Feykir


Feykir - 10.06.1992, Blaðsíða 4

Feykir - 10.06.1992, Blaðsíða 4
4FEYKIR 22/1992 „Það virðist vera sami þanka- gangurinn þarna fyrir austan" Segir Hjörleifur Júlíusson byggingameistari á Blönduósi Hjörleifur Jiilíussun er ósáttur og óttast að lionum verði ekki gefinn kostur á að byggja bóknámshúsið. SSK styður tónmennt „Ég er mjög ósáttur við það hvernig Hlvnsmálið var af- greitt, og hvernig ég var útilokaður frá því að komast inn á svæðið og ná þeim bita sem bitastæðastur var, byggingu bóknámshússins. Ég hef ekki sagt mitt síðasta orð og sendi á dögunum Héraðsnefnd Skagafjarðar bréf þar sem ég býðst til að taka að mér verkið á grundvelli tilboðs Hlyns. Ég sé fram á samdrátt hér á svæðinu og vitaskuld sækir maður þangað sem styst er”, segir Hjörleifur Júlíusson byggingarmeistari á Blöndu- ósi. Og Hjörleifur heldur áfram: „Maður hefur gaman af að standa í þessari baráttu. Þeir hafa lengi reynt að stoppa mig af héma hjá kaupfélaginu >g það virðist vera sami lankagangurinn þarna fyrir nistan. En ég er ekkert búinn ið gefast upp og menn geta )ess vegna átt von á því að ég 'irtist þarna einhvern daginn g fari að selja timbur og nnað byggingarefni”. Hjörleifur segir að sérhafi gengið mjög erfiðlega að fást \ið endurskoðanda Hlyns Arna Björn Birgisson. í rúman mánuð hafi hann reynt án árangurs að fá hjá honum nákvæmar tölur um stöðu fyrirtækisins. Það hafi verið útilokað að ná á endurskoðandanum og hann hafi ekki fyrr en seint og um síðir fallist á að ganga til nauðungasamninga. „Svo taka þeir versta kostinn í stöðunni núna. Leita eftir samningum við nýja verktaka, sem voru með 10 milljónum hærra tilboð en Hlynur, sem ég er tilbúinn að ganga inn í”. Er ekki það sem aðilar hér voru hræddir um að þú mundir koma með smiði og verkamenn inn á svæðið og jafnvel framleiða steypuna sjálfur. Nóg hefur Steypu- stöðin tapað á þessu verki nú þegar. „Það stóð aldrei til að ég kæmi með mannskap, svo framarlega sem ég fengi menn aþstaðnum til að vinna verkið. Ég hafði t.d. talað við marga af fyrrum starfs- mönnum Hlyns og þeir tóku vel í það að ganga til liðs við mig. Menn reyna náttúrlega að fá byggingarefni á sem bestum kjörum. Ég býst við að hver svo sem verktakinn verði, reyni að semja við Steypustöð Skagafjarðar uni verð. Þó það fyrirtæki hafi tapað niiklu á viðskiptum vegna þessa verks, held ég að það hefði borgað sig fyrir þá að taka 2,5 milljónunum út úr nauðasamningunum og semja við mig. Kaupfélagið sá náttúrlega fram á að missa þarna viðskipti”- Hjörleifur sagðist hafa verið búinn að reikna það út að hann ætti að sleppa frá kaupunum á Hlyn og þar með byggingu bóknámshúss- ins. Og sem beinn innflytj- andi á byggingarefni hefði hann betri möguleika en margir aðrir verktakar. Stjóm Kvennfélagasambands Skagafjarðar (SSK) ákvað fyrir skönimu að gefa tónlistarskólunum tveimur í Skagafirði afrakstur vinnu- vöku sambandsins í vetur. þarna var um að ræða 220 þúsund krónur sem skiptust jafnt milli skólanna.