Feykir


Feykir - 23.10.1991, Qupperneq 6

Feykir - 23.10.1991, Qupperneq 6
6 FEYKIR 37/1991 Hagyrðingaþáttur nr. 106 | Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Vilhjálmur Benediktsson frá Branda- skarði sem byrjar þáttinn að þessu sinni. Stilli ég tökin stuðla máls, stund andvöku ei kvíði. Oðarvökum uni ég frjáls oft við stöku smíði. Önnur vísa kemur hér eftir Vilhjálm. Þó mig hindri hugtök veik og harma bindi í geði. Mér finnst yndi að ljóðaleik, lífs hann myndar gleði. Margir kannast við þann mun sem getur verið á málfari fólks eftir lands- hlutum. Eitt sinn, er Vil- hjálmur hafði hlustað á austfirskt málfar í útvarpinu, orti hann eftirfarandi vísu. Ef ég sjæði Austfirðing, ég held ég dæði af stórhrifn- ing. Eða ég færi að flýta mín að flytja Guðrúni til þín. Ein vísa kemur hér énn eftir Vilhjálm. Vörnin spaka yst og innst oss mistakast hlýtur, ef að staka engin finnst áður en vakan þrýtur. Þá stöndum við enn einu sinni frammi fyrir því að framundan er vetur og sólin farin að lækka á lofti. Það er Torfi Guðlaugsson sem orðar þetta svo vel í næstu vísu. Sumar hefur sveigt af leið, sólin lækkað gengið, hundrað lita heiðin breið hvíta línið fengið. Við andlát vinar yrkir Torfi svo. Lífið þó að lítinn arð legði hjúi sínu, verður fyrir skildi skarð á skapadægri þínu. Næstu vísu kallar höfundur- inn, Aðalsteinn Ólafsson, Haust. Fellur háin haustin á, hulin gráum klaka, en ærustráin okkar má alltaf slá og raka. Ekki er því að leyna að undirrituðum finnst að fram komi talsvert mikill sann- leikur í næstu vísu, sem ég held að sé einnig eftir Aðalstein. Oftast flýgur andinn lágt eftir svall og vökur. Ætíð koma ósjálfrátt okkar bestu stökur. Þar sem sannkölluð vetrartíð hefur ríkt i dag og snjór og myrkur eru allsráðandi í kvöld (16. okt), þegar þessi þáttur er saminn, á vel við að rifja upp þessa fallegu hringhendu Kristjáns Stefáns- sonar frá Gilhaga í Skaga- firði. Þegar um hæðir þaktar snjá þokast slæður húmsins, við í næði mætur þá njótum gæða rúmsins. Annar kunnur hagyrðing- ur úr Skagafirði, Jói í Stapa, er höfundur næstu vísu. Mun hann hafa verið á ferð hér í sýslunni og um það leyti sem hann ók í gegn um Blönduós mun farþegi hafa spurt eftir vísu og fengið eftirfarandi svar við fyrirspurninni. Ek ég stræti og steinlögð torg, stari á götuljósin. Húnvetninga höfuðborg húkir fram við ósinn. Áfram skal haldið með vísur eftirskagfirska hagyrð- inga. Jón Gissurarson frá Valadal er höfundur þeirrar næstu. Mun hann þar hafa verið að glettast við vinnu- félaga sína einhverju sinni er hann stundaði fiskvinnu syðra. Munu þeir hafablótað Bakkus af talsverðum rausnar- skap nótt eina og morguninn eftir varð vísan til. Æla menn með auman kvið, ákaft gnísta tönnum. Þráa mjólk nú þamba við þorsta og timburmönnum. I framhaldi afþessu rifjast upp vísa eftir Jón í Skollagróf. Mun honum hafa verið boðið upp á öl þar sem hann var gestkomandi, en hann ákvað að halda tryggð við vatnið. Alltaf var mér auðnan tæk, að því hyggið vinir. Eg á betri bæjarlæk en bjórkútana hinir. Einhverju sinni hagaði svo til hjá Vestfirðingnum Elísi Kjaran að hann