Feykir - 11.12.1991, Page 4
4 FEYKIR 44/1991
Vinafundir
Kafli úr nýútkominni bók Guðmundar L.
Friðfinnssonar um þjóðlíf og þjóðhætti
Það var raunar með
ólíkindum, hve menn virtust
hafa rúman tíma til eins og
annars á þessum árum, þrátt
fyrir frumstæð og seinvirk
tæki til vinnubragða. Ég man
ekki betur en langalgengast
væri að gestur kæmi inn hjá
okkur, þægi góðgerðir og
gæfi sér tíma til að segja
fréttir og spjalla, nema þá
helst um sláttinn, sem
kallaður var bjargræðistími.
Fólk fór milli bæja án mikilla
erinda. Stundum var þetta
orðað svo, einkum af konum:
”Ég rölti nú þetta til
skemmtunar.”
Rosknir menn, sem lítið
höfðu umleikis, ferðuðust oft
talsvert, gistu og voru einn
eða fleiri daga um kyrrt hjá
vinum og kunningjum. Bændur
áttu til að heimsækja nágranna,
jafnvel vera nætursakir. Ég
man, að Jóhannes Steingríms-
son á Silfrastöðum var einu
sinni nótt hjá okkur. Ekki
man ég fyrir víst, hvort hann
var eitthvað að gera fyrir
pabba, hugsanlega skatt-
skýrslu. Þó svo hafi verið,
þykir mér ólíklegt, að það
hafi tekið tvo daga. Ég var
nokkuð farinn að stálpast og
fullur af uppreisn og breyt-
ingahug, eins og oftast vill
vera um æskufólk, á raunar
svo að vera.
Skilaboöum komið
milli bæja
Þegar háttað var um kvöldið,
var spjallað að venju, og voru
þjóðfélagsmál og mál dagsins til
umræðu. Heldur fannst strákn-
um þeir bændurnir íhalds-
samir og þröngsýnir, og fó'r
ég að gefa orð í, var víst
ómyrkur í máli og líklega
fulllangt fyrir utan og ofan
jarðskorpuna og veruleikann,
enda alla tíð loftkastala-
maður og nýjungagjarn. Hélt
ég heilmikla tölu, þóttist
mælskur og tala af andagift
og skynsemi. En þegar ég
hafði rutt úr mér og taldi mig
albúinn til rökræðna, brá svo
við, að allt datt í dúnalogn.
Menn sneru sér til veggjar og
fóru að sofa. Þetta var mér
þvílík ráðning, að við liggur,
að ég hefði heldur viljað, að
mér hefði beinlínis verið
skipað að þegja.
Oft þurfti að koma
skilaboðum milli bæja eða
fara með bréf. Þetta gat verið
tilvalið tækifæri að lyfta sér
upp og hitta nágranna.
Stundum kom þetta í hlut
barna og var þeim aldurs-
hópi kærkomin tilbreyting.
Venjan var sú að láta barnið
hafa nokkrum sinnum yfir
það sem átti að skila.
Byrjunin var oftast á þessa
leið:”Pabbi bað að heilsa...”eða
”mamma bað að heilsa og bað
þig...”eða”... bað mig að
segja þér...” eða”... skila til
þín...” Svo var maður
minntur á að heilsa og
kveðja, þakka fyrir góðgerðir,
taka ofan húfuna ef komið
var inn, og vera stilltur.
”Lexíuna” þuldi barnið
nokkrum sinnum á leiðinni
til að muna og fara rétt með.
Þegar heim kom, var oftast
spurt, hvað fólkið hefði verið
að gera og hvaða veitingar
maður fékk og svo framvegis.
Stóri seöilHnn
Egilsá er ekki í þjóðbraut, en
vegna ferðamáta þeirrar
tíðar var auðvelt fyrir þá sem
leið áttu um þjóðveginn í
Silfrastaðafjalli að bregða sér
yfir að Egilsá, hvort heldur
var á sumri eða vetri, ef
Norðuráin var lítil. Því var
það talsvert algengt, að
ferðamenn kæmu við, einkum
þeir sem eitthvað voru
kunnugir. Sumir gistu. Kann
og að hafa ráðið einhverju, að
foreldrar mínir voru báðir
mjög gestrisnir, og svo var
aldrei seldur greiði, en
pyngjur flestra heldur léttar á
þeim árum.
Ég heyrði frá því sagt, að
maður nokkur hefði ferðast
alla leið austan af landi,
fótgangandi og tekið upp
fimmtíu króna seðil hvar-
vetna, er hann gisti eða þá
greiða, trúlega valið sér
gististaði af fátæklegri gerð-
inni, því enginn gat skipt.
Loks kom maður þessi í
Húsey í Vallhólmi og þurfti
að fá ferju vestur yfir
Húseyjarkvísl. Á þeim árum
hefur líklega annast þau störf
Jón Ásgrímsson, sem þar bjó
lengi, efnaður vel og talinn
peningamaður.
Ekki var neitt því til
fyrirstöðu að ferja yfir
kvíslina. Tók Jón bátkænu
sína og réri yfir. Þegar
ferðalangur hafði fast land
undir fótum, tók hann upp
seðil sinn að vanda og spurði,
hvort Jón gæti skipt. Ekki
taldi. Húseyjarbóndi nein
tormerki á því, tók við
seðlinum en kvaðst þurfa að
skreppa heim til að skipta.
