Feykir


Feykir - 12.06.1991, Blaðsíða 6

Feykir - 12.06.1991, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 22/1991 Páll Ragnarsson formaður Tindastóls afhendir Kristínu Elfu Magnúsdóttur Afmælisbikar KKI. Bæjarstjórn Sauöárkróks: Heiðrar körfuboltakonur Sl. sunnudag heiðraði bæjar- stjórn Sauðárkróks kvenna- SUNDLAUG SAUÐÁRKRÓKS SUNDLAUGIN ER OPIN: Mánudag - föstudags kl. 7-21 Laugardaga kl. 9 -16 Sunnudaga kl. 9-16 BAÐSTOFAN ER OPIN: KONUR: Þriðjudaga kl. 17-21 Fimmtudaga kl. 17-19 Laugardaga kl. 13-16 Sunnudaga kl. 13-16 KARLAR: Mánudaga kl. 17-20 Miðvikudagakl. 17-19 Föstudaga kl. 17-20 Laugardaga kl. 9-13 Sunnudaga kl. 9-13 SÓLARLAMPI SOLARIUM SÍMI 35226 flokka Tindastóls fyrir góðan árangur í körfuboltanum á síðasta vetri, en eins og komið hefur fram urðu bæði stúlkna- flokkur og unglingaflokkur bikarmeistarar. Bæjarstjórn verðlaunaði stúlkurnar með fimmtíu þúsund króna ávísun. Við þetta tækifæri var einnig afhentur afmælisbikar KKI. Kristín Elva Magnúsdóttir hlaut hann að þessu sinni fyrir að vera besti sóknarleik- maður kvennaflokks í vetur, en í fyrra hlaut Kristín Jónsdóttir bikarinn sem besti varnarleikmaðurinn. Þá voru piltarnir í unglinga- flokknum heiðraðir með rós í barminn, en þeir urðu í öðru sæti Islandsmótsins eins og stúlknaflokkurinn. Páll Ragnarsson formaður Tindastóls vék í ávarpi sínu að öflugu unglingastarfi félagsins. Ef áfram yrði haldið á sömu braut væri engu að kvíða með meistara- flokka félagsins í framtíðinni. Hér eftir sem hingað til yrðu afreksmenn í röðum Tinda- stóls. Tindastóll lagði Reyni í bikarnum Kormákur stóð í Leiftursmönnum Tindastóll bar sigur úr býtum i harðri bikarviðureign á Arskógs- strandarvelli sl. laugardag. Vonandi að þessi sigur á þriðjudeildarliði Reynis sé upphafið að öðru meira hjá Tindastólsmönnum í sumar. Framundan eru erfið verkefni í annarri deildinni, útileikur gegn ÍR á föstudagskvöldiðog síðan verður haldið upp á Skaga á þriðjudag. Leikurinn einkenndist af miklu þófi og baráttu framan af fyrri hálfleik. Tindastóll náði síðan frumkvæðinu og skömmu fyrir leikhlé náðu gestirnir forustunni þegar Guðbjartur Haraldsson renndi boltanum í markið af stuttu færi eftir hornspyrnu. En Adam var ekki lengi í Paradís, því í upphafi seinni hálfleiks mistókst sending varnarmanns til Gísla mark- varðar. Sóknarmaður Reynis komst í milli og jafnaði. Tindastólsmenn voru samt ekki af baki dottnir og um miðjan hálfleikinn skoruðu þeir sigurmarkið eftir þunga sókn. Var Þórður Gíslason þar á ferðinni. Nokkurharka færðist í leikinn undir lokin og að mati dómarans voru heimamenn þar í aðalhlutverki. Tveim Revnismönnum var vísað af leikvelli. Samkvæmt heimildum Feykis þóttu þeir standa sig einna best á Ströndinni, miðvallar- spilararnir Kevin, George og Hólmar. Tim Hankinsson þjálfari Tindastóls gerði þrjár breytingar á byrjunar- liðinu frá Selfossleiknum. George Nasarió, Björn Sig- tryggson og Grétar Karlsson komu