Feykir - 28.08.1991, Blaðsíða 3
29/1991 FEYKIR 3
Skagafjörður:
Mikið ferðamanna-
sumar að baki
Um 3400 manns leituðu
aðstoðar á leiðbeiningaþjónustu
fyrir ferðamenn í Varmahlíð í
sumar. Þjónustan var opin í 54
daga og voru því rúmlega 60
manns að jafnaði sem nýttu sér
þjónustuna á degi hverjum.
Talið er að 300-500 þúsund
manns fari um gatnamótin í
Varmahlíð yfir þrjá mestu
ferðamánuði ársins.
Nokkuð hefur dregið úr
ferðamannastraumnum undan-
farið og var leiðbeininga-
þjónustunni lokað nú um
helgina. Að mati Vigfúsar
Vigfússonar ferðamálafull-
trúa sýndi sig að full þörf er
fyrir þessa þjónustu og má
því reikna með að haldið
verði áfram næsta sumar.
Ferðamannastraumur hefur
verið mikill um Skagafjörð í
sumar. Stefnir í aðum 18000
manns heimsæki byggðasafnið
í Glaumbæ eða fleiri en
nokkru sinni fyrr. Þá hefur
orðið talsverð aukning í
gistingu hjá Aningu frá síðasta
sumri. I júní varð um 50%
aukningu að ræða, 20% í júlí
og í ágúst var nýting heldur
betri en í fyrra. Þá hefur
meiri traffík verið hjá
ferðaþjónustubændum í sumai'
en fyrra.
Feiðaþjónustuaðilar í Skaga-
firði hafa fullan hug á
lengingu ferðamannatímans
og ýmsar hugmyndir hafa
skotið þar upp kollinum.
Tilraunir hafa verið gerðar
með sölu á veiðileyfum í gæs
og rjúpu og gæti sá útvegur
átt eftir að vefja upp á sig. Þá
hefur nýverið borist fyrir-
spurn frá Sviss um bátsferðir
í svartfuglaveiði.
Glæsilegt knattspyrnumót varhaldið íSauðárkróki um helgina, pollamót svokallað Króksmót
þar sem þátttakendur voru um 350. Auk norðvestursvæðisins komu til keppni lið frá Dalvík
ogSnæfellsnesi;Stykkishólmi ogGrundarfirði. Siglfirðingar voru sigursælir á mótinu, lið KS
sigraði í 6. og 7. flokki, en Tindastóll sigraði í 5. flokki. Hér sjást sigurreifir
Tindastólsstrákar ásamt þjálfara sínum Birni Björnssyni.
Fljótamenn urða sorp á Króknum
Hreppsnefhd Fljótahrepps óskaði
nýlega eftir að fá að urða sorp
Norsk sumarhús á Blönduósi
Trésmiðjan Stígandi hf. á
Blönduósi hefur sett upp tvö
orlofshús á bökkum Blöndu. Á
því svæði, sem er við hliðina á
tjaldsvæði bæjarins, hefur
verið skipulögð 10 húsa
byggð. Þessi hús eru fram-
leidd í Noregi. Húsin þykja
afar vel hönnuð og vönduð að
allri gerð og fyrir 20 árum
fengu þau fyrstu verðlaun í
samkcppni sumarhúsa. Síðan
hefur verksmiðjan framleitt
fjölmörg sumarhús auk íbúðar-
húsa og barnaheimila.
Að sögn Grétars Guðmunds-
sonar eins af eigendum
Stíganda hf. hefur fyrirtækið
fengið einkaleyfi á innflutningi
þessara húsa til íslands og
hugmyndin er að þau verði
að meira eða minna leyti
smíðuð hérlendis eftir norsku
teikningunum. Grétar sagði
að með því að setja fyrstu tvö
húsin upp við hliðina á
tjaldsvæði bæjarins væri
annars vegar verið að auglýsa
þessi góðu hús og hins vegar
stuðla að uppbyggingu meiri
ferðamannaaðstöðu á Blöndu-
ósi. Þegar er farið að leigja
húsin út og kvaðst Grétar
fullviss að í framtíðinni yrðu
þau mjög vinsæl jafnt sumar
sem vetur. MÓ.
á sorphaugum Sauðárkróks í
Skarðslandi. Fljótamenn fóru
þarna að fordæmi nokkurra
sveitarfélaga í Skagafirði sem
komið hafa sorpi til urðunar á
sorphaugum Sauðárkróksbæjar.
Þessi þróun bendir til að í
framtíðinni verði allt sorp í
Skagafirði urðað á einum
stað.
„Það hefur lengi verið
vandamál hjá okkur yfir
ferðamannatímann að losna
við sorpið. Það vill t.d. verða
ansi mikið sorp eftir 200
manna ættarmót, en það er
að verða talsvert algengt að
ættarmót séu haldin í
skólanum á Sólgörðum eða í
félagsheimilinu á Ketilási.
Við ákváðum að prófa í
sumar að flytja sorpið á
Krókinn og það getur
vel verið að við höldum áfram
næsta sumar”, sagði Örn
Þórarinsson oddviti Fljóta-
hrepps.
Ómar Kjartansson, er
annst sorphirðuna á Sauðár-
króki, sér um að bagga
sorpið úr gámum út um
héraðið og fiytja það á
urðunarstað. Farið var að
urða sorp í Skarðslandi í
byrjun árins og lofar sú
aðferð góðu
Skid Row
í Laugar-
dalshöll
Þungarokksunnendur á íslandi
hafa fengið mikið fyrir sinn snúð
síðustu misseri. Enn hafa þeir
ástæðu til að kætast því
bandaríska hljómsveitin Skid
Row kemur hingað til lands í
næstu viku og efnir til tvennra
tónleika í Laugardalshöllinni
dagana 6. og 7. september.
Islenska stórsveitin GCD „hitar
upp'' á báðum tónleikunum.
Orðrómur er á kreiki þess
efnis að Axl Rose, söngvari
hljómsveitarinnar Guns'n Roses
komi hingað til lands í slagtogi
með Skid Row og taki jafnvel
lagið á öðrum tónleikunum.
Þessar sveitir leika saman á
Wembley leikvanginum i Lundún-
um á laugardag. Mikill oggóður
vinskapur er á milli Sebastian
Bach, söngvara Skid Row og
Axl Rose.
Ferill Skid Row hefur verið
með ólíkindum. Sveitin sendi
fyrir tveimur árum frá sér
frumraun sína, Youth Gona
Wild. Tvö laga þeirra plötu
náðu hátt á vinsældalista austan
hafs og vestan. Platan seldist í
milljónum eintaka.
(fréttatilkynning)
SAMVINNUBÓKIN
Ennþá hækkum við vextina.
Nú eru nafnvextir 17% og ársávöxtun 17.72%
INNIÁNSDEILD KAVPFÉIAGS SKAGFIRÐINGA