Feykir


Feykir - 16.10.1991, Síða 8

Feykir - 16.10.1991, Síða 8
16. október 1991, 36. tölublað ll.árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á fóstudögum Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 ■ 16.00 Sími 35353 ik Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Skagaströnd: Nýja kirkjan vígð á sunnudaginn Undanfarin ár hefur ný kirkja verið í smíðum á Skagaströnd og hefur framkvæmdum miðað allvel áfram. Kirkjan verður vígð á sunnudaginn kemur 20. október kl. 14 og mun herra Olafur Skúlason biskup annast það verk og eru allir velkomnir til athafnarinnar. Kirkjan er teiknuð af Ormari Þór Guðmundssyni og Ornólfi Hall hjá Arkitektastofunni í Reykjavík, en verkinu hefur Helgi Gunnarsson bygginga- meistari á Skagaströnd stjómað. Að sögn Lárusar Ægis Guðmundssonar formanns bygginganefndar kirkjunnar hefur gengið tiltölulega vel að fjármagna kirkjubygg- inguna en lokaáfanginn við smíðina er samt fjárhagslega mjög erfiður. Nú þessa dagana fer fram fjársöfnun meðal íbúa kauptúnsins og annarra velunnara kirkjunn- ar þar sem safnað er fyrir kaupum á 200 stólum. Það er sá sætafjöldi sem kirkjan tekur og kostar hver stóll 16000 krónur. Undirtektir við söfnunina hafa verið i i' tjm*' ' jil™ góðar og m.a. margir brottfluttir Skagstrendingar gefið upphæðir sem nema andvirði stóls eða stóla. Við vígsluna mun kirkju- kór Hólaneskirkju syngja við undirleik JulianHewlett en eftir hann verður flutt frumsamið tónverk fyrir orgel og flautu sem tileinkað er kirkjunni. Þá mun Jóhanna Linnet syngja einsöng og Kristján Hjartarson flytja frumort ljóð í tilefni dagsins. Aðrir flytjendur tónlistar verða Rosemary Hewlett og Skarphéðinn Einarsson. Að lokinni athöfn í kirkjunni verður öllum viðstöddum boðið í kaffiveislu í félags- heimilinu Fellsborg þar sem ýmis atriði verða á dagskrá. Rjúpnaveiðitímabilið byrjað (jMfy ‘etr 7 _ __ Ef marka má mynd Guðráðs á Beinakeldu er kannski eins gott að rjúpnastofninn er talinn í lágmarki um þessar mundir. Myndin gæti heitið „martröð rjúpnaskyttunnar”, en veiðitíminn hófst einmitt í gær og stendur til 20. desember. Siglufjöröur áfram á 96 Siglufjörður og Fijótin verða líklega áfram inn á svæði 96 þrátt fyrir að breyting verði á simaleið til Siglufjarðar von biáðar. Ljósleiðari hefur verið lagður frá Siglufirði út á Sauðanes, þaðan fer sam- bandið með örbylgju til Feils í feykjur Þung sala í leörinu Fréttin um leðursófasettin í síðasta blaði vakti nokkra athygli. I samtali í útvarpinu kom fram að 33 aðilar í Skagafjarðarsýslu hefðu fjár- fest í húsgögnunum og því miður er tómlegt um að litast í flestum stofunum þeim núna. Þá má búast við að sölumanninum frá Framvís hafi ekki gengið vel þar sem hann var í söluferð úti á landi, salan sjálfsagt verið þung. Fólk mun einnig hafa verið nokkuð tortryggið í garð bóksala sem voru á ferðinni á Króknum fyrir helgina. Þá hefur vakið athygli að húsgagnakaup- menn hafa auglýst sófasett grimmt undanfarna daga sérstaklega leðursófasett. Skagfirsk hugkvæmni í Yokohama Ekki hefur verið meir um annað talað á undaförnum dögum en glæsilegan árangur íslensku bridssveitarinnar á heimsmeistaramótinu. Augu manna hafa eðlilega beinst að spilurunum, en einnig er veil að gefa gaum þeim sem lögðu drög að sagnakerfi því er þeir notuðu. Þar á hlut að máli Asgeir nokkur Asbjöms- son kerfisfræðingur í Kópa- vogi en hann er sonur Ásbjörns Skarphéðinssonar Pálssonar frá Gili. Það má því með sanni segja að klókindi Gilsaranna hafi skilað íslensku sveitinni vel áleiðis í Yokohama. Höföaö til skotveiöimanna Eins og menn muna fitjuðu Enghlíðingar upp á þeirri nýbreytni í haust að bjóða ferðalöngum í smölun á stóði í Laxárdal. Eftir eltingarleikinn við kúna frá Fremsta-Gili nú fyrirhelgina segja gámngarnir að hug- myndirnar komi bókstaflega í fangið á Enghlíðingum og hrannist upp. Nú verði næst höfðað til skotveiðimanna, enda hafi markaður fyrir nautgripakjöt dvínað undan- farin misseri. S1 éttuhiíð og þaðan í Sauðárkróksstöðina. Að sögn Ársæls Magnús- sonar umdæmisstjóra Pósts og síma var leitað eftir umsögn Siglfirðinga um það hvort þeir vildu flytjast yfir á 95 svæðið. Bæjarstjórn Siglu- fjarðar óskaði eftir að vera áfram á 96 svæðinu, enda hefðu bæjarbúar mun meiri viðskipti við Akureyri en Sauðárkrók, í gegnum útibú KEA á Siglufirði. Ársæll sagði að trúlega verði farið að óskum Siglfirð- inga þrátt fyrir að Fljóta- menn hefðu líklega kosið að hafa það á hinn veginn vegna viðskipta sinna við Sauðár- krók. Siglufjörður og Fljótin eru á gjaldsvæði tvö, þannig að þeir þurfa að greiða minna fyrir símtöl á 95 svæðið en aðrir notendur utan þess svæðis. Sauðkrækingar hafa óskað eftir því að skattstofan verði sett á grænt númer. Þess má geta að gamla símaleiðin til Siglufjarðar var um Grímsey til Húsavíkur. Bráðlega verður hafist handa við gerð nýrrar stafrænnar símstöðvar á Siglufirði og er gert ráð fyrir að því verki ljúki með vorinu. Götulýsing við Víðihlíð Við Víðihlíð í Víðidal er nú búið að setja upp götulýsingu. Nær iýsingin allt frá Birkihlíð og út fyrir Víðigerði. Að sögn Ólafs B. Óskars- sonar oddvita nam heildar- kostnaður við uppsetning- una um 2.3 milljónum króna. Fjárveiting var til verksins af vegafé þessa árs um 1 milljón króna en afganginn greiddi hreppur- inn í bili. Sótt verður um fjárveitingu fyrir því sem á vantar og sagðist Ólafur vonast eftir góðum undir- tektum við þeirri umleitan þar sem um öryggissjónar- mið væri að ræða vegna umferðar í kringum sölu- skálann, verkstæðið, félags- heimilið og byggðarkjarnann sem myndast hefurá þessum stað. Sagði hann mesta mildi að ekki hefðu orðið slys á þessum stað t.d. þegar skemmtanir eru í félags- heimilinu, allt óupplýst og umferðarhraðinn eins og hann er þarna um veginn. Vonast hann einnig til að þessi framkvæmd megi verða til þess að lífga upp á staðinn og gera hann enn meira aðlaðándi en fyrr. EA. GÆOAFRAMKOLLUN CÆDAFRAMKÖLLUM BÓKABÚÐ BRYIÆJARS

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.