Ekki man ég, hvort ferju-
tollurinn var fimmtán aurar
eða enn minna. Jón er sagður
hafa verið hæglátur maður
og fór víst ekki rasandi að
neinu, hefur því sjálfsagt
gefið sér rúman tíma enda
snerpu spölur frá Húsey
vestur að kvísl. Ferðalangur
varð því að bíða drjúglengi,
þar til Jón kom til baka með
skiptimyntina. Jón Ásgríms-
son bjó í Húsey 1888 til 1918
eða 19.
Góövinir foreldra
minna
Að sjálfsögðu áttu foreldrar
mínir frændlið og vini
norðan Öxnadalsheiðar. I
daglegu tali hét það ”fyrir
norðan” og ”að fara norður”
eða ”koma að norðan”. Það
mátti því heita árvisst, að
eitthvað af þessu fólki kæmi í
heimsókn og gisti að minnsta
kosti eina nótt. Þetta var
ávallt mikil viðburður og
gleðilegur. Þá var tjaldað öllu
því besta af matfögum, sem
til var á heimilinu, og oftast
hafðir uppi stórir hlátrar með
viðeigandi líkamsbeygjum
og tilburðum. Einn þessara
manna var Tómas Tómasson,
kenndur oftast við Hraun í
Öxnadal, bjó líka á Egilsá
næst á undan foreldrum
mínum, varð kyrr í hús-
mennsku næsta ár ásamt
konu sinni, Jóhönnu Sigur-
geirsdóttur, systur Stefáns
bónda í Hvammi á Hjaltadal.
Þessi hjón urðu góðvinir
foreldra minna, og hélst sú
vinátta alla stund síðan.
Tómas var hestamaður,
glaðvær og kunni jafnan frá
mörgu að segja, enda vel
greindur, hann hló skemmti-
lega og hristist þá allur,
drakk mikið kafft sem hann
kældi í undirskál. Hann var
talsvert lesinn og ættfróður.
Jafnan var hann snauður af
veraldarauði enda búmaður
heldur lítill. Sökum greindar
var honum eðlislægt að
stílfæra sögur sínar og
stundaði þá einnig smá-
skammtalækningar til að
gefa frísklegri blæ.
Steinstaöa-Stebbi
Stefán Ámason var alltíður
gestur, oftast kenndur við
Steinsstaði, erfði líka þá jörð
og bjó þar um skeið. Stefán
var gerólíkur þeim Tómasi
og Stefáni frænda. Hann var
frekar alvörumaður, gat þó
verið launfyndinn. Ekki var
hann ræðinn, hugsaði áður
en hann talaði. Hann var
ágætlega greindur, víðlesinn
og fróður um ættir og önnur
þjóðfræði. Hann var Möðru-
vellingur að mennt, stór
vexti, fríður sýnum, með
mikið alskegg, fölleitur með
hátt enni, höfðinglegur á að
líta. Hann var dóttursonur
Stefáns alþingismanns á
Steinsstöðum og erfði tals-
verðar eignir, sem flestar
urðu honum lausar í hendi
utan neftóbaksponta mikil
og fagurlega silfurbúin með
fangamarki föður hans,
Árna á Reistará Hallgríms-
sonar.
Sloppiö af hné
kennarans
I bernsku minni voru eignir
Stefáns gengnar til þurrðar
og hann talsvert í ferðalögum
milli vina og kunningja, enda
við aldur og ekki hneigður til
vinnu. Hann var stundum
um tíma hjá okkur á Egilsá á
vetrum og kenndi mér að
stafa. Þá tók hann mig á hné
sér og hafði bandprjón til að
fylgja línum. En sökum
hæglætis og lítillar löngunar
til vinnu var hann svefnugur
og dottaði tíðum í stólnum.
Jafnframt hætti bandprjónn-
inn að hlýða sínu þýðingar-
mikla hlutverki og tók að
síga stefnulaust. Þá vissi
nemandinn, að ekki þurfti
hann lengur að þreskja við að
segja a, b, d, sætti jafnvel lagi
að sleppa af hné kennarans.
Alltaf var mér vel við
Stefán, þó hafði hann gaman
af að stríða mér svolítið.
„Mundi minn, sómamaður-
inn”, sagði Stefán stundum,
hneggjaði og horfði stríðnis-
lega á mig. Sökum æsku og
fávísi fannst mér þetta hlyti
að vera einhver niðrun. Þó
þetta væri skýrt fyrir mér, var
það tónninn og hneggjandi
hláturinn, sem ég þoldi ekki.
Aldrei spilaði Stefán við
mig en tók vanalega einhverja
fornsögu, oft Landnámu,
sem ég held þó að hann hafi
kunnað nær því utanbókar.
Stefán var einn þessara
sérstæðu manna, sem til-
heyra fortíðinni og ekki sjást
lengur. Það var eitt af lífsláni
okkar á Egilsá að eiga góða
nágranna, sem voru vinir
okkar, enda veit ég ekki
annað en foreldrar mínir
væru vinsæl.
Um síðustu aldamót urðu
allnokkrir búferlaflutningar
úr Eyjafjarðarsýslu til Skaga-
fjarðar. Mun veðursæld,
einkum hér i dölum fram,
hafa ráðið þar mestu um.
Flest voru þetta bændur, sem
dugur og framtak var í. Einn
þessara manna var Einar í
Flatatungu og verður hans
nú getið í næsta kafla. En
vegna vináttu og talsverðra
samskipta verður vart hjá því
komist að geta föður míns
lítils háttar í leiðinni.