Feykir


Feykir - 21.08.1991, Síða 8

Feykir - 21.08.1991, Síða 8
21. ágúst 1991, 28. tölublað 11. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum BILALEIGA SAUÐARKROKS FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR TOYOTA Hl - LUX DOUBLE CAB 1991 LEYSIR FLUTNINGSVANDAMÁLIN GÓÐIR BÍLAR Á GÓÐUM KJÖRUM SÍMAR 36050 ■ 35011 H.S. (STEFÁN) Fyrsta steypan í bóknámshúsið Framkvæmdir við byggingu bóknámshúss fjölbrautaskólans eru komnar vel af stað. Það er alltaf áfangi þegar steypunni er rennt í mótin í fyrsta skiptið í hverri byggingu. Síðastliðinn föstudag var tekið á móti fyrstu steypu í bóknámshúsið. Ekki var þó um stórsteypu að ræða. Fimm rúmetrar fóru niður á mesta dýpið í grunninum í undirstöður undir sökkla. „Erum að leita leiða til að halda skipinu og kvótanum í bænum" Framkvæmdastjóri Dögunar ósáttur við verðlagningu á köldu vatni til fyrirtækisins Tófur við túnfótinn hjá Hjaltdælingum Refaskyttur úr Fljaltadal og Viðvíkursveit náðu nýlega að granda sex tófum skammt frá bænum Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Vegfarendur um Hjaltadalsveg urðu þess varir að dýrbítur var að atast í fé rétt við fjárhúsin á bænum. Sjaldgæft er að lágfóta láti nappa sig svo skammt frá byggð yfir hásumarið. Það tók refaskytturnar Steinþór Tryggvason Kýr- holti og Pálma Ragnarsson Garðakoti tvö kvöld að vinna dýrin sem voru á flækingi utan grenis í fjallshlíðinni fyrir ofan Kjar- valsstaði. Um tvær læður og fjóra hvolpa var að ræða, en karldýrin náðust ekki. Ekki er vitað til þess að dýrin hafi verið búin að drepa fé. Lamb í eigu Hallgríms bónda á Kjarvalsstöðum slapp úr klóm rebba án teljandi áverka, en áður hafði hann orðið var sára á júgt i lambær. Annar bóndi í dalnum hafði einnig séð torkennileg sár á kindum sínum og beindist gmnur bændanna að hundum, enda höfðu viðlíka atburðir gerst suður á landi fyrr í sumar. Talsvert mun vera um tófu í austanverðum Skagfirði. Til að mynda voru nokkur dýr skotin úr skothúsum í' Hjaltadal á liðnum vetri. „Það er alveg greinilegt að bæjaryfirvöld skilja ekki alvöru málsins. Við erum að leita allra leiða til að lækka reksturskostnaðinn, einmitt til að geta haldið skipinu okkar og kvóta þess hérna í bænum. Menn verða að skilja að þetta er dýrt skip fyrir okkur, enda nýlega keypt. Nógu erfitt var þetta fyrir áður en markaðsverðið hrundi um 25% fyrir ári”, sagði Ómar Þór Gunnarsson fram- kvæmdastjóri rækjuvinnslunnar Dögunar á Sauðárkróki. Veitustjórn Sauðárkróks synjaði beiðni Dögunar um lækkun á verði neysluvatns, til samræmis við það sem rækjuvinnslurnar á Siglufirði og Blönduósi þurfa að greiða fyrir líterinn af köldu vatni. en það mun vera talsvert lægra en Dögun greiðir. ,,Við borgum 14 krónur fyrir rúmmeterinn meðan aðrar vinnslur greiða allt niður í 4-6 krónur. Mér finnst vanta mikið upp á að okkar sérstöðu sé sýndur viðhlít- andi skilningur. Vatnsnotkun okkar er gífurleg, og að sjálfsögðu reyna þeir sem verða fyrir áföllum í tekju- öflun eins og við höfum orðið fyrir að minnka rekstrar- kostnaðinn. Það veitirekkiaf að reyna að minnka hann á öllum sviðum” sagði Ómar í Dögun. I máli Hilmis Jóhannes- sonar formanns veitustjómar við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn kom fram að veitustjórn treysti sér ekki til að lækka vatnsverðið hjá einum aðila, því búast