Feykir - 10.06.1992, Blaðsíða 2
2FEYKIR 22/1992
Óháö trettablaö á Noröurtandi vestra
Kemur út á miðvikudögum vikulega.
Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aðal-
gata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf
4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og
95-36703. Fax: 95-36162. Ritstjóri:
Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar:
Magnús Ólafsson A.-Hún., Eggert
Antonsson V.Hún. Auglýsingastjóri:
Hólmfríður Guðmundsdóttir. Blaðstjórn:
Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson,
Sæmundur Hermannsson, Sigurður
Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftar-
verð 110 krónur hvert tölublað.
Lausasöluverð: 120 krónur. Umbrot:
Feykir. Setning og prentun: Sást sf.
Feykir á aðild að Samtökum bæja- og
héraðsfréttablaða.
flUGLÝSENDUR ATHUGIÐ!
Feykir kemur út næsta
miðvikudag
17. Júní
Auglýsingar berist fyrir
hádegi mánudaginn 15.
UMSS
FRJALSIÞR ÓTTAÆFINGAR
Sauðárkróksvelll miðvlkudagskvöld
kl. 20-22. Þjálfarl Císll Slgurðsson
Æflngamar eru ætlaðar 14 ára
UÁiSS
Satiðtírkróksbúar
Jóhann Már syngur laugardagskvöldið 13 júní.
Opið hús verður
á HÓTEL ÁNING U 17. júní.
ÁNINGHÓLUM
Opnum mcð kaffihlaðborði
í Grunnskólanum þann 14. júní kl. 15
Verið velkomin
Stnrfsfólk ÁNINGAR á Sauðárkróki ojj Hólum
Skagfirðingur seldi
vel út á föstuna
Skagfirðingur seldi einstak-
lega vel í Brenienhafen um
niiðja síðustu viku. Verðið
sem fékkst fyrir liskinn er
liklega það hæsta niiðað við
árstíma og hitastig sem greitt
hefur verið á markaðnum frá
upphafi, ein af fimm bestu frá
upphafi og sú langbesta á
þessu ári að sögn Einars
Svanssonar framkvæmdastjóra
Fiskiðjunnar. Verðið fyrir
karfann á miðvikudag var 189
krónur á hvert kíló. Tveim
dögum áður liafði Skafti
fengið 127 króna meðalverð
sem þótti mjög gott, en fyrir
helgina varð verðfall, aðeins
60-70 krónur fyrir kílóið.
Alls fengu Skagfirðings-
menn 26,2 milljónir fyrir
farminn 170 tonn, þar af
voru um 60 tonn grálúða.
Meðalverðið var 154 krónur
fyrir kílóið. Einar hjá
Fiskiðjunni segir að það sé
margt sem geri það að
verkum að svona hátt verð
fékkst fyrir aflann.
„Við vorum einstaklega
heppnir hvernig þetta spilaði
allt saman. Þetta var náttúr-
lega hálfgert glapræði hjá
okkur að fara með heilan
farm í sölu eftir verðfall í
vikunni á undan, og ekki
einn farm heldur tvo.
Verðafallið varð til þess að
menn þorðu ekki að koma
inn á markaðinn, ekki einu
sinni með slatta í gám. Síðan
kom það okkur líka til góða
að það var fasta framundan
hjá kaþólikkunum, en þá
mega þeir ekki borða kjöt
eins og fólk veit, og lifa því
mikið á f'iski.
Nei! það er nú ekki svo að
það sé kaþólikki í okkar
hópi, en við og urnboðs-
maður okkar úti fylgjumst
vel með föstunum, því þær
skipta miklu máli. Síðan ber
náttúrlega að þakka áhöfn-
inni fyrir frábæran frágang á
aflanum. Okkar áhafnir
leggja mikla áherslu á
meðferð hráefnisins, og ég
gæti vel trúað að þau mál
gerðust ekki betri hjá öðrum
útgerðum í landinu”, sagði
Einar Svansson.
