Feykir - 16.09.1992, Blaðsíða 2
2 FEYK3R 31/1992
IFEYKIIR
. Óháft fréttablaft á Norfturlandi vestra
Kemur út á miövikudögum vikulega.
Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2,
Sauöárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550
Sauöárkróki. Símar: 95-36162. Ritstjóri:
Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús
Ólafsson A.-Flúnavatnssýslu.
Auglýsingastjóri: FHólmfríöur Hjaltadóttir.
Blaöstjórn: Jón F. Fljartarson, sr. Hjálmar
Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Siguröur
Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverö
110 krónur hvert tölublaö. Lausasöluverö 120
krónur. Umbrot Feykir. Setning og prentun:
Sást sf. Feykir á aöild aö Samtökum bæja- og
héraösfréttablaöa.
Réttlát skattheimta?
,,Þú skalt gjalda keisaranum það sem
keisarans er og guði það sem guðs er”, eru
gömul og ný sannindi. Engu að síður eru
skattheimtumál stöðugt deiluefni. Nýjustu
áform stjórnvalda til aukinnarskattheimtu eru
þar engin undantekning. Frá því það fregnaðist
í síðustu viku, að til stæði að leggja 14%
virðisaukaskatt á nánast alla afþreyingu og
lista- og menningarmál í þjóðfélaginu, hefur
varla liðið sá dagur að ekki kæmu mótmæli frá
einhverjum þeim aðila sem hin áformaða
skattheimta mundi leggjast á. Samtök bæja- og
héraðsfréttablaða hafa þó enn sem komið er
ekki mótmælt þessum áformum stjórnvalda
hvað sem verður.
En það er eins og fyrri daginn, að
landsfeðurnir berja sér á brjóst og segja, þetta
eru ekki auknir skattar, þvert á móti erum við
að jafna skattbyrðina, á móti kemur lækkun
annarra gjaldflokka sem mun vega þarna á
móti. Það verður þó ekki séð hvernig þetta dæmi
gengur upp. Reynslan sýnir að nýir skattar eru
komnir til að vera, og lækkun annarra kemur
varla til framkvæmda. Lögguskatturinn svo
nefndi, sem talað varum að mundiaðeinsgilda í
eitt ár, virðist t.d. ætla að halda velli um sinn.
Með ólíkindum er að stjórnarherrarnir, reyni
að telja fólki trú um að 14% hækkun á verði
margra hluta sem teljast til daglegra þarfa,
komi ekki við pyngjuna, svo sem húsaleiga,
farmiðar í strætisvagna, aðgangseyrir í
sundlaugar, áskriftargjöld blaða, verð bóka
o.m.fl. í sumum tilfellum gæti slík hækkun haft
margfeldisáhrif, eins og formaður húseigenda-
félagsins benti réttilega á ísjónvarpsfréttumeitt
kvöldið.
Þórarinn V. Þórarinsson formaður Vinnu-
veitendasambandsins, gat þess einnig í
sjónvarpsviðtali, að aukin skattheimta gæti haft
þau óheillavænlegu áhrif að atvinnutækifærum
fækkaði. Stæði atvinnustarfsemi tæpt, gæti
skattlagning sem þessi haft þau áhrif, að
viðkomandi starfsemi legðist af. Menn yrðu að
gá að því að innlend atvinnustarfsemi stæði í
harðri samkeppni við innflutning, og aukin
skattlagning gæti haft þau áhrif að
atvinnutækifæri flyttust úr landi. Gæti þessi
rökfærsla Þórarins t.d. vel átt við um bóldna.
Bókaútgáfur virðast standa tæpt um þessar
mundir, en vonandi verður bókin ekki hrein
innflutningsvara í framtíðinni.
Það er grunur undirritaðs að óvenju margir
hafi verið sammála þessum orðum formanns
Vinnuveitendasambandsins. Þetta voru orð í
tíma töluð.
ÞÁ.
Steinullarverksmiðjan:
Samdráttur í tekjum
minni en búist var við
Umbætur í dreifi-
kerfi RARIK í Fljótum
Fyrstu átta mánuði þessa árs
varð 14% samdráttur á sölu
stcinullar. Er það svipað og
áætlað var, en tekjulækkunin
hefur ekki orðið eins mikil og
búist var við, eða 8,3%. Má
það rekja til þess að hærra
verð hefur fengist fyrir
framleiðslu Steinullarverk-
smiðjunnar en reiknað var
með.
Mestur hefur samdráttur-
inn orðið í útflutningnum,
eða 12,5% milli ára, en hafa
ber í huga að á síðasta ári
voru seld um 500 tonn í stórt
verk í Bretlandi. Þrátt fyrir
það hefur útflutningur verið
nokkuð stöðugur það sem af
er ári.
