Feykir


Feykir - 16.09.1992, Blaðsíða 5

Feykir - 16.09.1992, Blaðsíða 5
31/1992 FEYKIR5 Snorrabúð stekkur Fólki og fé farið fækkandi í Stafnsrétt Réttað var víða Norðvestan- lands um síðustu helgi, meðal annars að Stafni í Svartárdal á laugardag. I Stafni voru í eina tíð einna fjölsóttustu fjárréttir hér norðan heiða, en eitthvað hefur dregið úr aðsókn nú á seinni árum samhliða því að vegur sauðkindarinnar hefur minnkað. Trúlega hefur margur gangnamaðurinn verið hvíld- inni feginn þegar réttarstörf- um lauk um hádegisbilið í Stafni, þar sem langt er síðan menn hafa lent i eins slæmu Óskar á Leifsstöðum og Guðmundur á Eiríksstöðum gera gangnapelanum skil. gangnaveðri á Eyvindarstaða- heiði og Hofsafrétti og að þessu sinni. Að sögn Guðmundar Valtýssonar undanreiðarfor- ingja hefur hann ekki lent í jafn slæmu veðri á sínum rúma 20 ára gangnaferli. Oft hafi verið kalsasamt í göngum, en ekki óveður upp á hvern einasta dag eins og nú. Sveitungi Guðmundar Óskar Guðmundsson á Leifs- stöðum kvað Guðmund ekki sýna neina miskunn í að reka mannskapinn af stað á morgnana, þó veður væru dimm og köld, en samsinnti undanreiðarforingjanum samt í því, að það gæti ráðið baggamun hvort smalamennska heppnaðist þann daginn, að gangnamenn væru komnir á sinn stað í leitum þegar birti upp. Yngstu gangnamennirnir að þessu sinni voru 15 ára gamlir. Þeir Þórarinn Eymunds- Þórarinn Eymundsson, annar yngstu gangnamannanna. New York Times sendi blaðamann sinn í Stafnsrétt til að skrifa grein um réttir, gangnamennsku og aðra útivistarmöguleika hestafólks. Blaðamaðurinn er til vinstri á mvndinni ásamt Eymundi Þórarinssyni í Saurbæ. son í Saurbæ og Agnar Gíslason Péturssonar frá Alfta- gerði. Þórarinn taldi líklegt að margt fé kæmi af fjalli í eftirleitum, þar sem skyggni hafi verið slæmt og illa viðrað til leitar. Þegar menn vöknuðu á miðvikudags- morgun í Guðlaugstungum, var kominn snjór og skaf- renningur var þá um daginn. Og var ykkur ekki kalt? „Jú, það þýddi ekkert að sitja á hestbaki lengi í einu. En manni hitnaði fljótt á því að ganga og teyma hestinn”. Finnst þér gaman í göngum? ,,Já ég vil ekki fyrir nokkurn mun missa af þeim. Félagsskapurinn er mjög skemmtilegur og gaman að taka þátt í þessu”, sagði Þórarinn að endingu. VAXTALINAN FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA UNGLINGA Þegar þú skróir þig i Vaxtalinuna opnast þér ýmsir möguleikar: H*4t> KO^ AFSLATTARKORT SKOLADAGBOK FJARMALANAMSKEIÐ VAX^í/NO''ð^ BÍLPROFSSTYRKUR x'ÁA'4Mögv>víXKI VAXTALINAN ER ÆTLUÐ UNGLINGUM A ALDRINUM 13TIL 18 ARA. TILAÐ, . GERAST FELAGI,KEMUR ÞU I NÆSTA UTIBU BUNAÐARBANKANS OG LÆTUR SKRA ÞIG. ^Fbúnaðajrbanki íslands (y TRAUSTUR BANKI Útibúið á Sauðárkróki Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.