inn í liðið. Björn Sverrisson er einn þeirra þriggja sem datt út, en Björn hefur ákveðið að leggja skóna á hillina vegna annríkis og er eftirsjá í þessum sterka og baráttu- glaða leikmanni. Þess má geta að æfingar hjá meistara- flokki Tindastóls hafa aldrei verið jafn strangar og nú í sumar. Æft er 4-5 sinnum í viku auk leikja. Kormáksmenn féllu með sæmd úr bikarkeppninni. Þeir töpuðu með aðeins 0:1 fyrir Leiftursmönnum á Tanganum sl. laugardag. Heimamenn áttu í vök að verjast í leiknum og komust lítið áleiðist í sókninni. Karl Eggertsson markvörður þótti standa sig mjög vel í leiknum og sýndi á köflum ótrúleg tilþrif. Tjaldmarkaður í Varmahlíð Um næstu helgi verður opnaður í Varmahlíð tjald- markaður, sem meiningin er að verði opinn um helgar í sumar. Þar geta þeirsem þess óska komið á framfæri ýmsum þeim varning sem þeir vilja selja, svo sem handunnum vörum og ýmsum matvælum, s.s. broddi, reyktum mat o.fl. Seyluhreppur ásamt Akra- lireppi og Lýtingsstaðahreppi hafa fest kaup á 24 fermetra tjaldi undir markaðinn. Þannig hafa þessir hreppar komið til móts við þann hóp sem vinnur að heimilisiðnaði og minjagripagerð í héraðinu. Það er Anna Sigríður Hróðmarsdóttir sem veitir markaðnum forstöðu. Fólk getur hringt í hana í síma 38031 og óskað eftir sölu- plássi í tjaldinu. Hvetur Anna alla þá sem eitthvað hafa á boðstólum að taka þátt. „Þetta getur verið allt mögulegt og um að gera að hafa þetta sem fjölbreyttast”, sagði Anna. Sumarferö Húnvetningafélagsins í sumar er fyrirhuguð ferð um Fjallabaksleið syðri. Lagt verður af stað frá Húnabúð kl. 20 föstudaginn 12. júlí. Þaðan verður ekið um Fljótshlíð og Fjallabaksleið syðri að Álfta- vatni og gist þar. Næsta dag verður þetta svæði skoðað frekar, en gististaður fyrir næstu nótt hefur enn ekki verið ákveðinn. A sunnudaginn verður ekið niður Land, skoðað það helsta á þeirri leið og komið heim síðdegis. Fjallabaks- leiðin liggurum stórbrotið og fjölbreytt landslag að sögn kunnugra. Boðið verður upp á gisti»gu í skálum fyrir þá sem það vilja. Upplýsingar gefa Kjartan í síma 84806, Arni í síma 10331 og Jón Grétar í síma 84061. Tialdmarkaður í Varmahlíð! Opnar um næstu helgi, 15-16. júní. Þeirsemáhugahafaáað koma og selja hafi samband við Önnu Sigríði ísíma 38031. ^ ^ ^ FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI Á haustönn 1991 verða starfræktar námsbrautir fyrir samningsbundna nema í húsasmíöi og kjötiön ef næg þátttaka fæst. Umsóknarfrestur er til 14. júní nk. Allar nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu skólans og í síma 35488 Skólameistari + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför Ásmundar Jósepssonar frá Stóru-Reykjum Fljótum Skagfirðingabraut 1 Sauðárkróki Eiríkur Ásmundsson Hulda Magnúsdóttir Hreiðar Ásmundsson Gyða Svavarsdóttir Guðmundur Ásmundsson Thora Príbe Lúðvík Ásmundsson Gréta Jóhannsdóttir Aðrir vandamenn

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.