Feykir - 16.09.1992, Blaðsíða 8
Oháö fréttablaö á Noröurlandi vestra
16. september 1992,31. tðlublað 12. árgangur
STERKUR AUGLYSINGAMIÐILL!
Sparisjóðurinn heldur upp
á 75 ára afmæli
Það var óvenjuleg aðkoman í
Sparisjóði V.-Hún. á Hvamms-
tanga sunnudaginn 6. septem-
ber sl. í stað þess að vera
harðlokaður eins og venjulega
á sunnudögum stóðu allardyr
opnar. Mannfjöldi safnaðist
þar saman og sannköiluð
hátíðarstemmning ríkti.
Þetta var aðferð þeirra
sparisjóðsmanna að halda
upp á 75 ára afmæli
sparisjóðsins, en það mun
hafa verið þann 1. september
sl. sem 75 ár voru liðin frá því
fyrstu afgreiðslur í spari-
sjóðnum fóru fram. A
afgreiðsluborðum þar sem
starfsfólk afgreiðir venjulega
allslags pappíra yfir borðið,
stóð það nú og bauð dýrindis
rjómatertur og kaffi eða gos
að drekka. Uti í bílskúr
grilluðu starfsmenn og makar
þeirra pylsur og var það
vinsælt af bæði ungum sem
öldnum. Víst má telja aðallir
hafi farið ánægðir og mettir
úr húsum Sparisjóðsins að
þessu sinni.
Þess má geta að út er
komin Saga Sparisjóðs Vestur-
Húnavatnssýslu 1917-1992 í
máli og'myndum og er það
sparisjóðurinn sem gefur
bókina út en Olafur H.
Kristjánsson skráði. Þessa
bók hefur starfsfólk afhent
viðskiptavinum sparisjóðsins
endurgjaldslaust þegar leið
þeirra hefur legið þangað að
undanförnu. EA.
Landsbankinn á Sauðárkróki
Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 -16.00 M Landsbanki
Simi 35353 á Wi islands ™ Banki allra landsmanna
Viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir
Knútur Aadnegaard, Sigríður Ingimarsdóttir, Guðlaug
Gunnarsdóttir, Anna Jónsdóttir og Jósep Þóroddsson.
Sl. sunnudag kunngerði fegrunar-
nefnd Sauðárkróksbæjar
hvaða húseigendur og
fyrirtæki í bænum fengju
viðurkenningar fyrir snyrti-
legustu garða og lóðir að mati
nefndarinnar. Fegrunarnefnd-
in hefur undanfarin ár veitt
viðurkenningar af þessu tagi
og voru þær afhentar í
kaffiboði á Hótel Mælifelli.
Að þessu sinni fengu
viðurkenningar fyrir snyrti-
legan garð og húseign hjónin
Jósep Þóroddsson og Anna
Jónsdóttir að Hólavegi 29 og
Oli Þór Asmundsson og
Sigríður Ingimarsdóttir að
Birkihlíð 31. Viðurkenningu
fyrir snyrtilega og vel
útfærða lóð fyrirtækis, fékk
Ábær Ártorgi 4, en þar var
ný bensínstöð og verslun
tekin í notkun í sumar.
Guðlaug Gunnarsdóttir fram-
kvæmdastjóri veitti viður-
kenningunni viðtöku.
Knútur Aadnegaard forseti
bæjarstjórnar gat þess að það
væri von bæjarstjórnar, að
viðurkenningar af þessu tagi
hvettu aðra bæjarbúa til að
hlúa að og fegra umhverfi
sitt.
Krafthestamenn standa sig vel í þróunaraðstoð:
Hrelndýrasmölunin gekk vel
Hreindýrasmölun á heiðunum
við Ammarnas í Svíþjóð, sem
framkvæmd var á íslenskum
hestum um síðustu mánaða-
mót, tókst mjög vel. Sænskur
almenningur og sveitastjómar-
menn hafa sýnt þessu tilrauna-
verkefni samískra bænda og
skagfirska fyrirtækisins Kraft-
hesta mikinn áhuga. Sænskir
fjölmiðlar segja smölunina að
þessu sinni marka tímamót í
menningarsögu Sama. Reynslan
af íslenska hestinum hingað til
hefur þótt það góð að ákveðið
hefur verið að fá fleiri hesta og
jafnframt verði komið á fót
sérstökum reiðskóla, þar sem
kennd verður reiðmennska og
meðhöndlun íslenska hestsins.
