Feykir


Feykir - 28.08.1991, Side 1

Feykir - 28.08.1991, Side 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Kennaramálin í kjördæminu: „Staöan síst verri en undanfarin ár" „Staðan er síst verri nú en undanfarin ár, þó að verið sé að ráða kennara á síðustu dögum. Að vísu eru málin víða leyst með leiðbeinendum, en mig grunar að hlutfall réttindakennara hafi heldur skánað. Það kemur þó ekki í Ijós fyrr en búið er að raða kennslunni niður”, sagði Guð- mundur Ingi Leifsson fræðslu- stjóri um ástand kennaramála nú þegar skólar eru að hefjast á næstu dögum. Guðmundur sagði að þetta væri líklega að smella saman. Á Skagaströnd, þar sem ástandið var talið einna vest, vantaði fyrir nokkmm dögum yfirkennara og í eina stöðu að auki. Þá voru kennaramál í gagnfræðaskólanum á Krókn- um heldur ekki komin á hreint. Mestur hefur skorturinn verið á íþróttakennurum. Skagstrendingar fóru út í að auglýsa í Danmörku, fengu fimm umsóknir og hafa ráðið danskan íþróttakennara til starfa. Á Hvammstanga verður í vetur þýskur íþróttakennari. Þá vantaði einnig íþróttakennara við Laugabakkaskóla. Á Hofsósi hefur leiðbeinandi hjá ung- mennafélaginu Neista, Magnús Jóhannesson, verið ráðinn til íþróttakennslunnar. Vestur Húnavatnssýslur: Ferðamannastraumurinn aldrei veriö meiri Vigdís Finnbogadóttir forseti brosir hér breitt til mannfjöldans við komuna á Alexandersflugvöll sl. föstudagsmorgunn. Við hlið hennar er Þorsteinn Ásgrímsson formaður héraðsnefndar. Metaösókn í Fjölbrautaskólann „Ferðamannastraumur hér hefur aldrei verið eins og nú í sumar. Það hefur verið mjög mikil traffík hérna á tjald- stæðunum uppi í Hvamminum. Nei!, skiltamálin hafa ekkert verið að plaga okkur í sumar”, sagði Bjarni Þór Einarsson Sveitarstjóri á Hvammstanga. Bjarni gat þess að í vor hafi verið gert átak í að fá vegfarendur um þjóðveg 1 til að stoppa, og þeir hafi eiginlega ekki búist við að það mundi skila sér fyrr en eftir tvö til þrjú ár. ,,Það eina sem við erum ekki ánægðir með, er að við vonuðumst til að vegagerðin mundi setja upp leiðbeiningarskilti yfir sýsluna við gatnamótin. Við erum hinsvegar alveg viss um að þeir verða búnir að því næsta vor”, sagði Bjarni. Nemendur Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra verða fleiri í vetur en nokkru sinni, á bilinu 380-400. Nýnemar hafa heldur aldrei verið fleiri, 170 voru þeir orðnir fyrir helgina, en ekki reyndist unnt að stað- festa tæplega 50 umsóknir vegna skorts á heimavistar- rými. Af þeim sökum verður heimavistin við Kirkjutorg nýtt í vetur að nýju. Fjölbrautaskólinn verður settur á mánudaginn kemur og kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá næsta dag. Nýjung við skólann í vetur er námsbraut fyrir þroskahefta. Anna Dóra Antonsdóttir hefur verið ráðinn til umsjónar náminu. Nemendur á námsbrautinni verða fjórir. Litlar breytingar verða á kennaraliði frá síðasta vetri. Nýr kennari við skólann er Sigurður Jónsson jarðfræð- ingur. Nýlokið dýpkun Hvammstangahafnar og malbikunarframkvæmdir aö hefjast Nýlokið er dýpkun á Hvamms- tangahöfn og þessa dagana eru að hefjast malbikunar- framkvæmdir. Króksverksmenn munu malbika um 12 þúsund fermetra í þorpinu í haust. Malbikunarstöðin verður staðsett á Hvammstanga í vetur og næsta vor verður síðan lokið við seinni áfanga malbikunar. Um 19000 rúmmetrar voru grafnir upp úr höfninni. Að sögn sveitarstjórans Bjama Þórs Einarssonar hefur þörfm fyrir dýpkun verið til staðar nokkuð lengi, og hún ekki skapast vegna framburðar Hvammsár eða sandburðar inn í höfnina, heldur hafa skipin verið að stækka í seinni tíð, orðið djúpristari. í haust verða um 6000 fermetrar í götum malbikaðir, 2000 á hafnarsvæðinu og 3000-4000 á vegum kaup- félagsins og einstaklinga. Næsta vor verður síðan afgangurinn tekinn, 12- 15000 fermetrar, og verða þá allar helstu götur Hvamms- tanga bundnar varanlegu slitlagi. —KTch?í!! hjDI— Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði Aöalgötu 26 Sauðárkróki RÉTTINGAR • SPRAUTUN ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN r, t\ lí I bilflverlcstgdi r ■' | SU)MtJU*l ■- 0.7, VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SlMI: 95-35519* BlLASlMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 SÆMUNDARGOTU - SlMI 35141

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.