Feykir


Feykir - 20.11.1991, Blaðsíða 3

Feykir - 20.11.1991, Blaðsíða 3
41/1991 FEYKIR 3 Rafkapallinn mátt vera kominn í jörðina ísingarveður í norðanáhlaup- inu um miðja síðustu viku olli miklu tjóni á flutningskerfi raforku víða á Norðurlandi. Rafmangsleysis gætti því nokkuð og einna lengst urðu Fljótamenn og Siglfirðingar að búa við það, en um 20 staurar brotnuðu í Fljótunum einum. Þar eins og víða annars staðar fóru sömu staurastæður og í fyrra, þannig að jarðkapall sem Rarik á í Fljótunum hefði betur verið kominn í jörð. Veðrið sem gekk í aðfara- nótt þriðjudags var mjög svipað því sem fór yfir landið í byrjun ársins. Urkoma var mjög lítil og hitastig rétt yfir frostmarki. Veðurfræðingar vilja setja þessi veðurskilyrði í samband við það að hitastig fari hækkandi á norðurslóðum. Við Ketilás í Fljótum er kapalrúlla sem til stóð að leggja í jörð á síðasta vori, á þeim kafla þar sem mikið af staurum brotnaði í veturog á sama kafla og rústaðist nú. Þegar verkið var í þann veginn að hefjast, komu boð um frestun, ekki væru til peningar til framkvæmdar- innar. Forráðamenn Rariks hafa hinsvegar Iýst því yfir nú, að strengur verður lagður í jörð á þeim köflum sem viðkvæmastir eru fyrir ísingar- veðri. Hvammstangabúar vilja hjólabrettabraut Flreppsnefnd Hvammstanga- hrepps hefur borist undir- skriftalisti með 150 nöfnum. Þar er komið á framfæri þeirri ósk að byggð verði hjólabretta- braut í bænum. Það er svo sem ekkert nýtt að áhrifa amerískra bíómynda gæti hér á landi. Hjólabrettabrautir eru orðnar nokkrar hér á landi, t.d. tvær á Akurevri og ein á Siglufirði. Bjarna Þór Einarssyni sveitarstjóra var falið að kanna kostnaðinn við gerð brautarinnar. Sýnist Bjarna hann verði um hálf milljón. „Það verður væntanlega skoðað við gerð fjárhágs- áætlunar hvort menn vilja verja afgangnum í gerð þessa leiktækis eða í eitthvað annað”, sagði Bjarni. Þess má geta að við sundlaugina á Hvammstanga er vatnsrenni- braut, en þeir eru sjálfsagt ekki margir staðirnir af svipaðri stærð sem ráða yfir þessu vinsæla leiktæki. SAMVINNUBÓKIN Nafnvextir 10,5 • Ársávöxtunl 0,78% INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA Fríkkað upp á gamla verslunar- staðinn við ósa Hofsár Gamla kaupfélagshúsið á Hofsósi má muna sinn fífil fegri í dag, en það stendur víst til bóta. Gamli verslunarstaðurinn á Hofsósi mun væntanlega fríkka til muna þegar lokið verður endurbótum á þremur gömlum húsum í Kvosinni. Öll verða þetta falleg hús sem munu setja svip' á staðinn. Norska bjálkahúsið og kaup- félagshúsið bera það með sér í dag að þau verða augnayndi mikið, og þó svo að gamla hótelið sé sneypulegt með ryðgað bárujárnið utan á sér í dag, er ljóst að það veður hið snotrasta þegar endurbætur hafa átt sér stað. Kaupfélagshúsið sem stendur undir bakkanum norðan Hofsár er samkvæmt heim- ildum Feykis byggt í fyrra stríðinu af þeim Olafi Jenssyni fyrrverandi útgerðar- manni á Hofsósi og Jóni Björnssyni á Ljótsstöðum. Fyrstu árin var verslun í húsinu rekin í nafni Kaup- félags Fellshreppssem stofnaðu var 1919 og Kaupfélag Austur-Skagfirðinga síðan stofnað upp úr því félagi nokkrum árum síðar. Það félag rak síðan verslun í húsinu þar til nýja kaup- félagshúsið uppi á bakkanum var tekið í notkun um miðjan sjötta áratuginn. Verslunar- plássið gamla var kallað á Sandinum og í kaupfélags- húsinu var íbúð kaupfélags- stjóra vel fram á fimmta áratuginn. Bátaeigendur hafa haft þar aðstöðu með útgerð sína mörg undanfarin ár. Gamla hótelið tilheyrði áður verslun í Grafarósi og reyndar var hótelstarfsemin í húsinu aðeins til skamms tíma þrátt fyrir að nafnið festist við. Húsið mun hafa verið flutt frá Grafarósi um það leyti sem verslun var endanlega lögð þar niður um 1915. Lengi var það íbúðar- hús Valdimars Erlendssonar, en síðustu árin hefur gamla hótelið gengt hlutverki skeiðar- geymslu. Hættuástand undir Bakkanum Gamlir menn á Hofsósi muna þann tíma þegar hafnargarðurinn að norðan var ekki komin til sögunnar og húsin við Sandinn því nánast óvarin þegar úthafs- aldan yggldi sig sem mest. Þegar norðanhríðar geysuðu vildu líka myndast miklar snjóhengjur á Bakkabrúnina. Þurfti þá stundum að skera þær niður með köðlum svo fólki og húsum yrði síður hætta búinn. Þegar hættu- ástandið neðan Bakkans var sem mest, kom fyrir að fólkið yfirgaf staðinn og þurfti þá gjarnan að hafa hraðann á og sæta lagi, því hafaldan náði langleiðina upp að snjó- hengjunum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.