Að sögn Einars Einars-
sonar framkvæmdastjóra kom
ágústmánuður vel út í sölu og
gott útlit væri fyrir septem-
ber. Hinsvegar væri ekki
bjart framundan, þar sem
byggingamarkaðurinn bæri
með sér greinileg merki um
samdrátt.
Starfsmenn rafmagnsveitna
ríkisins á Sauðárkróki vinna
um þessar mundir við að setja
verulegan hluta af háspennu-
línunni í Fljótum í jörð. Alls
verða settir líðlega 16 km af
jarðstreng í sveitinni, þar af
eru rúmlega 4 km lágspennu-
strengur. Búið er að plægja
mest af strengnum niður og
standa tengingar yfir. Notuð
var traktorsgrafa við plæg-
inguna og gekk það nokkuð vel
þótt mikil úrkoma hafí
stundum tafið fyrir.
Með þessu kemur þriggja
fasa rafmagn á talsvert
marga bæi í sveitinni,
nokkuð sem menn hafa rennt
vonaraugum til á undan-
förnum árum. Jarðstrengur-
inn er settur á þeim svæðum
þar sem bilanir á loftlínunni
hafa orðið hvað tíðastar
undanfarin ár t.d. á leiðinni
Haganesvík - Ketilás og
þaðan fram Austur-Fljótin
að Reykjarhóli.
Framkvæmdin mun auka
verulega öryggi íbúa sveitar-
innar í rafmagnsmálum og
má segja að með þessu hafí
verið komið til móts við óskir
þeirra um úrbætur á dreifi-
kerfí RARIK. Tvær verulegar
bilanir urðu á raflínum í
sveitinni árið 1991, í janúar
og nóvember þá slitnuðu
línur og staurar brotnuðu
undan ísingu þannig að
rafmagnslaust varð á flestum
heimilum með tilheyrandi
óþægindum. Vonandi verður
slíkt ástand úr sögunni með
þessari framkvæmd.
ÖÞ.
Hólahjálp
í Hólaskóla höfum við
hressa og glaða krakka,
sem ykkur vilja leggja lið
ei lítið til þess hlakka'.
Að moka út er lítið mál
mörg við erum saman.
Og hérna hefur sérhver sál
af sveitavinnu gaman.
Við bjóðum allt sem höfum
best
því Bændaskólann kjósið.
Til að járna trylltan hest
og takast á við fjósið.
Uppl. gefa Sigrún, Lauga
eða Róbert í s:36591-36132
Til sölu
Til sölu eru 4 nýleg nagladekk á
felgum 165 x 13. Passa undir
Subaru. Uppl. I slma 35942
LATIÐ DRAUMINN RÆTAST!
TROMMUNÁMSKEIÐ
Fyrirhugað er að halda 12 vikna
námskeið í trommuleik fyrir
byrjendur ef næg þátttaka fæst.
Upplýsingar í slma 36100
(Kristján) mánudaginn 21. sept.
Ókeypis smáar
Til sölu varahlutir
Til sölu varahlutir i Subaru árg.
'80. Einnig nokkrar góöar
felgur á Subaru og flotgalli.
Upplýsingar I síma 35971.
Kettlingur!
Átta vikna kassavanur, fallegur
högni fæst gefins. Upp-
lýsingar I slma 35588 eftir
klukkan 17.
Svefnsófi gefins!
Ef þú hringir I síma 35518 getur þú
fengið gefins svefnsófa með
rúmfatageymslu.
Til sölu barnakerra
Til sölu barnakerra, á sama
staö óskast planó fyrir lítið.
Upplýsingar I slma 35065.
Akureyringar!
Fundur hjá Akureyrarkllkunni I
Pálmalundi fimmtudaginn 25.
sept. kl. 16. Mætum öll !
KLlKAN
Til sölu
Til sölu eru 4 nýleg nagladekk á
felgum 165 x 13. Passa undir
Subaru. Uppl. I síma 35942
SMÁAUGLÝSINGAR
ÞURFA AD
BERAST FYRIR
MÁNUDAGSKVÖLD
ASKRIFENDUR GOÐIR!
Vinsamlegast greiðið
heimsenda gíróseðla
hið fyrsta
IÐNAÐARHÚSNÆÐI!
Til leigu er 250 fermetra
iðnaðarhúsnæði að Borgarflöt 5, frá
1. október. Upplýsingar í síma
36780 (Pálína) og 35779 (Sigurjón).