mætti við að þá kæmu fleiri á eftir sem vildu lækkun. Hilmir sagði um vatnsnotkun Dögunar að á venjulegum mánudegi þegar allir bæjarbúar væru á fótum, notaði hún 10 sekúntulítra af vatni eða til hálfs við neyslu allra bæjar- búa. I máli Hilmis kom einnig fram að full ástæða er orðin fyrir veitustjórn að svipast um eftir vatnslindum. Þegar harðast væri á dalnum gerði vatnsforði veitunnar ekki betur en duga. Þess má geta að ekkert fyrirtæki á Króknum notar í líkingu við það af köldu vatni sem rækjuvinnslan Dögun gerir. Möskvarnir löglegir en spurning um hvort skerið telst til fasta landsins Enn er deilt um netalögn við Miðfjörð Enn er deilt um lögmæti netalagna við Miðfjörð. Rann- sókn nýjasta málsins er vel á veg komin og þætti þess lokið er Sjúkrahús Skagfirðinga: Ungur Siglfirðingur í starf framkvæmdastjóra Birgir Gunnarsson 27 ára Siglfirðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Skagfirðinga í stað Sæmundar Arna Hermannssonar er lætur af störfum um næstu áramót sökum aldurs. Ellefu aðilar sóttu um stöðuna sem stjórn sjúkrahússins veitti. Birgir er 27 ára að aldri, rekstrarfræðingur að mennt ftá Samvinnuskólanum Bifröst og starfaði síðast við innra eftirlit hjá Olís. Birgir er kvæntur Þorgerði Sævars- dóttur frá Sauðárkróki. Fjórir umsækjenda um stöðuna óskuðu nafnleyndar, en aðrir eru: Baldvin Jónsson, Ólafur Jóhannsson, Hörður Ingimarsson og Þorsteinn Birgisson á Sauðárkróki, Halldór Rafnsson Akureyri og Lúðvík Hjalti Jónsson Reykjavík. snertir netalögnina sjálfa og töku netsins úr vörslu lögreglunnar. Að sögn Grétars Sæmundssonar rannsóknarlögreglumanns eru möskvar netsins löglegir, en lögmæti lagnarinnar snýst um það hvort sker skammt frá landi, sem þurrt er út á i fjöru, telst til fastalandsins. Grétar sagði að það væri ekki sitt að dæma um þetta atriði. Gögnin væru komin til ákæru- valdsins og frekari meðferð málsins hlyti að ráðast alveg á næstunni. Forsaga málsins er þannig. Að kvöldi dags 7. ágúst sl. fóru nokkrir menn á báti frá Skagaströnd til að grennslast fyrir um net við Miðfjörð. Þetta vom veiðieftirlitsmaður, lögreglu- þjóninn á Skagaströnd og tveir menn frá björgunarsveitinni á staðnum. Við Vatnsnes töldu þeir sig finna eitt ólöglegt net, þar sem grunur lék á því að möskvar þess væru ólöglegir og það lagt of langt frá landi. Drógu þeir netið upp og tóku í sína vörslu. Eigandi netsins, sem er frá Hvammstanga, verður þess fljótlega var að netið var horfið og vissi hvar þess var að leita. Þegar til Skagastrandar er komið, bregður lögregluþjóninn sér afsíðis til að nálgast bifreið er aka skyldi með netið til Blönduóss í vörslu embættisins. Rétt í þann mund koma sex menn á tveim bílum frá Hvammstanga. Hefst orðaskak og stimpingar á bryggjunni sem enda með því að eigandi netsins tekur það í sina vörslu. Hvammstangabúunum var síðan veitt fyrirsát við Blöndubrú og þrír þeirra þurftu að gista fangaklefa lögreglunnar um nóttina, öðrum var sleppt. Rannsóknarlögreglu ríkisins var afhent málið til rannsóknar strax morguninn eftir. Auk fyrrnefndrar kæru hefur eigandi netsins, Agúst Sigurðs- son á Hvammstanga, gefið það út, að lögfræðingur sinn muni höfða mál á hendur lögreglunni vegna ærumeiðinga og frelsis- sviftingar. GÆOAFRAMKOLLUN GÆDAFRAMKÖLLUN BÓKAEtED BTWJÆS

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.