Feykir


Feykir - 20.11.1991, Blaðsíða 6

Feykir - 20.11.1991, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 41/1991 hagyröingaþáttur 108 Heilir og sælir lesendur góðir. Harkalega hefur nú blásið víða um land og að minnsta kosti hér norðan- lands verið talsvert vetrarríki. Svo mun einnig hafa verið þegar Þorsteinn Asgrímsson á Varmalandi í Skagafirði orti eftirfarandi vísur. Vindur á þakinu vælir, völlurinn hrakinn og snjáður. Hitinn er mínus á mælir, meira en tuttugu gráður. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd er afkastamikill í yrkingunum. Hann er höfundur að næstu vísu og má með sanni segja að sínum augum lítur hver á silfrið. Þó að íslensk yfirvöld óráðssíugerla ali til að auka gjöld er hann Davíð — perla. Önnur vísa kemur hér eftir Rúnar. Ýmsir syðra segja það, saumaðir í drambsins flík, að landsbyggðin sé orðin að ómaga á Reykjavík. Rúnar hefur eins og fleiri fylgst með þeirri vandasömu fjárlagagerð sem nú hefur staðið yfir á hinu háa Alþingi. Hann yrkir svo. Fjárlagagerðin, já harðsótt er hún, því hallinn á ríkinu ervandi. Það væri því forsjálni af Friðriki Dún að flytja sem skjótast úr landi. Fleiri alþingismenn hafa verið í sviðsljósinu nú að undanförnu. Jón Baldvin hefur hlotið mikla athygli eftir samningsgerðina um EES og þá ekki síður eftir viðskiptaförina til Dalvíkur með frúna og hattinn. Heyrst hefur að eftirfarandi vísa hafi verið á sveimi á Alþingi nú að undanförnu. Ognar stuð er á mér núna og yfirborðið glæst. Eg seldi hattinn og síðan frúna, nú sel ég landið næst. Alltaf er gaman að rifja upp vísur eftir Jón S. Bergmann. Hann yrkir svo. Meðan kærleikskrafturinn klýfur strauminn þungan, vörðinn haldi um heiður þinn hreina og hvassa tungan. Jón mun hafa ort eftir- farandi vísur, þegar hann var fimmtugur. Að ég græddi gull og völd getur enginn sannað. Hef ég þó í hálfa öld heiminn víða kannað. Aflinn minn var ekki stór, oft mér lá við strandi. Eftir hálfa öld ég fór öngulsár að landi. Þó að lækki bjarma brún og boðar hrynji um kjölinn, dreg ég seglin hæst við hún og held um stjórnarvölinn. Hugur hvass á hættustund hleypir krafti í limi. Þá er alltaf eitthvert sund opið þó hann brimi. Ekki kann ég að segja lesendum hver yrkir svo. Þar er fögur fjallasýn, fossar, dalir, elfur. Yst við voga eyjan mín í aftanloga skelfur. Ragnar Agústsson frá Svalbarði er höfundur að næstu vísu. Eigi veit ég um tildrög hennar, en verið gæti að einhver af vísum Ragnars hafi ranglega verið eignuð öðrum. Heimaganginn horfðu á hoppa í túni mínu. Borgfirðingar brugðu þá brennimarki sínu. Vissulega er nú full þörf á því fyrir okkur landsbyggðar- fólk að fleiri gerðu sér ljósar þær staðreyndir sem fram koma í eftirfarandi vísu. Ekki hef ég orð á því, en ýmsa kann að gruna að margur sæki svölun í sveitamenninguna. Eins og margir vita er Hermann Jóhannesson frá Kleifum snjall hagyrðingur. Þegar Páll Skúlason lögfræð- ingur var að taka sitt embættispróf, er sagt að Hermann hafi hughreyst hann með eftirfarandi vísum. Ef menn brjóta af sér mjög eða tapa máli. Fara þeir að fá