Feykir


Feykir - 23.10.1991, Side 2

Feykir - 23.10.1991, Side 2
2 FEYKIR 37/1991 feykir - Óháö fréttablað á Noröurtandi vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aöalgötu 2, Sauöárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Siguröur Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Hólmfríöur Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR- VERÐ: 100 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku- dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Frárennslismál Varm- hlíðinga í betri horf Helstu framkvæmd Seylu- hrepps í ár, gerð rotþróar fyrir byggðina í Varmahlíð, er nýlokið. Vonast er til að holræsi nyrði hluta þorpsins verði tengd þrónni nú í haust, en nýjar lagnir verða að koma til svo syðri hluti þorpsins tengist rotþrónni. Verður ráðist í þá framkvæmd næsta sumar og einnig áætlað að gera átak í gatnamálum þorpsins í leiðinni. Rotþróin stendur neðan þrjóðbrautar og er 205 rúmmetrar að stærð. Knútur Aadnegard byggingarmeist- ari annaðist framkvæmdina sem kostar um 2,6 milljónir. Frárennslismál Varmhlíð- inga hafa ekki fullnægt reglugerðum til þessa og leysir þessi framkvæmd úr brýnni þörf. Skólpið hefur endað út í Húseyjarkvísl, en það samt ekki orðið til að ergja veiðimenn, enda rennslið talið auka lífríki árinnar. Að sögn Sigurðar Haralds- sonar oddvita Seyluhrepps er nú unnið að hönnun holræsa- kerfis í syðri hluta þorpsins og væntanlegum gatnafram- kvæmdum næsta sumar. Ekki er unnt að segja á þessu stigi hversu langt verður farið í gatnagerðinni. Þá er nýbúið að koma fyrir nýjum miðlunartanki fyrir hitaveituna. Nýi tankurinn tekur21 þúsund lítra oger úr járni eins og tveir gamlir tankar sem fyrir voru og tóku samtals 6000 lítra. HEILSUG/ESLAN AUGLYSIR! INFLUENSUBÓLUSETNING Bólusetningin er einkum ætluö öldruöu fólki meö hjarta og /eöa öndunarfærasjúkdóma. Áætlaöur kostnaöur er kr. 800 Panta þarf bólusetningu í síma 35270 fyrir 8. nóv. Bólusett verður: Mánudaginn 18. nóv. kl. 16 -17 á Heilsugæslunni Sauðárkróki Þriöjudaginn 19. nóv. kl. 13 -16 Heilsugæslan Varmahlíð Miövikudaginn 20. nóv. kl. 9 -12 Heilsugæslan Hofsósi STARFSFÓLK Guómundur Svavar Valdimarsson $ Fæddur 28. maí 1920 Dáinn 11. október 1991 Mig langar í örfáum orðum að minnast vinar okkar Guðmundar Valdimars- sonar, sem lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 11. október s.l. eftir hetjulegan bardaga við illkynja sjúkdóm sem fáir sleppa lifandi frá. Guðmundur fæddist að Mið-Mói í Fljótum 28. maí 1920 sonur heiðurshjónanna Margrétar Gísladóttur og Valdimars Guðmundssonar. Ekki staldraði hann lengi við þar því þaðan fluttu þau þegar hann var ársgamall að Garði í Hegranesi og bjuggu þar til 1927, en þaðan kom viðurnefnið Mundi Valda Garðs sem allir kannast við sem til þekkja. Til Sauðár- króks flutti hann með foreldrum sínum 1927 og bjuggu þau að Skagfirðinga- braut 12 alla tíð síðan. 20. desember 1942 gekk Mundi að eiga Sigurbjörgu Sigurðardóttur, Boggu, frænku mína frá Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap fyrst á Skagfirðinga- brautinni hjá foreldrum hans en byggðu sér síðan íbúðar- hús á Bárustíg 3 og fluttu í það 1952 þar sem þau bjuggu síðan. Mundi vann allan sinn starfsaldur hjá Kaupfélagi Skagfírðinga, byijaði í Mjólkur- samlaginu 16 ára gamall og keyrði síðan flutningabíl milli Reykjavíkur og Sauðár- STORLEIKUR í LfiVfiRÐfi- DEILDINNI FÖSTUDAGINN 25.