Árni í Shildi:
Slæmar
fréttir
„Mór líst illa á og þetta eru
verulega slæmar fréttir. Það
bcndir allt til þess að
stemmningin sé þannig að það
verði tekið allt að því fullt
mark á þessu. Menn eru
orðnir mun ábyrgðarfyllri nú
en áður gagnvart áliti fiski-
fræðinga”, sagði Arni Guð-
mundsson framkvæmdastjóri
Skjaldar.
„Við erum að verða vanir
þessum dýl'um og kollsteypum
í sjávarútvegnum. Menn
jafna sig liklega fljótlega og
fara að huga að enn frekari
hagræðingu í vinnslu og
rekstri. Það er hreint ótrúleg
sú endurskipulagning og
hagræðing sem orðið hefur í
fiskvinnslu og útgerð á
síðustu árum. Við verðum að
vona að enn sé hægt að bæta
hlutina eitthvað, gera ein-
hverjar þær breytingar sem
mæta þessum áföllum”,
sagði Róbert Guðfinnsson
hjá Þormóði ramma á
Siglufirði.
Heimir í söngför suður á land
Karlakórinn Heiniir í Skaga-
firði verður á söngferðalagi
um Suðvestur- og Suðurland
dagana 17.-20.júní nk. Kórinn
ætlar að halda fimrn tónleika í
ferðinni. Þeir fyrstu verða
miðvikudaginn 17. júní að
Logalandi í Borgarfirði kl.
21.00. Þá syngur kórinn í
Félagsbíói í Keflavík finimtu-
daginn 18. júní kl. 20.30.
Laugardaginn 20. júní verður
sungið í Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði kl. 13.30 og
lokatónleikar kórsins verða
síðan í Aratungu í Arnessýslu
um kvöldið, kl. 20.30.
Um alskagfirskt kvöld
verður að ræða í Aratungu,
því seinna um kvöldið leikur
Enjómsveit Geirmundar Valtýs-
sonar fyrir dansi. Söngskrá
Heimis er mjög fjölbreytt í
ferðinni, lög eftir innlenda og
erlenda höfunda, þar á meðal
tvö lög eftir Pálmar Þ.
Eyjólfsson, sem að því er best
er vitað hafa ekki verið fiutt
sunnan heiða áður. Annað
Iagið er við ljóð Kristjáns frá
Djúpalæk og e'r þetta
frumfiutningur bæði lags og
ljóðs.
Söngstjóri Heirnis er Stefán
R. Gíslason og undirleikari
Tomas Higgerson. Einsöngvar-
ar eru Björn Sveinsson.
Einar Halldórsson og bræðumir
Pétur og Sigfús Péturssynir.
Stefán söngstjóri lætur af
störfum í haust, þar sem
hann fiytur ásamt fjölskyldu
sinni suður um heiðar og
tekur við organistastarfi í
Kópavogskirkju. Þorvaldur
Oskarsson formaður Heimis
segir afarslæmt að missa
Stefán. Hann sé búinn að
gera mjög góða hluti með
kórinn. „En við vonum bara
að hann verði ekki lengi í
burtu”, sagði Þorvaldur.
Heimismenn hafa gengið
frá ráðningu nýs söngstjóra í
stað Stefáns. Er það Sigríður
Sólveig Einarsdóttir frá
Mosfelli. húsfreyja á Varnia-
læk og eiginkona Björns
Sveinssonar einsöngvara og
hestamanns.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og
hlýhug viö fráfall og útför fööur okkar
tengdafööur, afa og langafa.
Jóhcmns Ingibergs
Jóhannessonar
fyrrum bónda aö Sólheimum
í Sæmundarhlíö
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki á
Sjúkrahúsi Skagfiröinga fyrir góöa umönnun.
Guö blessi ykkur öll.
Gyöa Jóhannsdóttir
Guöiaug Jóhannsdóttir
Árni S. Jóhannsson
Eymundur Jóhannsson
Sigmar J. Jóhannss.
Ingibjörg M. Jóhannsd.
Gísli G. Jóhannsson
Rögnvaldur Steinsson
Bryndís Ármannsdóttir
Margrét Kristjánsdóttir
Helga S. Stefánsdóttir
SiguröurD. Skarphéöinss.
Guörún S. Björnsdóttir
Barnabörn og barnabarnabörn