Feykir


Feykir - 20.11.1991, Blaðsíða 5

Feykir - 20.11.1991, Blaðsíða 5
41/1991 FEYKIR 5 Það er eins og Pétur Arnar sé hér að reka á eftir byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða sem nýlega voru afhentar á Blönduósi, en verktakinn Hlynur Tryggvason sér enga ástæðu til að spara brosið. í saumastofunni Drifu á Hvammstanga: Elín Þormóðsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri og verkstjóramir Guðlaug Sigurðardóttir og Þorsteinn Gunnarsson. safnsins, sagði frá safninu, en það er rekið í byggingu við Kvennaskólann á Blönduósi, þar sem einu sinni var fjós. I safninu er Halldórustofa, kennd við Halldóru Bjarna- dóttur, sem lést fyrir nokkrum árum, elst íslendinga, 108 ára að aldri. Safnið er hið eina sinnar tegundar á landinu, en Halldóra viðaði að sér munum um langt árabil. Halldóra Bjarnadóttir var einnig kunn fyrir útgáfu sína á kvennablaðinu Hlín í áratugi. Frá safninu Já leiðin í nýbyggingu, sem félag eldri borgara í Austur-Húnavatns- sýslu hefur staðið fyrir að reisa. Formaður félagsins, Torfi Jónsson á Torfalæk, fv. oddviti Torfalækjarhrepps, lýsti húsinu. Þetta er átta íbúða hús og búið að taka grunn að öðrum áfanga, samskonar húsi með átta íbúðum. Um morguninn meðan stjómarfundurinn stóð yfir hafði Torfi farið með konur stjómarmanna í skoð- unarferð um Vatnsdal og að Þingeyrum og miðlað þeim margvíslegum fróðleik um Húnaþing og Húnvetninga. Þá var komið að nýrri íþróttamiðstöð, sem tekin hefur verið í notkun að hluta fyrir grunnskólann, og þegar ekið var út úr bænum, vakti athygli að á svonefndu Sýslumannstúni við Blöndu, þar sem fyrir er tjaldstæði, hafa verið byggð tvö hús, þau fyrstu af tíu, sem þar eiga að rísa til útleigu fyrirferðafólk. Víða var á Blönduósi unnið við fegrun og^ snyrt- ingu, og sagði Ofeigur Gestsson frá því að bærinn hefði á sl. vori ráðið garðyrkjumann, Agúst Þór Bragason, í fullt starf til þess að sjá um viðhald og endurbætur á opnum svæð- um og til þess almennt að annast gróðurbletti og úti- vistarsvæði. Meðan á heimsókninni stóð bauð bæjarstjórnin á Blönduósi komumönnum til hádegisverðar á Hótel Blöndu- ósi. Þar sagði bæjarstjórinn frá viðgangi byggðarinnar og þjónustuhlutverki bæjarins við nágrannasveitirnar. A Blönduósi voru 1. desember 1990 samtals 1084 íbúar. Á Skagaströnd Á Skagaströnd tóku þeir Magnús B. Jónsson sveitar- stjóri og Þorvaldur Skafta- son hreppsnefndarmaður á móti komumönnum. Magnús rakti sögu staðarins, sagði frá kaupmannstíð á öldum áður og frá glæsilegum framtíðar- draumum síldaráranna um miðja þessa öld, þegar skipulagður var 5000 manna bær, sem byggjast skyldi á síldarútvegi og síldarvinnslu. Skoðaðar voru hafnarfram- kvæmdir, sem nú miða að því að auka viðlegurými í höfninni. „Skagstrendingar fá innan skamms í flota sinn stóran togara, sem verið er að smíða í Noregi fyrir Skag- strending hf’, sagði sveitar- stjórinn með nokkru stolti, og hann rökstuddi bjartsýni sína með því að benda á veglega stálbita, sem biðu þess að verða reknir niður. Eiga þeir að mynda nýtt bryggjuþil og viðlegukant í höfninni. Næst voru stjórnarmenn leiddir í allan sannleik um nýtísku vinnubrögð í fisk- vinnslu, er Lárus Ægir Guðmundsson fyrrverandi sveitarstjóri á Skagaströnd og núverandi framkvæmda- stjóri Hólaness hf. kynnti nýju vinnslulínuna, sem sett hafði verið upp í frystihúsi fyrirtækisins. Þar voru um 50 manns að störfum. I skoðunarferðinni spurði einhver gestanna um Kántiýbæ, sem Hallbjörn Hjartarson söngvari hefur gert frægan sem miðstöð íslenskra sveita- söngva, og var auðsótt mál að fá að líta augum það hús. Aðrir báðu um að mega koma í nýja kirkju, sem er í smíðum og var staldrað við í henni um stund. Hótel Dagsbrún er á efri hæð sama húss og skrifstofur hreppsins, og þar sagði Magnús B. Jónsson frá byggðarlaginu í kaffiboði hreppsnefndar, en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður sambandsins þakkaði af hálfu gesta, eins og hann hafði gert á hinum stöðunum. Fram kom í orðum sveitar- stjórans, að íbúar Höfða- hrepps hefðu verið 661 hinn 1. desember sl. Á Skagaströnd eins og á Hvammstanga og Blönduósi, vöktu athygli framkvæmdir við lagningu slitlags á götur og gangstéttir, sem óðum er að breyta yfirbragði bæjanna til hins betra, jafnframt því sem slíkar framkvæmdir laða fram áhuga íbúanna á að snyrta og fegra lóðir sínar og að bæta umgengni. Þegar Magnús B. Jónsson hafði lýst sveitarbrag að fornu og nýju í bundnu og óbundnu máli, kvaddi hann komumenn, en Valgarður Hilmarsson á Fremstagili tók við leiðsögn og lýsti staðháttum, enda senn komið í Engihlíðarhrepp. Grund í Vesturhópi Nú voru fagrir bæir að baki og blómlegar sveitir til beggja handa. Á heimleiðinni var áð á sumarsetri Þórðar Skúlasonar að Grund í Vesturhópi, og dvaldist hópn- um þar drykklanga stund meðan málefni byggðarlags- ins og hinna dreifðu byggða almennt voru rædd. Var það mál stjómarmanna að ástæða væri til að festa í sessi þann sið, sem núverandi stjórn sambandsins hefur tekið upp, að halda öðru hverju fundi sína utan höfuðborgar- svæðisins og að nota þá jafnframt tækifærið til þess sameiginlega að kynna sér aðstæður og viðhorf sveitar- stjómarmanna á þeim stöðum sem heimsóttir eru hverju sinni. U.. St. UTTU TILOKKAR N.K. FÖSTUDAG ÞANN 22. NÓVEMBER ÞANN DAG VERÐUR MIKIÐ UM AÐ VERA í HUÓMTÆKJA- OG HEIMILISTÆKJADEILD OKKAR. VIÐ KYNNUM MIKIÐ AF NÝJUM VÖRUM: UÓSRITUNARVÉLAR, FAXTÆKI, SÍMKERFI OG FLEIRA. VIÐ GEFUM YKKUR EINNIG TÆKIFÆRI Á AÐ FYLGJAST MEÐ UMHEIMINUM í GEGNUM OKKAR GERFIHNATTAMÓTTAKARA! MIKIÐ AF NÝJUM HUÓMPLÖTUM OG GEISLADISKUM. VIÐ BJÓÐUM GESTUM OKKAR UPP Á KÓK VERTU VELKOMIN SKAGFIRÐINGABÚÐ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.