Feykir - 21.08.1991, Page 4
4 FEYKIR 28/1991
VV
„Þetta er ekkert nema öfund
frá mönnum sem geta ekki
unað öðrum að bjarga sér
Feðgarnir Uni og Ómar á Hofsósi
segjast alsaklausir vegna kæru
og ásakana um kvótasvindl
„Það lítur helst út fyrir að þessi áróður sem
hafður er í frammi gegn okkur stafi af öfund.
Þetta er alltsaman tilbúningur og stenst engan
veginn. Okkur finnst mjög gangrýnivert eins
og staðið hefur verið að málum, að taka af
okkur leyfið og hefja síðan rannsókn málsins.
Þetta er algjörlega öfugsnúið við dómskerfið í
landinu. Með þessu er í raun búið að dæma
okkur þó sektin sé fjarri lagi sönnuð”, segir
Uni Pétursson skipstjóri á Hofsósi. Um miðjan
síðasta mánuð barst sjávarútvegsráðuneytinu
kæra á hendur Una og syni hans Ómari fyrir
ólöglegar veiðar. Kæruefnið byggist á því að
þeir feðgar hafi sniðgengið lög um
fiskveiðiheimildir á þann hátt að Uni, sem gerir
út Berghildi SK-137 29 tonna bát, á að hafa
umskipað netafiski úr bát sínum yfir í trillu
Ómars, Svöluna SK-37, en sá bátur hafði
krókaleyfi og var á færaveiðum.
„Ég byrjaði á færunum í
maíbyrjun og það má segja
að ég hafi verið hundeltur
síðan. Það hafa þrisvar
sinnum komið eftirlitsmenn
um borð til mín og þó hefur
aflamagnið varla gefið tilefni
til grunsemda, því eins og
skýrslur segja til um hef ég
ekki fengið nema 8-10 tonn á
mánuði, sem er ekki nema
meðalfiskirí hér fyrir norðan,
mest fengið að mig minnir
rúmt tonn yfir daginn. Og
það er ekki einu sinni svo að
efthiitsmennirnir hafi viljað
skoða fiskinn hjá mér þó ég
hafi boðið þeim það, ekki
einu sinni þegar þeir sviptu
mig leyfinu þann 23. júlí”,
sagði Omar.
Vorum ekki einu
sinni á sömu miðum
Feðgarnir þverneita sakar-
giftum enda standist frásagnir
af meintu atferli þeirra
engan veginn. „Fyrri daginn,
15. júlí, sem við áttum að
hafa staðið í fiskflutnigi á
milli bátanna var svo mikil
svarta þoka að ekki sást
nema rétt fram fyrir bátinn.
Það er því í meira lagi
kyndugt að menn skuli hafa
þóst sjá til okkar frá landi, 5-
6 mílur út. Seinni daginn sem
við áttum að hafa staðið í
þessum lögbrotum, 16. júlí;
vildi nú einmitt svo til að
bátarnir voru ekki einu sinni
á sömu miðum. Og frásögn
eftirlitsmanns er furðuleg,
þar sem liann segist hafa séð
til mín í hörkuaðgerð við
Málmey kl. 6 um morguninn,
síðan út af Siglunesi kl. 8 um
morguninn á austurleið, en
ég hafi ekki verið komin í
höfn á Dalvík klukkan tvö
um nóttina og ekki heldurkl.
sjö um morguninn. Þegaröll
tæki eru í lagi hjá mér eins og
þarna er ég ekki nema 2 1/2-
3 tíma úr Eyjafirðinum og
heim á Hofsós”, sagði Ómar.
En hvar varstu þá meðan
eftirlitsmaðurinn beið eftir
þér á Dalvík?
,,Ég var bara á veiðum”.
Komið að til að
borða og fá ís
Þeir feðgar fengu uppgefið í
ráðuneytinu að þrír aðilar
hefðu staðið að kærunni, en
fengu ekki að vita hvaða
aðilar þetta voru. ,,Það er
óskapleg leyndsem hvíliryfir
þessu og maður skilur ekki
hvers vegna. En við teljum
okkur svo sem alveg vita
hverjir þetta eru, og það er
alveg klárt mál að þetta er
ekkert nema öfund. Menn
sem una því ekki aðaðrirgeti
bjargað sér. Heimaaðilarsem
eru ósáttir við að við skulum
ekki landa okkar afla hérna
heima. En það er bara þannig
að við fáum mun meira fyrir
aflann á Dalvík, 80 krónur í
stað 50. Fyrir utan að
þjónustan á Hofsósi erengin,
ekki einu sinni hægt að fá
vatn við bryggju þó að það sé
skylda þar sem löndunar-
krani er. Síðan stendur
ekkert á því að rukka mann
um aðstöðugjald. Við erum
einmitt nýbúnir að fá
álagninguna, upp á fleiri
hundruð þúsund í aðstöðu-
gjald”, sagði Uni.
