Feykir


Feykir - 12.06.1991, Blaðsíða 8

Feykir - 12.06.1991, Blaðsíða 8
Oháö fréttablaö á Noröurlandi vestra 12. júní 1991, 22. tölublað 11. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á fóstudögum BILALEIGA SAUÐARKROKS FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR TOYOTA Hl - LUX DOUBLE CAB 1991 LEYSIR FLUTNINGSVANDAMÁLIN GÓÐIR BÍLAR Á GÓÐUM KJÖRUM SÍMAR 36050 - 35011 H.S. (STEFÁN) :&5.; - " í;. -..* * ... Björgunarsveitarmenn komnir vel á veg með að hefta Héraðsvötnin með aðstoð stórvirkra vinnuvéla. Mynd: Hreiðar Gestsson. Héraðsvötn brutust inn á engi Hreinsuðu burtu stíflugarð í flóðinu um daginn Bændur á nyrstu hæjum í Staðarhreppi háðu í síðustu viku harða baráttu við að bægja Héraðsvötnum afengjum. Vötnin höfðu rifið niður varnargarð í leysingunum á dögunum og brotist inn á talsvert stórt svæði þar sem fjöldi búpenings er jafnan á beit. Land stendur þarna talsvert lægra en Vötnin og rann vatnið norður eftir öllu. Vélgrafa hafði ekki árangur sem erfiði í 18 tíma törn á miðvikudag. Björgunarsveitar- menn frá Sauðárkróki aðstoðuðu en stórir sekkir sem mokað var í til að mynda fyristöðu flutu upp sem smáblöðrur væru. Erfitt reyndist að koma stórvirkum tækjum þarna að enda eylendið rennblautt eftir vatnavextina undanfarið. Þegar nokkuð var liðið á aðfaranótt föstudags tókst samt engu að síður að hefta rennslið inn á engin, með ræsum og stíflugerð. Astæðan fyrir framrás Vatnanna nú má rekja til skurðar sem grafinn var út í Vötnin á landamerkjum Reynistaðar og Ögmundar- staða fyrir all mörgum árum. Þá var komið fyrir stíflu með yfirfalli og loku, þannig að hægt var að stjóma áveitunni. A síðasta hausti endurbætti síðan bóndinn á Ögmundar- stöðum stífluna, en sleppti yfirfallinu. Frostleysið í vetur hefur síðan ekki bætt úr skák, og það hefur verið í leysingunum á dögunum sem stíflan gaf sig. Var menn farið að furða hvað áhrifa leysinganna gætti lengi. Kostn- aður vegna aðgerðanna í síðustu viku skiptir hundruðum þúsunda. Hofsós: Norska bjálkahúsið endurbætt í sumar Ákveðið hefur verið að ráðast í endurbætur norska bjálka- hússins á Hofsósi í sumar. Það hefur staðið til alllengi, og í tvígang verið ætlunin að byrja en ekki orðið úr vegna fjárskorts. Nú er frágengið að þjóðminjasafnið mun standa straum af endurbótunum og hefur Hofsóshreppur útvegað það fjármagn sem til þarf, en áætlaður kostnaður er 6,5 milljónir. Norska bjálkahúsið er eitt elsta sinnar tegundar. Talið er að það hafi verið reist 1777, þá sem pakkhús við dönsku verslunina þar. Síðan hefur það gegnt ýmsum hlutverkum, var t.d. um tíma sláturhús. Það er Valgeir Þorvalds- son sem mun hafa umsjón með endurbótunum. Þak hússins mun breytast talsvert, þar sem það verður sett í sína upprunalegu mynd, bárujámið fjarlægt en komið fyrir tvöfaldri timburklæðningu í staðinn. Þá verður skipt um þá viði í húsinu sem lúnir eru orðnir. Hugmyndir eru upp um að með tíð og tíma verð Drangeyjarsafn til húsa norska bjálkahúsinu. Kannað með endurvinnslu pappírs Bæjarstjóm Sauðárkróks hefur ákveðið að leita eftir sam- vinnu við önnur sveitarfélög svipaðrar stærðar um könnun á hagkvæmni flutnings notaðs pappírs til endurvinnslu syðra. Tilefni þessarar ákvörðunar er bréf frá Maríu Björk Ingvadóttur þar sem hún styngur upp á að þetta verði kannað. Samkvæmt könnunum er pappír talinn vera 20% af heimilissorpi. Flokkuns sorps er á frumstigi hér á landi en talið að slíkt muni aukast á næstu árum. Bakkgírinn í lagi Margt skemmtilegt bar fyrir augu á héraðssýningu kynbótahrossa á Vindheima- melum um helgina, enda tamningamenn búnir að leggja mikið á sig í vetur og vor að undirbúa hrossin og sýnendurnir, knaparnir sjálfir, létu ekki sitt eftir liggja þegar þeir riðu fyrir dómpall hins kröfuharða dómaratríós; Þorkels, Kristins og Víkings. En samt fór það svo eins og vill verða að samspil hests og knapa brást. Sumir gerðu því lukku aðrir ekki. Ohætt er að fullyrða að ekkert sýningaratriði hafi hlotið jafnmikinn fögnuðogathygli og þegar hinn kunni hesta- maður Pétur á Hjaltastöðum reið Kvikasilfursbrúnku sinni um svæðið. Það var ekki nóg með að sú brúna færi létt með allar gangtegundir í meðförum kempunnar Péturs, heldur kórónuðu þau frammistöðuna með því að staðnæmast fyrir framan dómpallinn og líða í fjórum fallegum hestlengd- um aftur á bak. Þá fannst Þorkeli Bjarnasyni, sem ekki kallar allt ömmu sína í þessum efnum, nóg komið. Snaraðist hann út með myndavélina til að mynda þetta stórkostlega fyrirbæri. Á mettíma í helsingjann Hlaup tveggja léttgeggjaðra Króksara, Pálma Sighvats- sonar og Óttars Bjarnasonar til Reykjavíkur í vor vakti óskipta athygli, enda um talsvert afrek að ræða. En það er eins og fyrri daginn að menn grípa gjarnan til samanburðaifræðanna og það hafa „orginalamir” á Króknum gert. I upprifjun sinni af sambærilegu afreki kom í hugann saga sem þeir Stöðvarmenn sögðu gjarnan, en þeir eru einmitt náfrændur Pálma annars hlauparans. Það var sagan af Jóni nokkrum tófuspreng sem var að koma heim af vertíð suður með sjó. Hljóp hann í einum spreng norður á Krók og var ekki nema þrjá sólarhringa á leiðinni. Tilefnið var mjög brýnt, hann ætlaði sér að verða mættur á helsingja- veiðar klukkan fjögur á höfuðdaginn, en þeir Stöðvar- menn höfðu einmitt fundið það út að nákvæmlega þá kæmi helsinginn flúgandi yfir Stólinn. Líklega hefðu Stöðvar- karlarnir gömlu gefíð hlaupi þeirra Pálma og Óttars þá einkunn, að það kæmi næst afreki Jóns tófusprengs sem var mættur í helsingjann vel fyrir fjögur á höfuðdag. gæoaframkollun > CÆÐAFRAMKÖLLUN BÓKABÚÐ BKYNcJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.