Feykir


Feykir - 29.01.1992, Page 3

Feykir - 29.01.1992, Page 3
4/1992 FEYKIR 3 Samvinnubókin • Nafnvextir 9,5% • Ársávöxtun 9,73% •Raunávöxtun Samvinnubókar áríö 1991 var 7,64% INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAQS SKAQFIRÐINQA Lomber spilaður af krafti í Staðarskála. Húnvetningar spila lomber Það var glatt á hjalla í Vertshúsinu á Hvammstanga þann 17. janúar sl. þegar lomberspilarar mættu þar til að spila. Félagar úr austur- húnvetnska lomberklúhhnum Spaddan voru mættir til að spila við þá vestur-húnvetnsku félaga sem þessa íþrótt stunda. I V.-Hún. er enginn lomberklúbbur en segja má að Kristján Isfeld sé óform- legur formaður því hann hefur tekið að sér að leiða félagsskapinn. í samtali við Kristján kom fram að upphafið að þessum spilakvöldum á Vertshúsinu hafi verið strax á fyrsta starfsári þessþegarlngvarog Ólafur Jakopssynir og Þór- hallur Jónsson komu að máli við hann og báðu hann að koma þessari spilamennsku á. Kom þá þónokkuð affólki til að fylgjast með og var jafnan glatt á hjalla eins og venja er þegar lomber er spilaður. Þetta hefur svo haldið áfram siðan og er nú yfirleitt byrjað að spila eftir sláturtíð og spilað fram að sumarmálum, á u.þ.b. hálfs- mánaðar fresti, þó með hléum um jól og þorra. Almennt er aðsókn ágæt á þessi spilakvöld, spilað á fjórum til fimm borðum en Kristján sagðist þó hafa saknað að undanfömu gamalla og góðra lomberspilara úr Miðfirði sem sér f^ndist mikill sjónarsviptir að. Aform- uð er heimsókn í Austur- Húnavatnssýsluna seinna í vetur til að endurgjalda heimsóknina og er vonast til að þetta verði kveikjan að enn frekari kynningu milli sýslnanna. ‘ Línuveiðum sem stundaðar hafa verið frá Hofsósi í haust hefur að mestu verið hætt. Af fjórum bátum sem voru á línu fyrir áramótin er einungis einn ennþá á veiðum. Eins og i fyrra voru gæftir fremur lélegar en fiskaðist ágætlega þegar gaf. Að sögn Einars Svans- sonar framkvæmdastjóra Físk- iðjunar gengu veiðarnar mjög svipað og í fyrra. Að vísu var aflamagn heldur minna þar sem bátarnir voru minni núna. í fyrra munaði miklu um stóra dekkbátinn, Ólaf Þorsteins. Línubeitninga- menn voru því heldur færri núna þetta haustið. í fyrra voru þeir yfirleitt 10 sem beittu. Þrátt fyrir fremur trega veiði togara og siglingar þeirra, hefur tekist að halda uppi fullri vinnu í frysti- húsum Fiskiðjunnar. Hrá- efnismagn í mánuðinum er meira að segja heldur meira en í janúar í fyrra. Skagfirðingasveit: Stofnar unglingasveit Opið hús á laugardaginn í tilefni 60 ára afmælis Skagfirðingasveitar, vill stjóm slysavarnardeildarinnar bjóða öllum félögum og velunnurum að þiggja veitingar og skoða hús og tæki á laugardaginn kemur 1. febrúarfrákl. 15-17. Þennan sama dag verður stofnuð unglingadeild Skag- firðingasveitar fyrir 14-17 ára aldurshóp, með það að markmiði að veita unglingum fræðslu um slysavarnir og björgunarmál á sem víðtækustum vettvangi. Þann 1. febrúar 1932 var stofnuð á Sauðárkróki Slysa- varnardeildin Skagfirðinga- sveit. Fyrsti formaður var Jónas Kristjánsson læknir en með honum í stjórn voru kosnir Haraldur Júlíusson kaupmaður og Hallgrímur Jónsson verslunarmaður. Eitt af fyrstu verkum sveitarinnar var að setja upp björgunarhring og krók- stjaka á bryggju bæjarins. Af fundargerðum að dæma hefur sveitin látið hin margvíslegustu mál til sín taka, svo sem öryggi manna við uppskipun og sundkennslu sjómanna svo eitthvað sé nefnt. Frá 1951 til 1955 lá starf að mestu niðri, en þá er starfið endurreist og jafn- framt sett á stofn björgunar- sveit, sem skiptist í sjó- og fjallasveit. 1968 eignaðist sveitin fyrst bíl til afnota við leitar- og björgunarstörf, og hefur tækjakostur smátt og smátt verið að aukast síðan. Er sveitin nú allvel búin tækjum til björgunará sjó og landi. Stendur til að girða Vatns- skaiðið í suma „Við höfum verið að skoða þessi mál og rætt við landeigendur. Vonir standa til að hægt verði að fara í þetta í sumar, en það verður ekki Ijóst fyrr en undir vorið”, sagði Jónas Snæbjörnsson um- dæmisstjóri. Talsverð pressa hefur verið á vegagerðina að girða á Vatnsskarðinu til að hindra umferð hrossa um veginn. Jónas segir að menn hafi hugsað sér að koma upp rafmagnsgirðingu frá girðingar- endunum Skagafjarðarmegin, meðfram bænum Vatnshlíð og alla leið niður að Bólstaðarhlíð. Mikið hefur verið um umferðar- óhöpp á þessum slóðum að vetrinum. A síðasta ári var t.d. fimm sinnum ekið á hross á Vatnsskarði, þar af voru fjögur óhappanna Húnavatnssýslu- megin, þ.e. vestan sýslumark- anna við Myllulæk. Að sögn lögreglu voru í öll skiptin hross frá Vatnshlíð sem urðu fyrir bílunum. Hofsós: Hætt að veiða á línuna

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.