Feykir


Feykir - 09.10.1991, Qupperneq 8

Feykir - 09.10.1991, Qupperneq 8
Oháö fréttablað á Noröurlandi vestra 9. október 1991, 35. tölublað 11. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á fóstudögum GunnarHelgason með aflífunarbvssuna sem hann þróaði. Aflífunarbyssa þróuð á Króknum: Komin í flest slátur- hús hér á landi Norðmenn keyptu rúmar 100 Fæstir vita að byssa sú sem notuð er við aflífun á sláturhúsum landsins er þróuð á Sauðárkróki. Tilkoma hennar lækkaði sláturkostnað nokkuð, þar sem byssan er knúin loftkerfi sláturhúsanna og skot eru því óþörf. Norð- menn hafa keypt rúmlega 100 slíkar byssur og líka þær vel. Það var fyrir rúmum 10 árum sem Helgi heitinn Rafn kaupfélagsstjóri var staddur Ríkið kaupir stjórnsýsluhúsið Nýlega var gengið frá kaupum ríksins á stjórnsýsluhúsinu á Blönduósi. Kaupverðið er rúmar 30 milljónir og greiðist m.a. með rúmlega 14 milljón króna skuld sýslusjóðs við ríkisjóð. Blönduósbær er með skrif- stofur sínar í húsinu en hefur árs umþóttunartíma til að útvega nýtt húsnæði. Embætti sýslumanns og lögregla verða í húsinu áfram og einnig er ráðgert að þarna verði til húsa héraðsdómari. úti í Þýskalandi og sá þá hvar smiðir voru að negla klæðn- ingu á stórbyggingu með loftbyssu. Helga kom þá í hug hvort ekki væri mögu- leiki á að nota slíkt verkfæri við slátrun, þar sem loftkerfi vinnslurásar húsanna þýddi að um beinan sparnað yrði að ræða. Helgi fékk leyfi framleiðanda loftbyssunnar til að breyta henni eins og þyrfti, með því skilyrði að verksmiðjan fengi framleiðslu- réttinn. Gunnar Helgason fékk síðan það verkefni vetrarpart að útfæra byssuna þannig að hún hentaði við slátrunina. Gunnari virðist hafa tekist mjög vel upp, byssan hefur líkað vel og seldar hafa verið rúmlega 130 hér innanlands, en KS hefur einkaumboð á sölu þeirra hér á landi. Gunnar sagðist hafa heyrt að síðasta haustið áður en loftbyssan var tekin í notkun, hafí skotkostnaður á sláturhúsi KS verið 2,5 milljónir gamlar, og 60 milljónir hjá Sambandshús- unum öllum. Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 ■ 16.00 Sími 35353 ík Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Sauðkrækingar og sjálfsagt fleiri naga handarbökin: Leðursófasett keypt eftir mynda- lista, greidd að fullu en ókomin Margir aðilar á Sauðárkróki eru að verða mjög uggandi um að leðursófasett sem þeir festu kaup á í vor, er sölumenn frá höfuðborgarsvæðinu voru hér á ferðinni, muni ekki skila sér á Krókinn. Kaupsamningar voru flestir gerðir með raðgreiðslum gegnum greiðslu- kortafyrirtæki. Sófasettin áttu samkvæmt samningi að koma nokkrum vikum seinna. í byrjun þessa mánaðar luku nokkrir kaupenda greiðslum sínum, en ennþá eru sófasettin ókomin. Sölumenn fyriitækisinsseldu húsgögnin með því að framvísa myndalista. Mun þeim hafa orðið vel ágengt síðustu daga maí sem þeir voru hér á ferðinni enda verð hagstæð. I kaupsamningi voru ákvæði um að ef varan yrði ekki komin til kaupand- ans innan 120 daga gæti hann sagt upp samningnum og fengið endurgreitt. Þrátt fyrir þetta ákvæði höfðu 6. júní kaupsamningar verið seldir gj'eiðslukoitafyriitækjum. Þegar