Feykir


Feykir - 20.11.1991, Blaðsíða 8

Feykir - 20.11.1991, Blaðsíða 8
Oháö fréttablaö á Noröurlandi vestra 20. nóvember 1991, 41. tölublað 11. árgangur STERKUR AUGLYSINGAMIÐILL! Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 -16.00 M Landsbanki Sími 35353 i f A Islands Banki allra landsmanna Þrátt fyrir að ryðgaða bárujárnið geri gamla hótelið hálf óhrjálegt, en víst er að húsið verður hið fallegasta eftir endurbætur. „Eins og þurfi verkfall til að koma mönnum að samningaborðinu" segir formaður verkalýðsfélags Austur-Húnvetninga Gamla kaupfélagið og hótelið gert upp „Okkur finnst þetta aðgerðar- leysi gjörsamlega óþolandi. Við höfum verið með lausa samninga í tvo mánuði og ekkert gerist. Það Iítur helst út fyrir að þurfi að koma til verkfalla svo að menn komi sér að samningaborðinu”, sagði Valdimar Guðmannsson formaður Veikalýðsfélags Austur- Húnvetninga sem hefur veitt stjórn og trúnaðarmannaráði heimild til verkfallsboðunar. Félagsfundurinn sem var haldinn sl. fimmtudagskvöld var vel sóttur, sá fjölmenn- asti frá því félagið var endurvakið fyrir nokkrum árum. „Það virðist vera mikil ákveðni í fólki núna og við vorum þarna að ítreka samþykkt sem gerð var 6. september sl. Það er greini- lega kurr í fólki í verkalýðs- félögunum víða um land og við viljum gera okkar til að eitthvað fari að gerast”. Valdimar sagði að það væri grundvallarkrafa félags- manna að ef semja ætti á þjóðarsáttagrunni, þá þyrftu lægstu launin að hækka og launamunur að minnka. „Við semjum ekki upp á ekki neitt, erum samt ekki með neinar sérkröfur á þessu svæði, verðum sjálfsagt í einhverju samfloti hvenær sem það verður, því manni sýnist að vinnuveitendur ætli að humma af sér samninga- gerð fram yfir áramót”. Mikill uppgangur er nú í endurnýjun gamalla húsa á Hofsósi. Eins og kunnugt er voru í sumar hafnar endur- bætur á „gamla pakkhúsinu” sem kallað er, norsku bjálka- húsi frá 18. öld sem talið er elst sinnar tegundar hér á landi. Akvörðun um varð- veislu þessa húss á sinn þátt í því að nú er ákveðið að gamla hótelið og kaupfélagshúsið í Kvosinni verði líka gerð upp. Jafnvel verður byrjað að ditta að hótelinu á næstu dögum. Valgeir Þorvaldsson smiður og bóndi á Vatni var aðalhvatamaðurinn að endur- gerð bjálkahússins, sem er á minjaskrá og hefur Þjóð- minjasafnið kostað verkið. Valgeir mun einnig hafa umsjón með endurnýjun húsanna tveggja, en það er frændi Valgeirs burtfluttur Skagfirðingur og athafna- maður í Reykjavík sem á stóran þátt í endurgerð hinna húsanna, sérstaklega hótels- ins sem hann keypti og ætlar að láta endurgera. Um kaupfélagshúsið hafa bundist samtökum heimaaðilar og nokkrir burtfluttir Skagfirð- ingar. „Okkur fannst vel við hæfi að flikka svolítið upp á þessi hús og staðinn í leiðinni. Þau eiga sér merka sögu þessi hús, og mál eru að þróast til betri vegar á Hofsósi þegar þangað eru farin að koma bæði vor- og haustskip”, sagði Sigmundur Frans Krist- jánsson frá Róðhóli bygg- ingavöruinnflytjandi og at- hafnamaður. Skip kom með timbur í gamla bjálkahúsið á Hofsós í vor, og til stóð að annað timburskip kæmi þangað í haust, en það varð frá að hverfa vegna veðurs. Sigmundur ætlar sér að gera smekklegar íverur í hótelinu og taka þar á móti vinum og kunningjum. Uppi eru hugmyndir um að í kaupfélagshúsinu verði sett upp sýnishorn af verslun eins og hún gerðist fyrr á öldinni. Mikill músagangur Stundum er talað um mikla músavetur og svo virðist sem einn slíkur sé nú að byrja. I haust hefur víða á landinu orðið vart mikils fjölda hagamúsa, sem leita heim að hýbýlum manna. Sala á músagildrum hefur verið mjög mikil í haust. Það er gömul þjóðtrú að mikill músagangur þýði harðan vetur, og ef til vill freistast margir til að álykta . svo, þegar frostakafla gerir svo snemma á vetrinum eins og þann í kringum síðustu helgi, en frost var þá sumstaðar inn til sveita um 15 stig þegar mest var. Náttúrufræðingar telja hins- vegar ástæður þessa mikla músagangs nú, einstaka veðurblíðu síðasta vetur og gott sumar. Þetta hafi örvað viðkomu dýranna og mun minna verið um dauða afkvæma en í meðalári. feykjur „Hljóöfráar" konur Sagt er að litlu hafi munað að tvær málglaðar húsmæður úr Húnaþingi hættu við feiðina til Glasgow á dögunum. Þegar þeim var sagt að þotan sem þær ættu að fljúga með væri hljóðfrá leist þeim ekkert á blikuna. Þær vildu nefnilega geta talað saman á leiðinni. Veröur Pétur meö? Töluverðar líkur eru á að körfuknattleikskappinn kunni, Pétur Guðmundsson leiki með Tindastóli að nýju í vetur, en hann lék með liðinu í úrvalsdeildinni sl. vetur. Körfuknattleiksdeild Tinda- stóls hefur gert kappanum tilboð um að leika með gegn ákveðinni greiðslu fyrir hvem leik sem hann spilar og ætla nokkur fyrirtæki í bænum að standa straum af greiðslun- um. Pétur tók sér frest fram í miðja vikuna að svara tilboðinu. Það yrði Tindatóli mikill styrkur að fá Pétur í sínar raðir, sérstaklega vegna þess að meiðsli hafa hrjáð leik- menn úrvalsdeildarliðsins í vetur. Þá kemur tilkoma Péturs með að auka mjög aðsókn að leikjum. Gárung- arnir segja reyndar að spennan í kringum Pétur stafi ekki eingöngu af hæfileikum kappans inni á vellinum, heldur komi menn spenntir á leikina til að sjá hvort Pétur verði með eða ekki, en þessi frægasti körfuboltamaður landsins hefur löngum átt við meiðsli að stríða, og missti af þeim sökum af mörgum leikjum með Tindastóli síðasta vetur. Veiöieöli Veiðieðli er ákaflega ríkt í sumum mönnum. Það fannst að minnsta kosti húsmóður- inni á Króknum sem var að horfa á fræðslumynd af Blettatígurnum í sjónvarpinu, og sagði við manninn sinn. Alveg eruð þið nauðalíkir, drepið allt sem kvikt er. Hann var heldur ekki á því að gefa frá sér veiðivonina, rjúpnaskyttan sem hélt til veiða á laugardagsmorguninn síðasta. Færið var afar slæmt svo hann sneri við. En til veiðar skyldi haldið og fyrst að rjúpnafærið brást var báturinn settur á flot í stillunni og haldið í svartfugl. Og þeir lágu fjörutíu út við Eyjar þennan laugardags- part. GÆÐAFRAMKOLLUni BÓKABIŒ) BRYNJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.