Feykir - 10.06.1992, Blaðsíða 8
10. júní 1992, 22. tölublað 12. árgangur
STERKUR AUGLÝSINGAMIÐILL!
Landsbankinn á Sauðárkróki
Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 -16.00 : apapa M Landsbanki
Sími 35353 í Wk íslands Banki allra landsmanna
„Eldti sama ástand í atvinnumálum
unglinga hér og víða annarstaðar"
Segir Matthías Viktorsson hjá atvinnumiðluninni
Samkvæmt upplýsingum Matt-
híasar Viktorssonar hjá atvinnu-
miðlun Sauðárkróksbæjar virðist
atvinnuástand vera nokkuð
gott í bænum um þessar
mundir, einnig hjá ungmenn-
um, en annað mátti skilja á
umræðum um atvinnumál
ungmenna á fundi bæjar-
stjórnar í síðustu viku. Svo
virðist sem allir nemendur á
framhaldsskólíialdri hafi fengið
vinnu, en síðustu vor hafa
nokkrir úr þeim aldurshópi
verið á skrá a.m.k. í 2-3 vikur
eftir skóla. Hinsvegar hefur
enn ekki tekist að útvega átta
unglingum sem luku grunn-
skólaprófi í vor atvinnu.
Matthías kvaðst vongóður
um að þessir krakkar fengju
vinnu á næstunni, þar sem
spurst hafi verið eftir vinnu-
afli nú undanfarið. ,,Sem
betur fer, er ekki hér í dag
það ástand sem virðist vera
viðvarandi víða. Það fækkaði
t.d. á atvinnuleysisskránni
um 20 síðast, og ég held að
atvinnuástand megi teljast
mjög gott í bænum í dag”,
sagði Matthías.
Upplýsingar Matthíasar
stangast á við unrræður og
ummæli í bæjarstjórn í
síðustu viku. Á þeim mátti
skilja að talsvert atvinnuleysi
væri meðal ungmenna í
bænum. Bæjarfulltrúar bentu
réttilega á, að atvinnuleysi
mætti ekki vera það fyrsta
sem unglingar kynntust
þegar þeir kærnu út úr skóla
á vinnumarkaðinn. Leita
yrði lausna á þessu vanda-
máli strax.
Krökkum í vinnuskólanum
hefur fjölgað mikið frá
síðasta ári, eru nú 170.
Munar ntestu urn að nú kom
mjög stór árgangur inn í
unglingavinnuna, 50 krakkar.
Þykir sýnt að á næsta ári
verði að fækka árgöngum í
unglingavinnunni, þannig að
ekki verði tekið við næsta
árgangi, en hann er enn
stærri en sá sem bættist við
nú, eða 60 krakkar. Vinnu-
skólinn var styttur um eina
viku frá því sem áður var
ákveðið. Það sparar bæjar-
sjóði 750 þúsund. Samkvæmt
fjárhagsáætlun átti að fara til
unglingavinnunnar 3,4 mill-
jónir, en vegna fjöldans
verður kostnaðurinn 5 rnill-
jónir.
feykjur
Enn "mynda.^hús*
gagnasalar á ferð
Sjálfsagt er fólki hér um
slóðir enn í fersku minni
málarekstur sá er varð vegna
sölu leðursófasetta, sem seld
voru hér og víðar á landinu
eftir myndalista á síðasta
vori. Svo virðist sem enn á ný
verði farið að selja húsgögn
eftir myndalista út um
landið. Nýlega var dreift i
hvert hús á Sauðárkróki og
sjálfsagt víðar, myndalista
þar sem gefur að líta fallegar
litmyndir af framleiðslu aðila
sem segist vera stærsta
fyrirtæki á Islandi í fram-
leiðslu sófasetta. Fyrirtækið
hafi starfað í 12 ár og
einkunnarorð þess séu: stöðug
framþróun.
Vonandi reynist þessi aðili
traustari en sá sem heimsótti
héraðið fyrir ári, en þess ber
þó að geta að Neytenda-
samtökin hafa varað fólk við
viðskiptum af þessu tagi, þ.e.
að kaupa vöru eftir mynda-
lista, og að greiða vöruna
fyrirfrant að einhverju eða
öllu leyti. eins og gerðist t.d.
með greiðslukortaviðskiptunum
fyrir ári.
Fertugír Skagstendingar
Allt er fertugum fært, segir
máltæki sem haft hefurverið
í hávegum lengi. Nokkrir
Skagstrendingar sem ná
þessu aldursmarki á þessu
ári, komu saman nýlega, og
stofnuðu félag fertugra á
staðnum. Með stofnun félagsins
vilja Skagstrendingamir undir-
strika gullvægi máltækisins
og það að lífið er ákaflega
skemmilegt fertugu fólki og
hægt er að gera sér margt til
skemmtunar.