sér lög- fræðiráð hjá Páli. Ekki kemur aðeins hann upp um þá sem ljúga heldur útbýr óðar sann- anir sem menn trúa. Einn hann verður allra synd- ugra sakamála- flutningsbrjóta fyrirmynd. Fyrir því ég skála. Einn með snjöllustu hag- yrðingum þessarar þjóðar, Hallgrímur Jónasson kennari frá Fremri-Kotum er nú ný- látinn, vantaði aðeins 5 daga til að hann næði því að verða 97 ára gamall. Langar mig til að enda þennan þátt með vísu eftir Hallgrím sem hann mun hafa ort er hann varð 86 ára. Oft um kæra ættargrund áður var í förum. Bíð ég nú við síðsta sund, senn mun lagt úr vörum. Verið þið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Sími. 95-27154 Sonja Sif íþrótta- maður Neista Sonja Sif Jóhannsdóttir var valinu íþrótta- og frjálsáþrótta- maður Neista 1991 á uppskeru- hátíð félagsins sem haldin var í Höfðaborg á Hofsósi sl. föstudagskvöld. Fjölmennt var á hátíðinni, um 150 manns mættu, enda höfðu ungmenna- félagar lagt mikla vinnu í undirbúning skemmtiatriða og eru alkunnir fyrir frumleg- heit á því sviði. Starfsemi Neista varblóm- leg á árinu. Iþróttaiðkun félaganna lýtur mest að knattspyrnu og frjálsum íþróttum, en kvennasveit UMSS er að mestu borin uppi af Neistakonum. Jón Bjarnason var valinn bestur í yngri flokkum félagsins í knattspyrnu. í 20% AFSLÁTTURAF ÖLLUM VÖRUM FYRIR DÖMUR OG HERRA. SICÓR Á TILBOÐI KR 990, 1200, 1500, 1900, 2500, 2900, 3700, 3990 M.A. GÖTUSKÓR, SPARISKÓR, KULDASKÓR SPARTA FATAVERSLUN/SKÓBÚÐ Stelpurnar stóðu sig vel meistaraflokki var Sigmundur Jóhannesson valinn besti leikmaðurinn og Stefán Stein- þórsson sá efnilegasti. Oddur Jónsson fékk viðurkenningu fyrir að vera markakóngur liðsins á síðasta keppnis- tímabili og Jón Einar Kjartansson var heiðraður fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Unglingaflokkur stúlkna nja Tindastóli stóð sig mjög vel í fyrsta fjölliðamóti vetrarins sem fram fór á Króknum um helgina. Sigraði alla sína leiki og er því efst í a-riðli íslandsmótsins. Sjöunda og 10. flokki gekk ekki eins vel en báðir eru einnig í a- riðli. Úrslit í leikjum stúlknanna urðu þessi: UMFT-ÍBK 54:45 UMFT-Haukar 44:26 UMFT-KR 45:24 Nú er lokið Butler- tvímenningskeppni félagsins. Atján pör tóku þátt og urðu efstu pör þessi: 1. Olafur Jónsson/Steinar Jónsson 125 stig. 2. Kristján Blöndal/Gunnar Þórðarson 109 stig. Grindavík og urðu úrslit í leikjum drengjanna þessi: UMFT-UMFG 21:29 UMFT-Haukar 22:29 UMFT-UMFN 25:24 UMFT-ÍBK 26:52 UMFT-KR 33:34 Tíundi flokkurinn keppti í Hafnarfirði. Vitað er að Tindastóll sigraði Grindavík og IR en tapaði fyrir Njarðvík, Keflavík og Val. Úrslit hafa ekki borist blaðinu. 3. Sigurgeir Angantýsson/ Gunnar Pétursson 102 stig. 4. Jón Ö. Berndsen/Einar Svansson 101 stig. Ekkert verður spilaðnæsta mánudagskvöld en mánu- daginn 2. desember verður spiluð rúbertukeppni. Sjöundi flokkur keppti í Frá Bridgefélagi Sauðárkróks í HÁTÚNI OPIÐ FRÁ KL. 1-17 LAUGARDAG OG SUNNUDAG 8 jafnar vaxtalausar greiðslur af öllum verðmeiri húsgögnum til jóla hAtipk ...búðin þín

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.