hafði félagsbú við hjón nokkur um frystikistu. Eitt sinn varð honum matar vant og fékk þá lánað lambslæri hjá frúnni af birgðum þeirra hjóna. Nokkru síðar komst bóndi að því að umrætt læri vantaði í kistuna. Fékk hann þá flugu í höfuðið að Elís hefði stolið lærinu og færði það í tal við hann. Við það tækifæri flutti Elís bónda eftirfarandi vísu. Engu stal ég yður frá, til iðrunar þó finni. Lærið fékk ég lánað á laun frá konu þinni. Óskar Sigurfinnsson bóndi í Meðalheimi í Austur-Hún. er höfundur lokavísunnar að þessu sinni. Eitt sinn á sl. sumri fór hann sér til gamans fram á Kjöl. Sá hann þar tilsýndar stúlku sem stóð í vegkantinum og veifaði ákaft einhverju hvítu. Við nánari athugum kom í ljós að bíll hafði bilað utan vegar og hafði umrædd stúlka ætlað að vekja á sér athygli vegfarenda með veifú þessari. Að spurðum þessum tíðind- um orti Óskar. Ef að skeður óvænt slys og aðgát manna dvínar, nota þær sem neyðarblys nærbuxurnar sínar. Þar með er kvótinn fylltur og ég bið ykkur að vera sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi s: 95-27154 Fjármálaráðherra fær stuðning frá bæjar- og héraðsfréttablöðum íjármálaráðuneytis að segja upp áskrift af því eintaki sem ráðuneytið keypti af héraðs- fréttablöðunum. Skoraði fundur- inn á stjórnvöld að stíga skrefíð til fulls og afnema alla styrki til útgáfu flokkspólitískra blaða í landinu, þannig að allir stæðu við sama borð. Fram kom í skýrslu stjórnar að lítið hafði áunnist í ýmsum baráttumálum samtakanna á síðasta ári, til að mynda að aðildarblöðin sem eru 16 talsins fengu eðlilegan skerf auglýsingafrá því opinbera. Vestmannaeyingar tóku frábærlega vel á móti gestum sínum og eiga þeir Gísli Valtýsson ritsjóri Frétta og Hermann Einarsson ábyrgðar- maður Dagskrár miklar þakkir skildar, ásamt ferða- þjónustuaðilum í Eyjum; Ferðaþjónustu Páls Helga- sonar og fjölskyldu og Hótel Þórshamri. Naut blaðafólk meðal annars frábærrar leiðsagnar Páls Pálssonar í siglingu kringum Eyjar og í skoðunarferð um bæinn og gosstöðvarnar. Þá gerðu Á aðalfundi Samtakabæja-og fór í Vestmanneyjum um héraðsfréttablaða sem fram helgina var fagnað frumkvæði Ný stjórn Samtaka bæja- og héraðsfréttablaða stödd úti fyrir Klettshelli í Ystakletti. Páll Ketilsson fráfarandi formaður Víkurfréttum, Sigurður Sverrisson formaður Skagablaðinu, Fríða Proppe Fjarðarpóstinum og Gísli Valtýsson Fréttum. Á myndina vantar Sigurjón Sigurðsson Bæjarins besta á ísafirði sem er fimmti maður í stjórn. Eyjaprentsmenn ekki enda- Eflaust eiga blaðaútgefendur sleppt við gestina þegar þeir af landsbyggðinni eftir að buðu til margréttaðs kvöld- minnst þessarar helgar í verðar á laugardagskvöldið. Eyjum lengi. Frá Bridsfélagi Sauðárkróks Síðastliðið mánudagskvöld var spilaður eins kvölds tvímenningur með forgjöf. Efstu pör urðu þessi: 1. Lárus Sigurðsson/Sigurður Gunnarsson 260 stig. 2. Kristján Blöndal/Ágústa Jónsdóttir 255 stig. 3. Skúli Jónsson/Bjarni Brynjólfsson 254 stig. 4. Stefán Skarphéðinss./Garðar Guðjónss. 243 stig. Næstu tvö mánudagskvöld verður spiluð hraðsveitar- keppni.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.