Feykir - 28.08.1991, Qupperneq 5
29/1991 FEYKIR 5
Hér er haldið niður í
Staðarbjargarvík neðan Hofsóss
þar sem gefur að líta
sérkennilegt stuðlaberg. Jón
Guðmundsson sveitarstjóri er í
broddi fylkingar, þá Vigdís,
Aðaheiður sýslumannsfrú, Hall-
dór sýslumaður og Kornelíus
forsetaritari.
Hrauni. Skátafélagið Eylífs-
búar gaf forsetanum við
heimsóknina í skátaskálann
Brekkusel, öll bindi Sögu
Sauðárkróks eftir Kristmund
Bjarnason. Frá Sauðárkróks-
bæ fékk hún málverk afTinda-
stóli eftir Sigurð Sigurðsson
og héraðsnefndin gaf foisetan-
um víkingaskip úr silfri.
Skipið stendur á blágrýtis-
steini sem sóttur var til
Drangeyjar á Jónsmessunótt
sl., skjaldarmerki Skagfirðinga
er í seglinu, og var verkið
unnið af Sigurði Þórólfssyni.
Þá var foretinn leystur út
með gjöfum við heimsókn í
Hjúkmnar- og dvalarheimilið.
Karlakórinn Heimii' reyndist
sannspár þegar hann söng
Skín við sólu á flugvellinum
við komu forsetans. Helgin
var ágætlega sólrík í Skaga-
firði.
Sumartíöin gefiö mönnum kraft til sálar og líkama
Á Skagaströnd hefur í
sumar verið gott tíðarfar sem
annars staðar í okkar fagra
landi. Það er því mestu
öfugmæli í dag að segja að
„illviðrin á argri strönd, illt
sé við að búa” eins og
tíundað er í vísunni frægu
sem Guðmundur Einarsson
sýsluskrifari orti forðum. En
þó hefur seinni hluti vísunnnar
trúlega skilað sér að lokum til
raunveruleikans og er það
vel. Einhver æðri hönd hefur
verið okkur Skagstrending-
um gæskurík á seinni árum
og vonandi heldur áfram sú
uppbygging sem sett hefur
mark sitt á byggðina undir
Borginni síðustu tvo ára-
tugina.
Ef nefna skal einstaka
atburði síðustu mánuða, þá
hafa framkvæmdir við höfnina
verið í fullum gangi og eru
þar ekki smáir hlutir að
gerast. Áfram hefur verið
haldið með það verkefni að
steypa gangstéttir og hefur
Helgi Gunnarsson annast
það verk eins og í fyrra. Af
verklegum framkvæmdum
má líka nefna að lagt hefur
verið bundið slitlag á Ránar-
braut, Mánabraut og Hóla-
nesveg auk lagfæringa á
öðrum götum. Æskulýður
bæjarins hefur verið virkjaður
til starfa við margskonar
umhverfisfegrun og almenna
snyrtingu á ásýnd kauptúnsins.
Hafa ýmsar ágætar valkyrjur
verið í forystu fyrir vinnu-
flokkum þessara ungu starfs-
manna hreppsins. Má með
sanni segja að þessi unglinga-
vinna á vegum sveitarfélags-
ins sé mjög jákvætt framtak,
en oft má þó segja að aðhald
og skipulag þurfi að vera
meira.
Staðhæfa má þó að
ýmislegt sem dregið hefur
Skagaströnd aftur úr hvað
snertir þróun í almennu tilliti
sé yfirstigið og ber að fagna
því. Vökul hugsun og
framfaravilji forsvarsmanna
og allra íbúa Skagastrandar
eru grundvallaratriði og ráða
mestu um það hvernig tekst
að halda á málum fyrirþetta
aldagamla kauptún í nútíð
og framtíð. Þar verður fyrst
og fremst að jgilda máttur
samstöðunnar. I skólamálum
hefur verið þungt fyrir fæti.
Vantaði marga kennara í vor
og auk þess lét Páll Leó
Jónsson af störfum sem
skólastjóri við Höfðaskóla
og tók við skólastjórastarfi á
Blönduósi. Páll hefur gegnt
starfi skólastjóra hér síðan
1986 og staðið sig með mikilli
prýði. Er eftirsjá að þeim
hjónum og fylgja þeim góðar
óskir um gæfu og gengi í
lífsins starfi.
En maður kemur í manns
stað. Ingibergur Guðmunds-
son tekur nú við starfi
skólastjóra við Höfðaskóla,
en hann var áður yfirkennari
við skólann. Er þar um
reyndan og virtan skóla-
mann að ræða. Vonir standa
til að brátt leysist úr
kennaramálum ogerreyndar
ekki langur tími tilstefnu. En
landsbyggðin öll þekkir
vandamál af þessu tagi.
Að síðustu vil ég geta þess
að 9. júlí lést Jón Jónsson
fyiTverandi framkvæmdastjóri
Rækjuvinnslunnar, eftir langa
og hetjulega baráttu við
illvígan sjúkdóm. Jón var
virtur og vinsæll maður í
lífheimi Skagastrandar um
áratugi. Hann sat í sveita-
stjóm og gegndi margháttuðum
trúnaðarstörfum og var
maður sátta og samstöðu.
Hann kom alls staðar fram til
góðs. Útför hans fór fram frá
Hólaneskirkju þann 19. júlí
að viðstöddu miklu fjölmenni,
sr. Hjálmar Jónsson jarðsöng
og var athöfnin fögur og
eftirminnileg. Fagurt veður
var þennan dag og útsýn
björt og skínandi yfir til
Strandanna, þar sem Jón var
fæddur og uppalinn. Það var
í alla staði vel við hæfi. Jón
hlýtur fyrstur manna leg í
nýjum hluta Spákonufells-
garðs og vígði sóknarprestur
okkar sr. Egill Hallgrímsson
garðinn við þessa jarðarför.
Jón Jónsson var einn
þeirra manna sem settu svip
sinn á bæinn. Er ekki að efa
að margir munu sakna þessa
prúða og jákvæða manns.
Hann var valmenni.
Nú er langt liðið á sumar
og brátt fer að hausta.
Skagstrendingar mæta komandi
vetri með þrótti og þolgæði,
enda hefur sumartíðin gefið
mönnum kraft til sálar og
líkama. Brátt líður líka að því
að nýja kirkjan verði vígð og
þá geta margir sagt „Nú er
mikið um dýrðir” eins og
Árni Dalskeggur forðum.
Sem betur fer er tilefnið
annað og gleðilegra en þá
var- Rúnar Kristjánsson.
HROSS í ÓSKILUM!
Jörp hryssa dökk í tagl og fax ca. 3ja til
4ravetra. Mark líkist hófbiti framan
hægra, biti aftan vinstra. Frekari
upplýsingar gefur Sveinn Guömundsson
ív.s 95-35200 h.s 95-35192
ÍÞRÓTTASKÓR
í SALINN
VERÐ KR. 1989
SKAGFIRÐINGABÚÐ