-10. KL. 19.30 MÆTAST TINDASTÓLL A OG TINDASTÓLL B (MOLDUXAR) í ÍÞRÓTTAHÚSINU Á SAUÐÁRKRÓKI AÐGANGSEYRIR KR. 200 FYRIR FULLORÐNA TINDASTÓLL A OG TINDASTÓLL B króks en byjaði að vinna á Bifreiðaverkstæði K.S. 1947 og vann þar til 1. maí 1990. I áratugi var hann sýningar- maður í Sauðárkróksbíói og í 23 ár samfellt sáu þau hjón um rekstur þess og minnast eflaust margir þeirra tíma að fara í bíó til Munda og Boggu. Mundi var mikill heiðurs- maður, ábyrgursvo af barog mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Mjög eftirsóttur og góður bifvélavirki og voru þeir ófáir sem ekki vildu láta aðra fara höndum um bíla sína en hann. Hjónaband þeirra Munda og Boggu var einstaklega hamingjusamt. Aldrei bar þar skugga á og voru þau einstaklega samhent í gegn- um lífið. Þau eignuðust tvær dætur, Margréti Nýbjörgu, búsett á Akureyri, gift Rafni Benedikts- syni, þau eiga einn son Guðmund Valdimarog Guð- laugu Ingibjörgu, búsetta á Siglufirði, gift Steini Elmari Árnasyni. Þau eiga þrjú börn Fanney, Grétar Rafn og Sigurbjörgu Hildi. Ókeypis smáar Til sölu stórt Ijósgrátt sófasett 3+2+1. Pluss áklæði, mjög vel farið, verö 20.000 til 25.000. Uppl. Is: 95-36680 eftir kl. 19.00 eöa 96-71033. Til sölu er nýleg Philco þvottavél. Einnig barna- göngugrind. Uppl. I slma 95-12655. Til sölu Victor At 286 c 2ja ára m/litaskjá og mús. Uppl. ísíma 95-12655. Til sölu er Subaru 1800 4x4 árg. 1981. Rauður, ekinn 123 þúsund. Skoðaður '92. Upplýsingar I síma 95-45571 á kvöldin. Til sölu, selst mjög ódýrt Svefnbekkir, sófasett, hornborð, húsbóndastóll, rakatæki, útvarpsfónn, stólar, glnur, kastarabrautir, kastarar, þrekhjól með tölvu, skíði, skiðaskór, útigrill, með boröi, rafmagnshella. Upplýsingar í slma 35410 og 35802. Svartur krakkastakkur með mynd á bakinu fannst við Sauöána um síðustu helgi. Eigandi hringi I sima 35914. Ég kynntist Munda fyrst þegar ég var smápolli heima á Geirmundarstöðum. Þá var hann ásamt foreldrum sínum og Boggu að heyja á grundinni niður við veg. Síðan hefur verið mikið og gott samband milli fjöl- skyldnanna og heimsóknir tíðar á báða bóa og upp í hugann koma minningar frá sláturtíðinni í gamla daga, en þá vorum við Gulli bróðir í fæði og húsnæði hjá Boggu og Munda á Bárustígnum. Það var ógleymanlegur tími. Við í Raftahlíðinni kveðjum þig Mundi minn með vinsemd og virðingu og þökkum þér fyrir allt. Elsku Bogga mín, missir þinn og fjölskyldu þinnar er mikill en minningin um góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa lifir þegar sorgin líður hjá. Geirmundur Valtýsson. Kaupið rjúpur 450 kr. stgr. Upplýsingar I síma 95-38055 Til sölu nýtt 21 tommu Siemens litsjónvarp með fjarstýringu. Gott verö ef samiö er strax. Upplýsingar Islma 95-12673 ákvöldin. Til sölu Massey Ferguson traktorsgrafa 50b árgerö '75. Góð vél. Upplýsingar I síma 95-12673 ákvöldin. Til sölu vetrardekk 5 dekk á felgum, stærð 600x13". Upplýsingar I síma 35505. Til sölu skrautlegir hanar, Islenskur stofn. Upplýsingar I slma 38054. Hesthúspláss! Óska eftir aö taka á leigu eða kaupa 3-4 bása I hesthúsi á Sauðár- króki. Uppl. Is: 91-667593 eftir kl. 17.00. GÆÐABfLL FYRIR VETURINN! Til sölu Subaru 1800 GL 4x4 árgerö 1989, grár aö lit, ekinn 44.000 km. Upplýsingar I slma 36640 vs., 35606 hs.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.