Feykir


Feykir - 21.08.1991, Side 3

Feykir - 21.08.1991, Side 3
28/1991 FEYKIR 3 Dagskra heimsóknar Vigdísar mjög þéttskipuð Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir kemur í opin- bera heimsókn til Skagafjarðar á föstudaginn og staldrar við fram á sunnudag. Skagfirðingar hafa undirbúið heimsókn forseta síns vel og eru ákveðnir í að taka á móti honum sem frekast er kostur. Dagskrá heimsóknarinnar er hinsvegar svo þéttskipuð að vart kemur annað til en Vigdís verði orðin hvíldarþurfi þegar hún yfirgefur Skagafjörð á sunnudagskvöld. Það kemur þó væntanlega ekki að sök þar sem Vigdís hefur gefið það út að hún hafi yfir miklu úthaldi að ráða og þreytist seint í ferðalögum. Dagskra forsetaheimsóknar- innar hefst með því að flugvél með forsetann innanborðs lendir á Alexandersflugvelli kl. 9,00 að morgni föstudags. Þar verður um hálftíma afhöfn að ræða og m.a. tekur Karlakórinn Heimir lagið, Skín við sólu, ef þannig viðrar, annars annað lag. Þá liggur leiðin í hús tónlistar- skólans, þar sem kynning verður á matvælaframleiðslu héraðsins á vegum Mjólkur- samlagsins, Sauðárkróksbakaiis og kjötvinnslanna. Að loknum morgunverði í tónlistarskóla- húsinu verður haldið upp á Nafir að útsýnisskífunni. Forseti mun síðan aka suður Nafirnar að væntan- legum skrúðgarði Sauðkræk- inga í Sauðárgili þar sem gróðursettar verða þrjár trjáplöntur, en það mun forseti einnig gera á sex öðrum stöðum í héraðinu; við Sólgarða í Fljótum, á Steinsstöðum í Tungusveit, við skála skáta- félagsins Eilifsbúa í landi Brekku, í Hólaskógi og við félags- heimili Skarðs- og Skefilstaða- hrepps. Ur Sauðárgili verður haldið í Safnahúsið og eftir skamma viðdvöl þarekið beinustu leið fram í Argarð í Lýtings- staðahreppi, hádegisverður snæddur þar í boði hrepps- nefndar og hreppsbúar heilsa upp á forsetann, sem m.a. verður sýnt merkt bókasafn í Laugarhúsinu. Þá verður ekið til baka og á leiðinni upp að Arnarstapa komið við í Víðimýrarkirkju og í skála Eilífsbúa við Brekku. Vigdís mun þar heilsa upp á skátana, en forseti Islandser vemdari skátahreyfingarinnar Byrjað að slá í þriðja sinn í Skagafirði Heyskapartíð hefur verið eindæma góð Norðanlands, sem um mest allt land i sumar. Göngudagur fjölskyldunnar: Gengiö upp Giljárgil Ungmennasamband Austur- Húnvetninga og Ferðamála- félag A.-Hún. standa sam- eiginlega fyrir göngudegi fjöl- skyldunnar sunnudaginn 25. ágúst nk. Þá verðurgengið um Giljárgil, náttúruperhi héraðsins. í gilinu er margt fossa sem falla fram af fallegum bríkum og þar má sjá mörg brot úr jarðsögunni. Farið verðurfrá Sóru-Giljá klukkan 14 og gangan tekur um tvær klukkustundir. Áeftirverður farið í sundlaugina á Húna- völlum. MÓ. Fyrsta slætti er lokið víðast hvar fyrir nokkru og sum- staðar öðrum slætti einnig. Á einum bæ í Skagafirði a.m.k. er þriðji sláttur að hefjast þessa dagana. Trúlega er fátítt að tún séu slegin þrisvar á hinu stutta íslenska sumri. Stefán Jónsson bóndi á Grænumýri í Blönduhlíð var farinn að bíða eftir þurrk- spá fyrir helgina. Hann var ákveðinn í því að bera ljá í gras strax og viðrar í hluta af túninu í þriðja sinn í sumar. Stefán byrjaði fyrsta slátt fyrstur í Skagafirði eða í endaðan maí. Öðrum slætti lauk hann um verslunar- mannahelgina. Milli slátta hefur hann farið með mykjudreifara um slétturnar og það flýtt sprettu mikið. Bændur ljúka upp einum rómi um að mjög langt sé síðan