Feykir


Feykir - 10.06.1992, Blaðsíða 3

Feykir - 10.06.1992, Blaðsíða 3
22/1992 FEYKIR 3 vegna frélta af áslandi þorsksfofnsins „Kjarkleysi og vitleysa ef skrefið verður ekki stigið til fulls" segir Sveinn Ingólfsson hjá Skagsfrendingi ,,Það er auðvitað iaránlegt að það skuli ekki vera hugað nægjanlega að stuðningi við þessa undirstöðugrein þjóðar- búskaparins, t.d. ltvað rann- sóknir og kennslu varðar. Það er vitað mál að vitneskja um fiskistofna hér um land er ekki nægjanleg. A sama tíma og við neyðumst til að draga úr veiðum, eru fjárlög til fiskirannsókna skert. Ogeins er þetta í skólakerfinu. Það vantar samræmt nám í SAMVINNUBOKIN •Nafnvextir 6,25% •Ársávöxtun 6,35% Raunávöxtun Samvinnubókar áríÖ 1991 var 7,64% INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAQS SKAQFIRÐINQA Þær Hafdís Einarsdóttir og Hera Birgisdóttir liéldu um daginn tombólu. Létu þær ágóðann 3.105 krónur renna í sjóð Soffíu I iansen sem berst liarðri baráttu að ná dætrum sínum tveim frá Tvrklandi. afhenda það fyrir jól. Þetta nýja frystiskip er rúmiega helmingi stærra en Örvar. Þessa dagana er verið að vinna að hönnunarfram- kvæmdum vegna byggingar sex íbúða fjölbýl ishúss á Skagaströnd. Byggingarfélagið Strönd er tilbúið að vinna að byggingu þessa hús ásamt Skagstrendingi, en Strönd fékk úthlutað láni fyrir byggingu þriggja félagslegra íbúða á dögunum. ,,Eg vil ekkert segja til urn hverjar líkurnar séu á að við byggjum þetta hús. Það getur farið mikið eftir því hvaða tilboð við fáunt í byggingu þeirra”, sagði Sveinn Ingólfsson. Jákvæður púnktur í tilverunni.... Feykir! „Þetta gat verið verra. Það sökk þó ekki kjarnorkukaf- bátur á miðunum hjá okkur. Þetta kemur illa við alla, jafnt niður á öllurn, þó þetta bitni kannski einna harðast á okkur til að bvrja með. En það er enginn uppgjafartónn í okkur og óþarfi að barnia sér”, sagði Sveinn Ingólfsson framkvæmda- stjóri Skagstrendings vegna niðurstöðu Alþjóða hafrann- sóknarstofnunarinnar, að \egna ástands þorskstofnsins sé full ástæða fyrir íslendinga að draga verulega úr veiðum sínunt á næsta ári, eða sem nænii 40% miðað við núverandi veiðiheimildir. Talið er að þessi samdráttur i veiðum, sem fyrirséð er að verður verulegur, þó menn trúi því tæplega að þors- kveiðar verði skertar uni 40%, bitni einna harðast á útgerð eins og Skagstrendingi, sem að auki er að kaupa nýtt og stærra skip, leggja út í stórkostlega fjárfestingu, þar sem öllu þarf á að halda. Því var Sveinn spurður að því hvort boginn hafi verið spenntur til hins ýtrasta og áætlanir varðandi nýja skipið standist við þessar nýju fréttir um fiskstofnana. „Við erum nú búnir að standa í útgerð í 23 ár og vitum að svikull er sjávar- aflinn. Við reiknum alltaf með að verða fyrir einhverjum áföllum. En vitaskuld verður þetta erfitt og slæmt”. Nú hafið þið verið að reyna að skaffa Hólanesi hráefni. Verður ekki það verkefni erfiðara þegar horfir til þessa samdráttar? „Það segir sig alveg sjálft að heimiidimar dagast saman jafnt hjá ísfisktogurunum og frystitogurunum. Annars óttast ég eiginlega meira að fisk- vinnslan í landi standistekki þennan mikla samdrátt”. Trúir þú því að veiði- heimildirnar verði. skertar svona mikið, 40% í þorsk- inum? „Já. Gögn sem þessi nefnd vinnur niðurstöður sínar úr eru íslensk. Það væri óskap- legur barnaskapur hjá okkur ef við einbeittum okkur ekki að því nú að byggja upp stofninn. Kjarkleysi og vit- leysa ef skrefið yrði ekki stigið til fulls”, sagði Sveinn Ingólfsson. Sveinn segir að samkvæmt samningi eigi nýja skipið að alltendast í Noregi 15.janúar nk., en jafnvel hafi komið til tals hjá Norðmönnunum að Hugsanlega hægt að auka sókn í aðrar tegundir segir Einar í Fiskiðjunni „Það fer allt eftir því hvað þetta verður mikil skerðing. Mér finnst óhugsandi að hún verði þetta mikil, en veruleg samt. Það væri hægt að bæta heildarmagnið upp með ýmsu móti. Til dæmis með því að leyfa meiri veiðar á öðrum tegundum, t.d. ýsunni. Fyrst að þorskinum liefur fækkað þá ætti að vera meiri áta í sjónum og betri vaxtarskilyrði fyrir aðrar tegundir”, segir Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar/Skagfirðings um niðurstöðu Alþjóða hafrann- sóknarstofnunarinnar um 40% samdrátt í þorskvciðum. Einar segir að þessar fregnir breyti í engu ál'ormum um kaupin á Vigranum, sem reiknað er nteð að birtist við bryggja á Sauðárkróki með haustinu, og þá hverfi Skagfirðingur á braut. „Þetta skip verður mestmegnis á karfaveiðum. Það hefuraflað vel og er sterkt og gott skip, öflugur skipsskrokkur sem endist í áratugi”. Einar telur að auka þurfi fiskirannsóknir til muna. sjávarúvegsfræðum. Þar er ekki hægt að tala urn heilsteypt nám. Rannsóknir og menntun og öflun meiri þekkingar er helsta svar okkar við þessum þrenging- um, vonandi tímabundnu, í sjávarútveginum”, sagði Einar Svansson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.