síðan húsgögnin komu ekki og upphæðir raðsamningsins tóku að birtast á greiðslu- kortareikningnum, fór fólk- inu að snúast hugur og reyndu margir að afturkalla greiðslurnar, en það er ekki hægt samkvæmt reglum greiðslukortafyrirtækjanna. Að minnsta kosti sex aðilar hafa snúið sér til lögfræðings. Forsvarsmaður fyrirtækisins syðra sagðist vonast til að geta önglað saman fyrir húsgögnunum nú eftir helgina, en nokkuð ljóst er að þau eru ókomin til landsins. Einnig þykir full- víst að um eignalausan aðila sé að ræða. Hjá neytendasamtökunum fengust þær upplýsingar að talsvert væri um vandræða- mál af þessu tagi kæmu upp, og lyktaði þeim á ýmsan hátt. Full ástæða væri til að vara fólk við að gera slíka kaupsamninga svo framar- lega sem það væri ekki í fullri vissu að um traustan aðila væri að ræða. Hvammstanga- hreppur kaupir Ytri-Velli Hvammstangahreppur festi nýlega kaup á jörðinni Ytri- Völlum í Kirkjuhvammshreppi. Kaupverð er fjórar milljónir og verður jörðin afhent Hvammstangabúum til afnota næsta vor. Ytri-Vellir eru við inn- keyrsluna í bæinn og liggja að bæjarmörkum upp við þjóðveg, þar sem Syðri- Hvammur kemur á milli en þar eru tjaldstæði og íþrótta- leikvangur bæjarins. Að sögn sveitarstjóra er hugmyndin að nýta landið fyrir ýmsa útvist, svo sem fyrir hesta- menn. feykjur Heimir sellu- bróðir íhaldsins Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að nýr maður tók við starfi útvarps- stjóra á dögunum, séra Heimir Steinsson fyiTv. þjóð- garðsvörður á Þingvöllum. Það vakti nokkra athygli þegar Heimir var skipaður í embættið og tekinn fram yfir fólk sem þykir standa framarlega í flokki mennta- málaráðherra Olafs Einars- sonar, samanber Ingu Jónu Þórðardóttur. Þetta barst í tal meðal skólabræðra séra Heimis við prstvígslu á Hólastað um fyrri helgi. Séra Jóni Einars- syni prófasti í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og Bolla Gústavssyni vígslubiskupi fannst mikið um þá breytingu sem orðið hefði hjá séra Heimi frá því á námsárunum. Hann hefði þá staðið vinstra megin við þá báða í pólitíkinni en væri nú orðinn útvalinn af hægrimönnum. Séra Hjálmari Jónssyni sem heyrði á tal stéttarbræðra sinna kom þá í hug þetta vísukorn. Gömlu vinirnir gerast hljóðir og gefa upp vinstri trúna, því séra Heimir ersellubróðir sjálfstæðismanna núna. Dýrinn boðinn velkominn Það má nærri geta að hagyrðingar á Króknum hafi brugðist við Hofsós-vísunni í síðasta blaði, þar sem talað var um að Gísli Hallldórsson dýralæknir hefði verið óþjáll við hreppsnefndina varðandi búsetumálin. Eins og Feykir hefur greint frá er Gísli nú í ársleyfi frá dýralæknisstörfum og starfar sem framkvæmda- stjóri Slátursamlags Skag- firðinga. Króksarinn var galsafenginn í yrkingum til að byrja með og hafði fyrri partinn svona: Gísli rollur gamlar sker og gæðakjötið selur. Sá sig svo um hönd með þessa glannalegu byrjun og ákvað að hafa vísuna heldur þannig. Gísli dýri á heima hér, heldur Krókinn velur, en Sigurpáll til sóma er, sama hvar hann dvelur. gædaframkollun GÆÐAFRAMKOLLUM BÓKABtJÐ BKYNcJARS

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.