heyfengur hefur orðið jafnmikill og nú, bæði að vöxtum og gæðum, þrátt fyrir að léleg sprettutíð væri mestallan júnímánuð. Miklar framkvæmdir hafa verið á Sauðárkróki í sumar og ekki vafi að sumar hverjar tengjast forsetaheimsókninni, a.m.k. að einhverju leyti; og ekki er það svo sem verra. Gífurlegar framkvæmdir hafa orðið við Faxatorgið og það breytt töluvert um svip frá því þessi mynd var tekin, þegar framkvæmdir voru nýlega hafnar seint í júlí. Malbikun er lokið og gangstéttalögn stendur yfir, nýbúið að mála Safnahúsið og sjálfsagt verður búið að prýða torgið enn frekar um næstu helgi. í landinu. I Miðgarði bíður síðan síðdegiskaffi forsetans og þar verður sameiginleg móttaka Seylu-, Akra- og Staðar- hrepps sem áætlað er að standi í tvo tíma. Um kvöldið situr síðan forseti kvöldveiðar- boð bæjarstjórnar Sauðár- króks, en heldur síðan til gististaðar á Löngumýri. Að morgni föstudags liggur leiðin síðan út Blönduhlíð I Fljótin, snæddur morgun- verður að Sólgörðum, Barðs- kirkja skoðuð og þaðan haldið í móttöku Fljótamanna sem verður í félagsheimilinu á Ketilási. Hofshreppingar bjóða síðan til hádegisverðar í félagsheimilinu Höfðaborg. Danska bjálkahúsið verður skoðað og einnig mun forseti virða fyrir sér stuðlabergið í Staðarbjargarvík. Á leið frá Hofsósi til Hóla verður komið við í Grafarkirkju. Á Hólum verður helgistund í dómkirkjunni en að henni lokinni móttaka í barnaskól- anum á vegum Hóla- óg Viðvíkurhrepps. Frá Hólum verður ekið um Hegranes að Glaumbæ, staldrað við í safninu og um kvöldið bíður forsetans kvöldverðarboð héraðsnefndar í Miðgarði. Að morgni sunnudags verður haldið beinustu leið út á Skaga, morgunverður snæddur í félagsheimilinu Skagaseli og þegar Skefl- ungar hafa hitt forseta sinn að máli verður ekið til Sauðárkróks þarsem Vigdísi er boðið í mat hjá sýslumanns- og bæjarfógetahjónunum Halldóri og Aðalheiði. Eftir hádegið verður séra Hjálmar með helgistund í Sauðárkróks- kirkju. Skarðshreppingar hyggjast síðan sýna forset- anum sína gömlu og merku kirkju á Sjávarborg. Vigdís mun síðan heimsækja heimilis- fólk á Öldrunar- og dvalar- heimilinu, en síðan vitja ungu kynslóðarinnar og afhenda verðlaun á Króks- móti í knattspyrnu. Síðdegis verður síðan sameiginlegt boð Sauðárkróksbæjar og Skarðs- og Rípurhrepps í íþróttahúsinu. Á sjöunda tímanum mun síðan forseti enda heimsóknina og yfir- gefa Skagafjörð að loknum þrem annasömum dögum. SAUDÁRKRÓKSBÚAR Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, er væntanleg í heimsókn til Skagafjaröar og Sauöárkróks dagana 23. - 25. ágústn.k. Þeir hlutar heimsóknarinnar, sem snúa aö Sauöárkróksbúum, eru: Föstudagurínn 23. ágúst Kl. 9.00 MóttakaáAlexandersflugvell. Kl. 11.00 Gróöursetning í Sauðárgili. Þeim, sem koma á bílum, er bent á aö leggja sunnan íþróttahúss og ganga upp meö heimavistinni aö sunnan. Sunnudagur 25. ágúst Kl. 15.00 Afhending verölauna á Króksmóti í knattspyrnu á íþróttavelli. Kl. 16.30-18.30 íþróttahúsiö íbúum Sauöárkróks, Rípurhrepps og Skaröshrepps er boöiö aö koma og þiggja veitingar meö forseta íslands. Öll börn sem mæta fá afhentan fána Jafnframtþví sem Sauöárkróksbúar eru eindregiö hvattir til aö mæta og taka þátt i ofangreindum athöfnum, er þaö einlæg von Bæjarstjórnar Sauðárkróks aö allir leggist á eitt um að bærinn veröi eins snyrtilegur og kostur er.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.