hvort ^ hvalhræið verður látið grotna niður á staðnum eða fjarlægt, en á því eru skiljanlega nokkrir erfiðleikar vegna stærðar skepnunnar. I einhverjum tilvikum munu þó varðskip hafa verið fengin til að draga slíka gesti á haf út þar sem þeim hefur síðan verið sökkt. ÖÞ. Kristján Runólfsson, Valgarður Einarsson og Jón Stefánsson virða fyrir sér gömul læknisáhöld úr sögu sjúkrahússins. Skagaströnd: Séðframá mikínn kennaraskort í haust Ekki er beinlínis útlit fyrir að Skagastrendingum takist að manna grunnskólann réttinda- kennurum í haust. Astandið er heldur verra en vanalega í kennaramálum á Skagaströnd. Aðeins einn réttindakennari er nú á staðnum og vantar í a.m.k. sex stöður, þar á meðal í stöðu skólastjóra. Páll Leó Jónsson lét af starfi skólastjóra í vor og hefur flutt sig um set inn á Blönduós. Guðmundur Ingi Leifsson fræðslustjóri vonar að ráðning nýs skólastjóra á Skagaströnd, en staða hans hefur verið auglýst, geti auðveldað lausn á kennara- eklunni þar. Annars sagði Guðmundur að kennaramálin í kjördæminu væru enn nokkuð óljós. Þess má geta að hrepps- nefndin á Skagaströnd hefur tekið á þessum vanda á þann hátt að veita kennurum 22% launahækkun. Að mati hrepps- nefndarinnar er þessi auka- greiðsla sanngjarnari en húsaleigubætur sem ekki hafa tíðkast á Skagaströnd. Heimamenn verði ekki útundan með þessu móti, eins og hefur gerst með húsaleigubætumar. Búrhveli rekur á fjöru í Fljótum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.