En er til í dæminu að þið
hafið lagt bátunum hlið við
hlið á Firðinum?
„Það hefur gerst einstaka
sinnum. Stundum hefur
hann komið yfir til mín og
fengið sér að borða, og eins
hefur komið fyrir að hann
hafi lagt upp að til að fá ís,
þar sem ísgeymslurnar eru
miklu betri í mínum bát”,
segir Uni.
Gengiö vel og
ekkert þurft á
svindli að halda
— En nú er það umtalað að
þú sért nokkuð svalur
gagnvart reglugerðum uni
veiðar, og verstu tungurnar
segja að þú hafir varla veitt
bröndu úr sjó á löglegan
hátt. Fékkstu ekki á þig dóm
fyrir nokkrum árum fyrir að
fara innfyrir?
„Jú, ég var dæmdur á
líkum, en þær voru fjarri lagi
réttar. Síðan var ég settur í
þriggja vikna bann í fyrra
fyrir að gefa öðrunt báti fisk.
Það er með það eins og annað
hjá þeim í ráðuneytinu, að
þeir sögðu að ég hefði frekar
átt að henda fiskinum í
sjóinn en gefa hann. Og svo
eru þeir vitlausir út af því að
smáfiski sé hent í sjóinn á
togurunum”, sagði Uni. „Já
þegar maður er í grennd við
togarana sér maður alveg
mökkinn af smáfiskinum
koma frá þeim”, skýtur
Ómar inn í.
En stafar þessi öfund þá af
því að þér hafi gengið vel
Uni?
„Já, eftirlitsmenn hafa
komið og skoðað veiðarfærin
hjá mér. Ég hef alltaf verið
með lögleg veiðarfæri og veitt
á löglegum stöðum. Mér
hefur yfirleitt gengið það vel
að fiska og því ekkert þurft á
því að halda að svindla á
neinu eins og sumir. Það eru
eiturtungurnar sem gera
mönnum lífið leitt, en ég veit
ekki hvernig í ósköpunum
menn ætla að sanna þessar
síðustu sakir á okkur”.
Munu fara í
skaöabóta- og
meiöyröamál
„Það er heldur ekki þannig
að ég hafi þurft að elta karl
föður minn til að fá fisk. Og
það var ansi hart að heyra
það, að það hafi verið tími til
kominn að grípa mig, þar
sem ég hafi varla dýft færi í
sjó í sumar”, sagði Ómar.
En þrátt fyrir að þeir
feðgar hafi misst leyfin á
bátana eru þeir búnir að fá
leyfi fyrir næsta aflaár, sem
hefst 1. september nk. Það
finnst þeim ósköp skrýtið og
er ekki nema von. En þeir
Uni ogÓmareru bjartsýnirá
að vinna málið verði það á
annað borð höfðað. „Og það
er alveg klárt að við munum
fara fram á skaðabætur og
aukningu á kvóta, vegna
þeirrar aflaskerðingar sem
þetta stopp veldurokkur. því
þessi vertíð verður notuðsem
viðmiðun þegar kvóta verður
úthlutað. Þá erlögfræðingur-
inn okkar alveg harður á því
að fara í meiðyrðamál vegna
útvarpsfréttar 29. júlí. Þar
sem við vorum eiginlega
stimplaðir sem mestu afbrota-
menn landsins”, sagði Uni
Pétursson að endingu.
Mál feðganna á Hofsósi:
Rannsókn lokið hjá
sýslumannsembættinu
Hjá sýslumannsembættinu á
Sauðárkróki er lokið rann-
sókn vegna kæru á hendur
feðgunum Una Péturssyni og
Ómari Unasyni á Hofsósi, en
þeir voru grunaðir um brot á
lögum um veiðiheimildir.
Að sögn Halldórs Jóns-
sonar sýslumanns er skýrslu-
gerð lokið og voru gögnin
send ríkissaksóknara í síðustu
viku. Búast má við úrskurði
ríkissaksóknara um frekari
meðferð málsins á næstu
dögum.