þ.e tón- listarskóla Sauðárkróks og tónlistarskóla Skagafjarðar og voru peningarnir allientir Þann 15. júní nk. eru 40 ár liðin frá því Byggðasafn Skagfirðinga opnaði sýningu á Gamla bænum í Glaum- bæ. Sunnudaginn 14. júní verður þessara tímamóta minnst með afmælisfagnaði í Glaumbæ. Kl. 14 hefst helgistund í kirkjunni. Á eftir býður stjórn safnsins gestum til kaffiveitinga og að ganga um safnið. Inni í baðstofu verða nokkrar konur við iðju sína og félagar úr Harmonikku- klúbbi Skagafjarðar þenja nikkrnar og fylla bæinn af tónlist. Þó nú sé minnst 40 ára opnunar safnsins er mun lengra frá því undirbúningur og söfnun hófst. Lífakkeri safnsins frá upphafi var Jón Sigurðsson bóndi á Reynistað. Hann vann að því ljóst og leynt frá 1936 að friðlýsa bæinn í Glaumbæ. Sumarið 1939 gerðist það óvænta að enskur aðalsmaður, sem var hér á fcrð, hreifst svo af bænum, að hann gaf 200 sterlingspund til viðgerðar á honum. Þessi maður var Mark Watson. Gjöf hans og áhugi gaf umleitan Jóns á Reynistað byr undir báða vængi og árið 1947 var samþykkt á Alþingi frumvarp lil laga frá Jóni á Reynislað um viðhald fornra mannvirkja og um byggða- söfn. Viðgerð á Glaumbæjarbæ fór fram á árunum 1939-’46. Árið 1947 flutti síðasta fjöl- skyldan úr bænum. Margir komu nálægt safninu á þess- um árum og lögðu mikla vinnu, bæði í viðgerðir og söfnun. Má þar nefna Sigurð Ólafsson fræðimann á Kára- stöðum, Ingólf Nikódemusson, Árna Sveinsson Kálfsstöðum og Ragnar Ásgeirsson ráðu- naut. Árið 1948 var formlega gengið frá stofnun safnsins og við skólaslit á dögunum. Skagfirskar konur koma ávallt saman eina helgi yfir veturinn á svokallaða vinnu- vöku. þar eru gerðir ýmsir munir senr síðan eru seldir í lok vinnuvökunnar. Ágóðanum er ávallt varið til menningar eða líknarmála í Skagafirði og í ár ákváðu konurnar að styrkja tónmennt í héraðinu. unnið markvisst að því að fá muni sem tilheyrðu þeim tíma sem bærinn er fulltrúi fyrir, þ.e. 19. öldinni. í byggða- safnsnefnd voru frá upphafi Jón á Reynistað, Árni á Kálfsstöðum og sr. Gunnar Gíslason. Seinna komu inn í nefndina Ingólfur Nikódemus- son og Gunnlaugur Jónasson, í stað Jóns og Ama. Og það hafa verið ófá handtök þessara manna fyrir safnið. Núverandi byggðasafnsstjóm skipa: Valur Ingólfsson Sauðárkróki, sr. Gísli Gunnarsson Glaumbæ og Margrét Jónsdóttir Löngumýri. Safnvcrðir hafa verið: Ingvar Sigurðsson 1952-’54, Hjörtur Kr. Benediktsson 1954-’64, Sigurður Ólafsson Kárastöðum 1965-70, Sigurður Egilsson Stekkjarholti 1971- ’73, Ólína Jónsdóttir Hátúni 1971 og er enn, Ragnhciður Ólafsdóttir Glaumbæ 1974- 1991, Ragnheiður Sövik 1991, Edda Jónsdóttir Varmahlíð 1991 og er enn. Sigríður Sigurðardóttir kom til safnsins 1987 og er safnsstjóri. Þær breytingar hafa orðið á högum safnsins, að vegna geymsluleysis, fjölda muna sem safninu hafa borist og aukinnar aðsóknar; var flutl gamalt hús frá Ási í Hegra- nesi, að safninu til að gcta komið til móts við aukin umsvif og þær kröfur sem gcrðar eru til varðveislu sal'n- muna. Viðgerð á húsinu cr vel á veg komin. Safngestum fjölgar jafnt og þétt. Árið 1971 voru gestir safnsins tæplega átta þúsund talsins, en 20 árum seinna, á árinu 1991 voru skráðir safn- gestir rúmlega átján þúsund. Mjög margir kvitta ekki í gestabók, né koma yfirlcilt inn í bæinn. Safnið er opið frá 9- 12 og 13-17, og er aðgangur 200 kr. fyrir fullorðna og 100 fyrir börn. Sigríður Sigurðard. safnvörður. MURRAY SLÁTTUVÉLAR VERÐ KR. 1 7.900 PLASTSTÓLAR í GARÐINN KR. 920 KÆLIBOX - SÓLTJÖLD O.M.FL. FRÁ SEGLAGERÐINNI ÆGI Kaupvangstorgi 1 Sími 35132 550 Sauðárkrókur Hrossaræktendur athugiö! Nokkur pláss laus í fyrra gengi hjá Stóðhestinum Fiðringi nr 83157012 frá Ingveldarstöðum. Faðir Sörli 653, móðir Leista 3775 frá Eiríksstöðum. Hesturinn verður að Víðinesi Hólahreppi. Upplýsingar í 36607 Stóraffmæli byggða- safnsins í Glaumbæ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.