Feykir


Feykir - 20.11.1991, Page 4

Feykir - 20.11.1991, Page 4
4 FEYKIR 41/1991 Heimsókn í Húnaþing ”í tilefni fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga í Húna- vallaskóla í Torfalækjarhreppi 23. ágúst sl., voru sveitar- stjórnir þéttbýlisstaða Húna- þings heimsóttar. Rætt var við heimamenn um málefni byggðar- lagsins, skoðuð helstu mann- virki og fræðst um fram- kvæmdir sem yfir stóðu eða fyrirhugaðar voru. Hvarvetna hlutu komumenn hinar bestu móttökur”. Þannig er upphaf skemmtilegrar greinar Unnars Stefánssonar ristjóra Sveitarstjórnarmála í nýjasta hefti ritsins. Þar sem Sveitarstjórnarmál eru ekki útbreidd utan raða sveitar- stjórnarmanna, þótti tilhlýði- legt að Feykir miðlaði henni til fleiri Húnvetninga, enda veitti Unnar góðfúslegt leyfi sitt til slíks. Við höfnina á Skagaströnd frá vinstri talið: Magnús B. Jónsson sveitarstjóri Skagaströnd, Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík, Herdís Á. Eggertsdóttir kona hans, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Dalvík, Valgarður Hilmarsson oddviti Engihlíðarhrepps, Elín Þormóðsdóttir og Þórður Skúlason maður hennar, hjónin Anna Johnsen og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ingvar Viktorsson bæjarfulltrúi Hafnarfirði, María Ólafsdóttir Reykjavík, Bryndís Brynjólfsdóttir bæjarfulltrúi á Selfossi, Ingvar Ingvarsson bæjarfulltrúi Akranesi og Ljósmyndir Unnar Stefánsson. Gunnhildur Hannesdóttir kona hans. Hér eiga þeir tal saman Torfl Jónsson á Torfalæk, Valgarður Hilmarsson á Fremstagili og Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á Blönduósi. Síðdegis fimmtudaginn 22. ágúst kom stjómin á Hvamms- tanga, en áður hafði Þórður Skúlason framkvæmdastjóri sambandsins og fyrrverandi sveitarstjóri á Hvammstanga kynnt byggðarlagið og sveitar- FEYKIR ER EKKI EINUNGIS FRÉTTABLAÐ ...HELDUR STERKUR AUGLÝSINGAMIÐILL! Öll blöð þurfa auglýsingar til að stonda undir útgáfukostnaði. •Með auglýsingu í Feyki gefst þér tækifæri til að auglýsa vöru og þjónustu á Norðvesturlandi öllu, þar sem blaðið hefur mikla útbreiðslu. Feykir fer inn ó flest heimili á Sauðárkróki, stærstu vinnustaðina og velflestir bæjarbúar lesa blaðið. í stærstu hreppum Skagafjarðar er Feykir keyptur á nær hverju heimili. Feykir hefur góða útbreiðslu í Húnaþingi. Þó eru ótaldir á fjórða hundrað óskrifendur blaðsins í Reykjavík og víða um land Útbreiðsla Feykis er styrkur Noðurlands vestra VERNDUM ATVINNUTÆKIFÆRI - VERNDUM BYGGÐ VERSLUM í HEIMABYGGÐ brag í Vestur-Húnavatns- sýslu og farið með nokkrar vísur um Húnvetninga. A Hvammstanga tóku hrepps- nefndarmenn og makar þeirra á móti gestunum svo og Bjarni Þór Einarsson sveitarstjóri, sem síðan fór með komumenn í skoðunar- ferð um staðinn. Fyrst var ekið að íþrótta- og útivistarsvæði í Kirkju- hvammi, þar sem útbúið hefur verið tjaldstæði með snyrtiaðstöðu. Litið var á leikskóla í smíðum, nýlega heilsugæslustöð, sundlaugog færanlega malbikunarstöð, sem þéttbýlisstaðimir á Norður- landi vestra keyptu sameigin- lega á sínum tíma, en fyrirtækið Króksverk hf á Sauðárkróki á nú og rekur. Mikið hafði verði unnið við malbikun gatna á Hvamms- tanga á sumrinu. Þá var þessa dagana unnið að dýpkun á höfninni, og átti dýpkunarskipið sem þarvar, að losa um 20 þúsund rúmmetra jarðvegs upp úr höfninni. Komið var í saumastofuna Drífu, þar sem 20 manns vinna, og í fyrrum verslunarhús Sigurðar Pálmasonar, þar sem nú er rekin upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og sölubúð með heimilisiðnaðarvörur úr Vestur- Húnavatnssýslu undir heitinu „Gallerí Bardúsa”. Heimsókn- inni á Hvammstanga lauk með því að hreppsnefndin bauð til kvöldverðar á Hótel Vertshúsi, þar sem Bjarni Þór sagði nánar frá söj>u og málefnum hreppsins. I máli hans kom fram að íbúar Hvammstanga voru 706 hinn 1. desember 1990. Viö Reykjabraut Fyrir. hádegi 23. ágúst var haldið- að stjómstöð Hitaveitu Blönduóss á bæjarhlaðinu á Reykjum, sem er rétt við skólahúsið, en þaðan hefur heitt vatn verið leitt út borholum 14 km leið til Blönduóss frá árinu 1977. Gestur Þórarinsson veitu- stjóri og bæjarverkstjóri á Blönduósi skýrði fyrir gestum sjálfvirkan stjórnbúnað sem þar er á dælingu vatns til Blönduóss. Gestur skýrði m.a. frá því að mikill ávinningur hefði orðið af því að breyta úr hemlakerfi við sölu vatns yfir í vatnssölu samkvæmt rennslismæli. Að loknu fyrsta árinu með hinu nýja sölufyrirkomulagi væri ljóst að sparast hefði mikið vatn og rafmagn svo og viðhald á dælum. Á Blönduósi Á Blönduósi sagði bæjar- stjórinn, Ofeigur Gestsson, frá starfsemi bæjarins. M.a. var ekið að brimvarnargarð- inum sem verið hafði til umræðu sl. vor, og skýrði Ofeigur sjónarmið heima- manna varðandi hafnarmálin. Fram kom í máli hans að fyrsta opinbera fjárveitingin til hafnarframkvæmda á íslandi hefði verið 5000 króna framlag til bátabryggju á Blönduósi á árinu 1894. Skoðað var heimilisiðnaðar- safn, sem Samband austur- húnvetnskra kvenna rekur með stuðningi nokkurra sveitarfélaga í sýslunni. Elísabet Sigurðardóttir forstöðukona

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.