Reter Kaddik gangnafor-
ingi Samanna í Ammarnas
telur að íslenski hesturinn
komi til með að leysa
fjórhjólin af hólmi á þessu
svæði og við því sama megi
búast í öðrum Samabyggð-
um og samfélögum. Það er
því allt eins líklegt að fjöldi
íslenskra smalahesta verði
seldur til Svíþjóðar á næstu
árum, enda liggja fyrir
viljayfirlýsingar frá nokkr-
um Samahéruðum.
Eina vandamálið við smölun-
ina hjá Sömunum nú virðist
vera, að hundarnir hafi ekki
skilið breytinguna, og þjálfa
verði upp nýja kynslóð
hunda. Nánar er vikið að
„göngunum” í Ammarnas í
opnu blaðsins í dag.
Sigfús hjá Ferskum um áhril kjötútslölunnar:
Kjötsalar „stöppuíylla" geymslurnar
„Við byrjuðum að slátra 15.
ágúst, en þetta hefur verið
rólegt hjá okkur hingað til,
enda eftirspurn sáralítil, gjör-
ólíkt því sem var á sama tíma í
fyrra. Það er greinilegt að
útsölukjötið hefur mikil áhrif’,
sagði Sigfús Jónsson fram-
kvæmdastjóri Ferskra afurða
á Hvammstanga.
Sigfús segist hafa orðið
þess var að kjötsalar „stöppu-
fylltu” allar frystigeymslur
hjá sér af útsölukjötinu, og
kæmi þetta heim og saman
við nýjustu fregnir að
kjötbirgðir í landinu hefðu
aldrei verið jafnlitlar á
þessum tíma. Því væri
fyrirséð að kjötsala yrði
fremur lítil á næstu mánuð-
um. „Það má alveg reikna
með að kjöt fari ekki að
seljast að ráði fyrr en upp úr
áramótum. Þetta kemur sér
náttúrlega ekki nógu vel fyrir
bændur, nú þegar þeir eru
teknir við sölumálunum, að
ríkið sé með útsölu svona í
lok verðlagsárs og skilji
bændur eftir upp í klof í
fjóshaugnum”.
Sigfús segir að meiningin
sé að draga slátrunina eins
mikið á langinn og veðurfar
leyfi. Markmið Ferskra afuiða
er að þjóna markaðnum, láta
framboðið haldast í hendur
við eftirspurnina. Sigfús
reiknar með 4-5 þúsundum
dilka til slátrunar nú, sem er
svipað og í fyrra.
Myndasaga i Feyki
Ákveðið hefur verið að
brydda upp á þeirri nýjung
að birta myndasögu í Feyki.
Hefur hún göngu sína í
blaðinu í dag og er ætlunin að
birta hana að minnsta kosti í
öðru hverju tölublaði. Það er
von okkar og trú að
lesendum líki vel val sögu-
efnis. Grettissaga er án efa sú
íslendingasagna sem mest
höfðar til Norðvestlendinga,
og trúlega hefur sagan vakið
enn meiri forvitni fólks á
seinni árum eftir að Drang-
eyjaferðir komu til sögunnar.
Teikningar eru gerðar af
hinum frábæra teiknara
Halldóri heitnum Péturs-
syni. Kristján J. Gunnarsson
fyrrum skóla- og fræðslu-
stjóri sá um styttingu textans
og umbreytingu hans til
nútímalegra máls. Er það
verk mjög vel unnið hjá
Kristjáni, atburðarásin er
hröð og spennandián þess þó
að mikilvægum atriðum
sögunnar sé sleppt. Þættirnir
um Gretti Ásmundarson eru
um 50 talsins og birtust áður í
Morgunblaðinu fyrir rúmum
30 árum, en Feykir hefur
aflað tilskilinna leyfa til
birtingar þeirra nú.
GÆÐAFRAMKÖLLUN
BÓKABÚÐ
BKmJARS
GÆOAFRAMKOLLUN