Magnús Jónsson sveitar-
stjóri er einn stofnfélaga.
Magnús segir félagið sérstakt
að því leyti að fólki sé
einungis heimilt að vera í
félaginu þetta eina ár, sent
fertugsafntælið rennurupp. I
lögurn félagsins segir m.a. að
það sé hvorki samvinnufélag
né hlutafélag, og félagar hafi
engar skyldur gagnvart félag-
inu né félagið gegn þeim.
„Við ætlum að gera okkur
ýmislegt til skentmtunar á
árinu, en það eina sem
ákveðið hefurverið.erferðút
í Hrísey í sumar”, sagði
Magnús.
Brotin lög á minkum
Nú er lokið aðgerðum til
fækkunar útigangskatta á
Húsavík og féllu sex kettir í
valinn. Að auki féll einn
minkur sem kom beint í
llasið á meindýraeyðinum, er
hann var að leita katta.
Það er álitamál hvort hér
hafi ekki verið brotin lög á
minknum, því aðeins voru
auglýstar aðgerðir til fækk-
unar köttum, þannig að
minkar, a.m.k. þeir sem lásu
Víkurblaðið hafa ugglaust
talið sig óhulta á meðan
útrýmingarherfeiðin gegn flæk-
ingsköttum stóð yfir. Við
vísum þessu máli til Sigurðar
Líndal.
(Víkurblaðið)
Trúlega eiga ntargir eftir að reyna hæfni sína á vatnaþotu á
Sléttuhlíðarvatni í sumar.
Vatnaþotuleiga við
Sléttuhlíðarvatn
Vegfarendur um Sléttuhlíð í
sumar eiga sjálfsagt eftir að
veita eftirtekt hvítfyssandi
fari á Sléttuhlíðarvatni, vegna
umferðar á vatninu. Nýlega
stofnuðu hjónin á Hrauni,
Magnús Pétursson og Elín-
borg Hilmarsdóttir, fvrirtækið
Vatnasport sent leigir út
vatnaþotur. Þessari nýju
afþreyingu hefur verið vel
tekið á svæðinu, og þónokkuð
margir léku sér á vatninu yfir
hvítasunnuhelgina.
Vatnasport leigir út tvær
þotur til að byrja með og
hugmyndin er einnig að vera
nteð sjóskíði til leigu. „Við
fengum þessa hugmynd í
vetur. Það eru allir í þessu
sama í ferðaþjónustunni,
sumarhúsum, gistingu og
hestasporti. Það er aðeins á
Akureyri sem boðið er upp á
vatnaþotur hér Norðanlands,
og okkur fannst ekki saka að
kanna áhuga Norðvestlendinga
og ferðafólks fyrir þessu”,
sagði Magnús.
,,Eg er bjartsýnn á að þetta
verði vinsælt. Aðstæður fyrir
íþróttina eru mjög góðar hér.
Við erum hérna skammt frá
þjóðveginunt og því ætti
þessi afþreyingarmöguleiki
ekki að fara framhjá veg-
farendum”, sagði Elínborg.
Þegar blaðamaður Feykis
var á ferðinni um helgina
virtist fólk kunna vel við sig á
vatninu. Talsverð urnferð
fólks hafði verið þarna um
daginn, mest frá Siglufirði en
einnig frá Sauðárkróki.
Metþátttaka í
hérðaðssýningu í Húnaveri
Mikil aukning hefur orðið í
þátttöku á héraðssýningu
Húnvetninga sem hefst í
Húnaveri í dag. Að þessu sinni
eru skráð um 70 hross og er
það mun fleira en vanalega,
reiknað var með 40 hrossum
að þessu sinni. Hrossin verða
dæmd í dag og fyrripart
morgundagsins, en kl. 4
síðdegis á morgun hefst síðan
yfirlitssýning á best dæmdu
hrossunum.
„Þessi mikla þátttaka
sýnir þann aukna áhuga sem
er á tamningum og hesta-
mennsku á svæðinu. Það
hefur orðið sprenging í þessu
undanfarið og menn leggja
greinilega rnikið upp úr því
að fá kynbótahryssur sína
dærndar”, sagði Guðmundur
Valtýsson á Eiriksstöðum
foiTnaður Hestamannafélags-
ins Oðins.
Guðmundur sagði að hvem
stórviðburðinn ræki nú annan
hjá hestamönnum í Húna-
þingi. Hestamannafélögin hefðu
ákveðið að vera með sam-
eiginlegt mót laugardaginn
20. júní í Húnaveri. „Það
hefur komið til tals að
Skagfirðingar riðu yfir til
okkar og tækju þátt í mótinu,
eins og var hérna í eina tíð”.
BÓKAEÚÐ
BEmJARS